Ég ætla ekki að eyða orðum í að rökræða rétta kommusetningu, enda er það ekki það sem þessi umræða snerist um. Við getum rætt þannig á betri vettvangi, en annars þakka ég þér fyrir það að leggja á þig að lesa yfir svör mín. Satt best að segja vanda ég mig aldrei jafn vel á korkinum og ég geri í greinum og trúi ég ekki öðru en fólk skilji það viðhorf. En staðreyndin er sú að ég legg mig samt fram við það að skrifa skiljanlegan og læsilegan texta og helst af öllu vil ég að hann sé réttur. Ef...