Það er eiginlega ekki hægt annað en sjá eftir Schumacher, þar sem hann hefur haft svo mikil áhrif á formúluna. Hann hefur gert sín mistök og sýnt undarlega hegðun á tímabili en það er bara hluti af honum. Ég gæti alveg trúað því að formúlan væri mjög ólík því sem við þekkjum ef Schumi hefði ekki komið fram. Betri eða verri, ómögulegt að segja. 8. titillinn væri alveg viðeigandi til að ljúka þessum mikla og glæsilega ferli, þótt sumir séu ekki alveg sammála því. Takk fyrir öll árin Schumi.