Matra-Simca Bagheera er rennilegur bíll. Minnir nokkuð á Lamborghini Urraco. Matra framleiðir ýmislegt og þótt þeir selji ekki bíla, eftir minni bestu vitneskju, undir eigin nafni í dag, sjá þeir t.d. um smíði á Renault Espace, eða gerðu a.m.k. Greinilega ekki mikið upp úr bílabransanum að hafa í seinni tíð og jafnvel meira að gera í vopnabransanum, jafnvel eftir lok kalda stríðsins, en það er ekki ólíklegt að einhverjar sprengjur frá Matra leynist í flugskýlum í Írak.