ÉG á greinina, mig langar bara að vita hvar ég kemst yfir svona. Öll blöð sem ég á ekki eru LÖNGU uppseld sem back-issues en ég hefði samt gaman að geta lesið þau.
…og svo sprettur Boston fram eins og skrattinn úr sauðaleggnum! :) Voðalega hefur það tekið fólk langan tíma að átta sig á hve Adore var góð. Ekki að ég hafi fattað það strax…
OMG! Ég held ég eigi helminginn af þessu :O Ok, kannski ekki alveg en skuggalega margar samt… Þarf að kynna mér New Order og Joy Division. Grandaddy voru frábærir á Hróarskeldu. Alltaf gaman að láta koma sér á óvart þegar maður labbar inn á snilldarbönd sem maður þekkir ekki en þannig kynntist ég einmitt The Flaming Lips. Annars mætti bæta ýmislegu inn þarna en það er samt aðallega furðulegt að sjá svona lista án Bítlanna og Bob Dylan.
Bílheimar (I.H.) Annars hefur því verið fleygt fram hér að ef þig vantar varahluti sé betra að tala við þá í Bílabúð Rabba. Ég hef sjálfur átt viðskipti við Bílabúð Rabba, reyndar ekki útaf Chevy en var mjög sáttur.
Ég hef nú hugleitt þetta með Caterhaminn. Kanntu að segja Superlight 1600? Eða var málið kannski bara Fireblade…? :) Ég veit alveg hvaða bíl mig langar í þegar ég hef smá peninga í það: 911! Svo er bara spurning um hvaða týpa það er en það fer eftir hvað þetta tekur mig langan tíma. Hann verður loftkældur og ég er í dag mest spenntur fyrir Carrera 3.2 (ekki verra að hann sé CS) og 964RS. Ég myndi ekki segja nei við 993 en það gerist ekki í bráð. Annars er budgetið mitt fyrir bíl lægra en...
Það er samt eitt með bíla með lélegar bremsur sem eru annars skínandi góðir og það er sú staðreynd að það er tiltölulega auðvelt að laga þannig án þess að skadda aðra kosti bílsins. Kanntu að segja Brembo? ;) Annars vildi ég sjá kraftmikla N/A vél í svona bíl. Samt getur Turbo reynsla Subaru gert góða hluti. Ég held að þeir ættu að miða á ca. 1400kg (m.v. þyngdina á WRX) og alls ekki meira. Svo er mál að bjóða upp á vél sem fer allavegana upp í japanska 280hp maxið. Það gerir 200hp per tonn,...
Ef þú telur ekki með Delfino Feroce ;) Annars væri ég til í að sjá hann með öflugri útgáfu af 6-cyl vélinni enda gæti það gert góða hluti upp á rep og þar með sölu. Kaninn kaupir alltaf frekar 6 cyle en 4 cyl. Turbo or not.
Kanntu að segja gjaldþrot að bíða eftir að gerast ef hann er ekki í góðu ásigkomulagi? Svo er ég að selja Ka til að spara, þá er lausnin ekki þýskur über-GT með 32v V8 mótor ;) Ég mun fá mér Porsche. Minn verður bara loftkældur með vélinni aftur í. Ergo 911.
Frábært! Ef við fáum bíl sem verður jafn glæsilegur og SVX en bara sneggri í beinlínunni og beinskiptan verð ég mjög glaður. Skrítið samt hve margar vélar eiga að vera í boði fyrir bíl sem verður í tiltölulega lítilli framleiðslu. Áhugavert með blæjubílinn, veit samt ekki hvort ég er spenntur yfir honum.
Ég hefði MJÖG MIKIÐ viljað fá fleiri tilnefningar og atkvæði inn. En það er lítið við því víst að gera. Aðallega var þetta samt áhugaverð tilraun með hvað er hægt að gera á þessu áhugamáli. Mér finnst þátttakan hafa verið þokkaleg og sýnt með þessu að það er hægt að gera ýmislegt spennandi. Þannig að þeir sem hafa hugmyndir: komið þeim í verk eða á framfæri! Ég mun líka athuga með hvort hægt verður að gera fleira í þessum dúr í framtíðinni. Svo er bara mál fyrir þá sem misstu af að heimsækja...
Það er rétt! En það er nokkuð löng leiðin þarna á milli nú orðið. Var upprunalega alloy-block Buick V8 vélin sem Rover tók að sér ekki 3 eða 3.5l? Nú komin upp í 5 lítra og ca. 350 hestöfl í Griffith 500!
Þetta er náttúrulega spurning um viðmiðanir en TVR smíðar sína bíla algerlega sjálfir. Þeir eru í rólegheitum að úrelda bílana með Rover V8 vélunum og í staðinn koma bílar sem eru með vélum hönnuðum og smíðuðum af TVR sjálfum. Meira að segja innréttingar eru að öllu elyti smíðaðar innanhúss. Hinsvega smíðar BMW boddípanela fyrir Porsche ;) Ef vélin verður að vera smíðuð innanhúss þrengist hópurinn. En annars get ég talið upp vænan slatta.
Hvað varðar lengd kosningarinnar þá gat ég ekki haft hana lengri nema að hún hefði verið fram í miðja næstu viku. Ég hefði ekki haft tíma til að taka saman niðurstöður núna næstu vikuna. Að gera hana skemmtilegri? Ég er opinn fyrir hugmyndum, lát heyra!
Gott að vita, ég hefði mestan áhuga á að fá mér Blizzak næst en það fara nagladekkin sem fylgdu með undir Kainn minn. Hann fer bráðum á sölu og gæti verið að maður endi með að þurfa að versla sér vetrardekk. Kemur í ljós. Annars hefði ég gaman að heyra ef einhver hefur reynslu af Bridgestone Blizzak, Continental ContiViking og Nokian Hakkapellita dekkjum. Þau eru frekar ofarlega á mínum lista. Ég hef hinsvegar bara reynslu af þessum Continental en það þónokkra reynslu og MJÖG jákvæða.
En afhverju hendirðu nöglunum ekki bara undir? Súrt en betra en sumardekk. Ég er ekki viss með það að plokka úr nagladekkjum. Þetta eru samt vetrardekk og ættu að duga jafnvel að flestu leyti og betur að sumu. Ég veit bara ekki hvort maður skemmir eitthvað með að plokka. bebecar getur kannski komið með vísdóm handa þér um það…?
Ég var að pota í NÝ nagladekk við stofuhita. Ég var hneikslaður. Continental ContiViking 2 dekkin sem ég notaði bæði undir Peugeot 306XS og Mazda MX-5 voru eiginlega alltaf drullumjúk og þar að auki mikið örskorin enda hreint frábær við nánast allar aðstæður. Mikið var samt gott að henda Goodyear Eagle Ventura undir MX-5una þegar að sumarið kom, allt annað líf ;) Samt finnst mér t.d. eins og að harðkornadekkin frá Sólningu virki frekar vel. Þau eru allavega mjög mjúk við tæpan stofuhita en...
Þá hefði kannski verið mál að fá sér vönduð heilsársdekk? Sumardekk að vetri til er eitthvað sem er ekki sniðugt. Spurningin er ekki um hvort maður drífur, spurningin er hvort maður getur stoppað, númer 1, 2 og 3!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..