Ég er nú ekkert sérstaklega lögfróður maður, en ef við förum að dæma fólk sem lögreglan hefur notað vafasamar aðferðir til að sakbenda getum við alveg eins sleppt því réttarferli sem við notumst við í dag. Ef þessar aðferðir eru leyfðar fyrir rétti, hví þá ekki játningar fengnar með pyntingum? Hann er klárlega morðinginn, dæmum hann. Við ákveðum sekt fólks við réttarhöld, ef það ferli fer rangt fram er brotið á rétti sakbornings og ferlið einskis virt. Þú verður líka að athuga að þú ert að...