Fyrir mitt leyti held ég að USA ætti að hugleiða minni afskipti almennt, a.m.k. um stundarsakir. Það kæmi þeim líklega sjálfum best ef eitthvað væri! Hvað varðar kirkjuna er ég almennt fyrstur til að gagnrýna, enda er ég EKKI meðlimur í þjóðkirkjunni, né annarri kristinni stofnun. Mér finnst það hins vegar ágætis framtak að safna fé og nota til að mennta 3. heiminn. Ég er reyndar ekki mikið fyrir að styðja góðgerðir, en ég ætla ekki að lasta sjálfkrafa þá sem þannig vilja stunda.