Þakka þér, en ég hef ekki mikið vit á túrbínum, satt best að segja. Það er hinsvegar örugglega mikið til í því hjá þér að á svona háu bústi er ending almennt minnkuð. Eins og ég minntist á með EVO VII þá þarftu að mæta með hann í þjónustu á 4500 mílna fresti sem sýnir það að þeir vilja fylgjast vel með vélinni. Ég myndi samt sjálfur hafa engar áhyggjur af Porsche mótornum þótt hann sé keyrður á 2 börum, en það er tala sem fékk mig hreinlega til að gapa. Auðvitað eru mótorar misvel úr garði...