Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Bestu bílar fyrr og síðar

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Síðast þegar ég sá neðstu sæti í svona könnunum voru bílar frá Land Rover þar. Það er ekki sama Ferrari og Ferrari, ég hef lesið nokkuð um þetta og þeir eru sumir slæmir og aðrir ekki svo slæmir. Annað atriði er að margir Ferrari standa bara og bila því miklu meira m.v. akstur en bílar sem er ekið reglulega.

Re: Bestu bílar fyrr og síðar

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það er AM General sem gerir Hummer. Er reyndar með GM mótora. Má vera reyndar að þetta hafi breyst. Hvaðan hefurðu þetta með bilaniranr í Ferrari? Reyndar finnst mér enginn Ferrari eiga skilið þessa nafnbót í eðli sínu, Ferrari snýst aðallega um tilfinningar. Sá Ferrari sem helst gæti átt skilið að komast á svona lista að mínu mati er 365GTB/4 “Daytona”. Öflugasti bíll síns tíma og að sama skapi einn sá glæsilegasti. Framúrstefnuleg hönnun m.v. Ferrari þess tíma að því undanskyldu að aðrir...

Re: Upptjúnnaður Lancer Evo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Opel Astra er með betri bílum í sínum flokki. Sjálfur myndi ég fá mér Focus þar sem hann gerir allt jafnvel og Opel, nema: Fallegri, skemmtilegri í akstri, EKKI Opel ;) og ekki frá Bílheimum. VW Golf er annar valkostur og ber af hinum bílunum þegar kemur að innréttingum og þessháttar. Svo væri þess vert að kíkja á t.d. Corolla og Mazda 323 en báðir hafa sína kosti. Peugeot 307 kemur líka sterkur inn en virðist ekki hafa miklu að bæta við þrjá fyrstu bílana sem ég nefndi. Nema ef væri XSi...

Re: Bestu bílar fyrr og síðar

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Vill biðja sem flesta endilega um að setja inn sinn lista. Go for it! ;) P.S. Er engum sem finnst Pagani Zonda eiga heima á svona lista?

Re: Bestu bílar fyrr og síðar

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Lotus Esprit kom fyrst fram árið 1976. Esprit Essex Turbo var fyrsti bíllinn með túrbínu, sérútgáfa í undir 60 eintökum og kom 1980. 1981 kom Lotus Esprit Turbo S3.

Re: Bestu bílar fyrr og síðar

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Chevy Corvair, með flata sexu afturí, rétt eins og 911. 911 Turbo var örugglega mjög áreiðanlegur. En þrátt fyrir hryllingssögur af on/off boost hefðun þá var hann víst ákaflega fágaður miðað við sinn tíma. Turbo kerfið í 2002 var víst mjög einfalt en Porsche hafði þónokkra kappakstrusreynslu af túrbínum og notaði hana til að fínpússa eiginleikana í götubílnum. Ég ætla hinsvegar að fara að athuga hvenær Lotus Turbo Esprit kom fram. Hann er í líka einn af fyrri bílum til að nota þessa tækni...

Re: Bestu bílar fyrr og síðar

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Merkilegt, 2002 var með túrbínu 1973 en 911 Turbo kom ekki fyrr en 1975 að mig minnir. Var reyndar bara framleiddur í 10 mánuði en samt stórmerkilegt. Það er aðallega Chevy Corvair Monza og BMW 2002 sem voru með túrbínur á undan 911. Það sem gerir 911 merkilegan virðist vera sú vinna sem Porsche lagði í að gera túrbínuafl að alvöru valkosti fyrir götubíla, þá sérstaklega að laga hvernig aflið skilaði sér og minnka turbo-lag. En semsagt, líklegast var BMW 2002 Turbo annar fjöldaframleiddi...

Re: Hvað gerist í samdrætti?

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Afsakið mig, ég fór með Fordinn minn í Brimborg til að rétt sé rétt. Ég hef aldrei átt bíl frá heklu og mér líst ekki vel á það m.v. sögur og reynslu vina.

Re: Hvað gerist í samdrætti?

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég hef farið með bíl í viðgerð þangað og ég var ekki ánægður. Maður á ekki að þurfa að bíða eftir pörtum í bíl sem er í almennum magninnflutningi. Sérstaklega ekki ef um er að ræða hluti í kerfi sem bilar oft í viðkomandi bíl. Maður á ekki að bíða en ég hefði sætt mig við 2-3 daga í bið eftir pörtum, sem hefði þýtt að bíllinn hefði mest verið frá í viku. Því miður tók þetta lengri tíma og bíllinn minn stóð óökufær á planinu hjá þeim á meðan.

Re: Upptjúnnaður Lancer Evo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Afsakið mig meðan ég sprengi upp skrifstofu Halló Heimsnet… Reyni að setja þetta inn aftur: Ég ræddi einhverntíman við sölumann í Heklu og hann vildi meina að SEAT myndi koma. Við skulum samt ekki halda í okkur andanum… SEAT er áhugaverðasta merkið í VAG samsteypunni fyrir svona sportáhugamann á budget. Margir bílarnir þeirra eru í raun bara cut-price VW með meira sporti. Nokkrir prýðisbílar í boði og sérstaklega SEAT Leon 20V Turbo 180hp. Sama vél og í Audi TT 180hp og í raun sami undirvagn.

Re: Upptjúnnaður Lancer Evo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Nýr 996 kostar kannski það mikið en 993 er mun ódyrari núna væntanlega. Annras hef ég hvorki fast verð á þennan Mitsu né 993 Turbo. Málið er það að þessi lancer er bara skemmtilegur þegar hann fær að kenna á því og 580hö bíll virkar bara þannig á braut. Á götum er hann grófur og hávær. Það er 993 Turbo ekki. Þess fyrir utan er hann svo mikið tjúnnaður að hann væri MJÖG óáreiðanlegur og dýr í rekstri. Ekki að það kosti ekki skilding að reka 993, peningurinn fer hinsvegar í rándýr dekk og...

Re: Upptjúnnaður Lancer Evo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Eitt svar gæti nú verið að Hekla er að mér skilst í miklum fjárhagsvandræðum.

Re: Upptjúnnaður Lancer Evo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Lancer EVO eru þónokkuð dýrari en Subaru WRX. Þrátt fyrir það að þetta séu frábærir bílar eru þetta samt “bara” tjúnnaðar innkaupakerrur. Lancer EVO VII kostar rétt tæp 30000 pund í UK. EVO VII Extreme kostar um 10000 pundum meira sem setur hann upp að BMW M3 í verði. Þetta eru allt grunnverð. Ég veit hvað ég myndi velja ef valið stæði á milli EVO VII og M3. Hver nefndi að selja 10-20 svona bíla á Íslandi??? Með 580hö útúr 2.2 lítra vél getur endingin ekki orðið mikil. Þessi bíll er bara...

Re: Upptjúnnaður Lancer Evo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Já, hann rústar örugglega 911 Turbo svona á meðan að hann endist. Hvað kostar svona græja?

Re: Yugo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Eða mótorhjólahjálm!!! :D

Re: Yugo

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Yugo var til á tímabili sem blæjubíll í USA. Einmitt það sem maður vill sýna sig í á sólskinsdegi! :)

Re: Bestu bílar fyrr og síðar

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þú meinar væntanlega Alpina B10?

Re: Þeir sem eiga götuna.

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hvað er með svona heimskt fólk að espa upp fólk á bílum sem það ætti að fatta að það hefur ekkert í?

Re: Bestu bílar fyrr og síðar

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Reyndar var beðið um að fólk veldi 10 bestu bíla í heimi sem þarf ekki að vera að sé það sama og 10 bestu. Fólk má hinsvegar velja þá á sínum eigin forsendum. Engar reglur sagði ég víst. Það er líka frjálst að gagnrýna valið.

Re: Bestu bílar fyrr og síðar

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Jú, 308 var bíllinn. A.m.k. skv. FAQ á amerískum Ferrari klúbbi.

Re: 100 bestu bílarnir frá upphafi!

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Nei. Hann var hinsvegar fyrsti bíllinn sem var smíðaður á færibandi. Fjöðrun var gróf meira að segja á þeim tíma.

Re: Bestu bílar fyrr og síðar

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Man ekki hvort Magnum P.I. var á 308GTS eða 328GTS. Líklega það seinna. Sá rétti fær þá bara atkvæðið ;)

Re: MOST OFFENSIVE COCKTAIL

í Matargerð fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þetta fannst fólki flott að drekka…

Re: Bestu bílar fyrr og síðar

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hver er ekki skitsó? Ég dáist að léttum sportbílum en einn flottasti bíll sem ég veit um er Bentley. Reyndar er ég anglophile en ég verð veikur í hnjánum þegar ég sé silfraða Mercedes Benz SEC í góðu ásigkomulagi og draumabíllinn minn er 911. Hrifinn af einfaldleika en veikur fyrir klassískum Citroën. Kannski er ég aðallega bara með öðruvísi smekk en gengur og gerist…?

Re: Bestu bílar fyrr og síðar

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
bebecar fer úr vélrænum sköpunarverkum Bavaria og aðhyllist Cool Brittania Tony Blair's rétt eins og Damon Albarn, frægast Bristol eigandinn. Bristol eru cool. Bentley eru bara ultimate “iron fist in a velvet glove” gentlemen's cars ;) Annars liggur við að Continental T ætti heima á bestu bílalista. Hvað er betra?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok