Þetta er prýðisgrein hjá þér, taktu því alls ekki illa að ég skuli næstum bara gagnrýna, því hún er vel skrifuð, skemmtileg og fróðleg! :) Mér finnst vafasamt að segja að M1 skáki ítölskum ofurbílum og nefna svo til tólf cylindra bíla. Það er bara eins og að segja að Lotus Turbo Esprit (annar Giugaro hannaður bíll) hafi skákað ítölunum. Berðu M1 saman við V8 bíla Ferrari, eða kannski Lamborghini og mál þitt styrkist all rækilega. Nema auðvitað að þú kaupir það að Esprit sé samanburðarhæfur...