Ég verð jafnvel að verja lítillega einokunarverslunina. Það er kannski öfugsnúið, þar sem ég aðhyllist að upplagi verslunarfrelsi, en einokunarverslunin tryggði að hér var verslað og hingað siglt með nauðsynjar sem íslenska þjóðin þarfnaðist. Það sem er einna mest áhugavert við einokunarverslunina er verðlagning á helstu vörum. Fiskverði var haldið verulega lágu, sem bæði latti Íslendinga til sjávarútvegs og niðurgreiddi kornvöru sem hingað var flutt á undirverði. Það var því frekar...