Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hvað er þessi blessaða rómantík?

í Rómantík fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hæ ysabel, Rómantík er ekki nauðsynleg til að fjölga mannkyninu, samlíf og kynlíf tveggja einstaklinga getur vissulega gengið án rómantíkur en er þá eins og skyr án sykurs, jarðaber án rjóma, myrkur án glætu, sími án sambands, Sjálfstæðisflokkur án Davíðs o.s.f.v. Þú ert ekki alveg órómantísk, því að segja eitthvað fallegt við sína heittelskuðu er rómantísk aðgerð. Rómantík er ekki bara kertaljós og rósir. Ef kærastan eða kærastinn er ekkert fyrir kertaljós og rósir er að sjálfsögðu lítil...

Re: Velkomm Revolution Iceland

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ágæti nologo, Þá hafa íslendingar verið heimskir og ómögulegir fram yfir miðja síðustu öld. Vá maður, þá tilheyri ég hinni gáfuðu og “kúl” kynslóð íslendinga sem kom fram á sjónarsviðið eftir miðja öldina. Eru íslendingar ekki líka að “troða sér inn í önnur lönd” þar sem þeir telja grasið vera grænna en hér heima? Svona málflutningur nologo, lýsir engu öðru en fáfræði og …ja… segjum… heimsku flytjandans. Kveðja, Lotti.

Re: Hægan, hægan.....

í Rómantík fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Láttu ekki espa þig upp “elskan”. Annars góðar greinar.

Re: Barinn til dauða af lögreglu

í Deiglan fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Ógeðslegt. Það var samt ekki það ógeðslegasta við fréttina að horfa á barsmíðarnar. Það ógeðslegasta var að horfa á fulltrúa lögreglunar koma fram í sjónvarpi og segja það blá kallt að þetta væru venjulegar starfsreglur lögreglunnar og hefðu verið þeirra eina úrræði i viðskiptum þeirra við þennan 180 kg. þunga mann!!!!!!

Re: Laufa frelsaði mig frá vinstrivillu.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Vignir, Hefur frelsi manna til þeirra hluta sem þú nefnir verið skert, og þá hvernig? Lotti

Re: Laufa frelsaði mig frá vinstrivillu.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Protent “Vinstri stefnan sem stjórnmálastefna er í heild sinni bara óregla og vitleysa. Gengur útá miðstýrðan jöfnuð og veður yfir frelsi manna í nafni almannaheilla” Þvílíkt bull, ertu anarkisti? Eiga ekki að vera neinar reglur um hátterni manna og samskipti þeirra á milli? Eru t.d. umferðareglurnar í þínum augum, miðstýring í nafni almannaheilla, sem vaða yfir frelsi þitt til að gera það sem þér hentar best í umferðinni í það og það skiptið? Eru reglur í umferðinni og öðrum sviðum...

Re: Ingibjörg Sólrún hreinsar til hjá sér

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Stebbifr. Hún er að verða ansi slitin og þvæld þessi kenning um að Ingibjörg Sólrún sé á leið í landsmálin. En Sjallarnir geta ekki að þessu gert greyin. Það er beinlínis í eðli þeirra að borgarstjóraembættið í Reykjavík sé einungis viðkomustaður eða stökkpallur fyrir verðandi Foringja flokksins. Þeim gengur illa að skilja að annað geti verið uppi á teningnum. Það er ekkert líklegra að það sé einmitt markmið BB með framboðinu að hoppa þaðan í volgan stól Davíðs þegar hann stendur upp úr...

Re: Hvað er í gangi!

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Smá innlegg í umræðuna. Konan mín vinnur hjá Ríkinu. Mánaðarkaupið er 106.464 fyrir 8 tíma vinnu. Það gerir innanvið 700 kr á tímann. Við síðustu kjarasamninga bar Davíð sig illa og sagði menn verða að gæta hófs í kröfum annars yrði kollstypa með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. En hóf virðist aðeins gilda um suma. Nefndarlaun á vegum Ríkisins eru 9.500 kr. á tímann. NÍU ÞÚSUND OG FIMMHUNDRUÐ Á TÍMANN! Heimild: Davíð Oddson sjálfur. Og það sem verra er að nefndarmenn í Einkavæðingarnefnd hafa...

Re: Kartöflusúpa.

í Matargerð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Girnileg súpa. Það er ekki ritstuldur að fá “lánað” efni ef höfundar er getið. lotti

Re: Orðabókin mín

í Húmor fyrir 22 árum, 9 mánuðum
keyzer…. Hvað er að þér maður? Er ekki sama hvaðan þetta kemur? Lætur þú uppruna og sögu brandara fylgja með þegar þú segir þá eða segir þú aðeins frumsamda brandara? Lotti.

Re: vinstri-grænir

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Smá leiðrétting !! Talan 43 er röng, á að vera 38 en það er fjöldi stjórnarþingmanna. Þetta leiðréttist hér með. Lotti

Re: Áfengi í kjörbúðir

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Þið sem haldið því blákallt fram að VG hindri að vín sé selt í búðum og framgang annara mála á Alþingi ættuð að taka örlítið til í heilabúinu. Þingmenn eru 63, 32 þingmenn þarf til að fella eða stoppa mál. VG eru ekki nema 6. Sjallar eru með 26 þingmenn og Framsókn með 12, samtals 38 þingmenn. Ef eitthvað er fellt í þinginu þýðir það að að lágmark 7 þingmenn stjórnarinnar voru á MÓTI. EÐA FLEIRI en sem nemur þingmannatölu VG. Það hentar ekki að tala um það, bara VG. Er fólk orðið svo...

Re: vinstri-grænir

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Það er alltaf gaman að heyra málflutning Sjálfstæðismanna þegar rætt er um mál sem samþykkt eru á Alþingi eða felld. Ef þau eru samþykkt og til vinsælda horfa, þá er það þeim einum að þakka, samstarfsflokkurinn og stjórnarandstaðan komu þar hvergi nærri þótt þau hafi greitt atkvæði með málinu. En þegar um er að ræða mál þar sem stjórnin er klofin í afstöðu sinni og þau falla, þá var það, að þeirra sögn, stjórnarandstaðan sem hindraði framgang þeirra! Sem sagt minnihlutinn kúgaði...

Re: Hverjir verða fyrstir á Tunglið?

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Porky Ja hérna. Smá athugasemd. Er nokkuð búið að finna Ameríku, var ekki ferð Kólumbusar og allt sem henni fylgdi blekking? Porky ef þú sæir sjónvarpsþátt sem héldi þessu fram og að Bandaríkin t.d. séu sýndarveruleiki og sjónhverfing, myndirðu trúa því? Allavega yrði ekki vandamál að klippa til myndir og viðtöl sem sýndu einmitt þetta. Lotti.

Re: Björn í drottningarviðtali í Kastljósinu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í morgun bendir til þess að D-listinn ríði ekki feitum hesti frá komandi kosningum. Eitthvað virðist vanta upp á þá víðtæku jákvæðu vinda sem Björn segir leika um sig og flokkinn í borginni. Útkoma D listans í könnun Fréttablaðsins er alger háðung og persónuleg útkoma Björns er enn skammarlegri. Ef Björn á að vera raunverulegur valkostur á móti Ingibjörgu þarf hann að snúa sér að málefnunum en hætta skítkasti og útúrsnúningum. Innkoma Björns breytir...

Re: Davíð

í Húmor fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Frábæ

Re: Ríkistútvarpið og skylduáskriftin

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Undirritaður telur þetta mál vera einn mesta öfugsnúning sem hugsast getur. Ég fagna því að geta treyst því að annað efni sjónvarpsins verði áfram á sínum stað og tíma án þess að þurfa að óttast, að því verði ýtt til hliðar eins og gerst hefur æ ofaní æ vegna “djöfulls” liggur mér við að segja, fótbolta. Að fótbolti sé eitthvert vinsælasta sjónvarpsefni veraldar er RUGL. Skoðannakannanir sem segja annað, eru nánast falsaðar og eru gerðar t.d á eftir farandi hátt: Spurt er: Horfðir þú á...

Re: Ríkistútvarpið og skylduáskriftin

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Undirritaður telur þetta mál vera einn mesta öfugsnúning sem hugsast getur. Ég fagna því að geta treyst því að annað efni sjónvarpsins verði áfram á sínum stað og tíma án þess að þurfa að óttast, að því verði ýtt til hliðar eins og gerst hefur æ ofaní æ vegna “djöfulls” liggur mér við að segja, fótbolta. Að fótbolti sé eitthvert vinsælasta sjónvarpsefni veraldar er RUGL. Skoðannakannanir sem segja annað, eru nánast falsaðar og eru gerðar t.d á eftir farandi hátt: Spurt er: Horfðir þú á...

Re: Beckham óttast að detta úr Landsliðinu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Undirritaður telur að þessi grein ætti að detta út af Alþingi og það strax! Lotti

Re: Er vit í Siv

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Í þættinum “Milli himins og Jarðar” í kvöld var hún Siv okkar valin “Landslagsarkitekt ársins” hvort það var til hróss eða lasts skal ósagt látið hér. Góður titill og verðskuldaður. Lotti

Re: BIKF fyrir alla?

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Sammála. Við eigum, og getum ekki, lagt niður Reykjavíkur flugvöll og flutt flugið til Keflavíkur. Verði völlurinn í R-vík lagður niður verður annar að koma í stað hans í nágrenni borgarinnar. Skondið að Keflavíkurvöllur skuli kendur við Keflavík. Stendur hann ekki í landi Miðneshrepps (Sandgerði)? R-víkur völl mætti þá alveg eins kalla Kópavogsflugvöll.!

Re: Er vit í Siv

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það er engu lagi líkt hvað hvað þeir eru líkir pennar, b52 og peacestone. Sama þvoglan, sami ritháttur, sama rangritunin o.s.frv. Sami maður? Lotti

Re: Kárahnjúkavirkjun...

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jæja b52, Nú er komið að því, ertu búinn að kanna tengslin? Legðu þau á borðið eða hættu bullinu! "litli Lotti, frændi lotta , mamma lotta afi lotta og …….. nei, bara Lotti.

Re: Er vit í Siv

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
he he b52, he he he ehehhe h Ertu þá að tala um t.d. grein þína um stækkun á Reykjavíkurflugvelli. Þar verður hver að lesa fyrir sig og meta bullið! Nei eh eh ehehe h eh eh ég er ekki sár, bara hissa, þer greinilega ekki það sama lotti og séra b52. “Búinn með eina kippu núna he he heehe”? Lotti

Re: Kárahnjúkavirkjun...

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hæ b52. Ein spurning, hún er stutt en mér eigi að síður hulin ráðgáta. Hvað er “VEL MÆLD nuff” ? Þessi “vel mælda” hefur komið það oft fyrir í svörum þínum b52, að vart getur verið um ásláttar villu verið að ræða. Skýring…………? E.S. Hvað er mossi? Ertu að senda eitthvað á morsi eða hvað liggur undir? Kveðja Lotti.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok