Ekki reyna um of að spara í dekkjum! Ég notaði Continental vetrardekk undir MX-5una mína en sumardekkin voru Goodyear Eagle Venturi og þau voru hreint frábær. Fékk þau á góðu verði með að kaupa þau á haustútsölu í Heklu. Þessi dekk gáfu bílnum mjög góða eiginleika án þess að vera neitt mjög hörð. Þetta eru reyndar svakalegir lakkrísstrimlar sem þú ert að nota, hvernig bíll er þetta? Af þeim tegundum sem ég veit að létt er að nálgast á dekkjaverkstæðum þá myndi ég skoða: Continental, Pirelli,...