Þessi ágæta bók er kjörbók í ensku á þriðja ári í Menntaskólanum (þið vitið hvaða menntaskóli kallar sig Menntaskólann). Ég valdi hana, vegna þess að hinar bækurnar voru illfáanlegar, og ég sé ekkert eftir því. Bókin er bráðskemmtileg og ég tek undir fögru orðin sem greinarhöfundur fer um hana. Til gamans má geta þess að höfundurinn, Jerome David Salinger, lifir í afskekktum fjallakofa og er í nöp við flesta, rétt eins og aðalpersóna bókarinnar.