Opel Astra er með betri bílum í sínum flokki. Sjálfur myndi ég fá mér Focus þar sem hann gerir allt jafnvel og Opel, nema: Fallegri, skemmtilegri í akstri, EKKI Opel ;) og ekki frá Bílheimum. VW Golf er annar valkostur og ber af hinum bílunum þegar kemur að innréttingum og þessháttar. Svo væri þess vert að kíkja á t.d. Corolla og Mazda 323 en báðir hafa sína kosti. Peugeot 307 kemur líka sterkur inn en virðist ekki hafa miklu að bæta við þrjá fyrstu bílana sem ég nefndi. Nema ef væri XSi...