Varðandi það að neita þeim hraða sem lögreglan mælir mann á held ég að nóg sé að neita að tjá sig um málið. Þú þarft ekkert að segja já eða nei, þú getur einfaldlega setið aftur í og sagst ekki vilja tjá þig. Það ætti varla að koma í veg fyrir að maður geti leitað réttar síns. Síðast þegar ég fékk hraðasekt sagði lögreglumaðurinn, sem ég verð að segja að koma vel fram í hvívetna, mér að ég mætti tjá mig um það sem ég væri sakaður um, en ef ég ætlaði að tjá mig væri betra að ég gerði það satt...