Því meira sem ég skoða gamla Citroën því heillaðri verð ég. Traction-Avant kom á markaðinn 1934, þá framdrifinn með gírkassa fyrir framan vél. Bíllinn var eins og nútíma bílar með sjæalfberandi yfirbyggingu. Fjöðrun var “torsion bar” að framan og aftan sem tryggði þægindi, góða aksturseiginleika og óviðjafnanlegt veggrip á sínum tíma þótt stýrið hafi á móti þótt nokkuð þungt. Útlitið sæmir líka Citroën, einfalt, elegant og framúrstefnuleg og hef ég heyrt að hann hafi verið hannaður af...