Fyrir þá sem hafa áhuga á krossferðum, mæli ég með sænsku bókinni Tempelriddaren (Musterisriddarinn) eftir Jan Guillou. Hún fjallar um sænska krossfarann Arn de Gothia (Arn Magnusson) sem sendur er í þriðju krossferðina til þess að bæta fyrir brot sem hann framdi í Svíþjóð á unglingsárum. Hann verður borgherri í Gaza og verður svo fyrir því láni/óláni að bjarga lífi Saladins sem fullu nafni heitir Yussuf sal ad Hin, eða eitthvað svoleiðis. Bókin er í raun annar hluti þríleiks um þennan mann,...