Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loki
Loki Notandi frá fornöld 1.410 stig
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“

Re: Matarboð

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Veit, átti afmæli fyrir 4 dögum.

Re: vantar smá hjálp með prógramm

í Heilsa fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Hér er gott program: int main() { while(true) { cout << "Farðu í ræktina!" << endl; } return(0); }

Re: Matarboð

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Maria Curie, Linus Pauling, John Bardeen, Frederick Sanger og Albert Einstein. Þá væri Einstein sá eini við matarborðið (að mér undanskildum) sem hefur bara fengið ein nóbelsverðlaun.

Re: Rökræða við theista

í Vísindi fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Frumsendur eru skv. skilgreiningu atriði sem þú getur ekki sannað. Síðan geturu skv. 2. setningu Gödel ekki búið til kerfi án frumsenda sem er ekki í mótsögn við sjálft sig. Bætt við 5. janúar 2011 - 18:45 Frumsendur eru skv. skilgreiningu atriði sem þú getur ekki sannað heldur gefur þér þau sem sönn.

Re: Að gefa blóð, pæling

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Einfaldast er að hringja upp í blóðbanka og spyrja að þessu. 543-5500

Re: ReðulbuxuL

í Tíska & útlit fyrir 13 árum, 10 mánuðum
En þessi bolur er svartur.

Re: Forrit

í Skóli fyrir 13 árum, 10 mánuðum
http://www.wolframalpha.com/

Re: Pælt í prumpi....

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Hvaða upplýsingum ertu þá að reyna að koma á framfæri? Ég skil ekki.

Re: Pælt í prumpi....

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Ertu að reyna að segja að það ríki engir aðdráttarkraftar milli sameinda í gasi?

Re: Pælt í prumpi....

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Nenni ekki að gera útskýringuna mikið tæknilegri, þetta er nálgun sem virkar.Lestu. Auðvitað ríkir viðloðunarkraftur í gastegundum, annars væri kjörgasjafnan alltaf rétt og maður þyrfti aldrei að beita Van der Waals jöfnu, en krafturinn er svo hverfandi miðað við það að gasið kemur út á töluverðri ferð út úr geimfaranum að það skiptir engu máli. Ég minntist heldur ekki einu orði á óreiðu, sem spilar þó hlutverk hérna.

Re: Hjálp

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
DVD diskar eru stundum með svæðiskóða (region code) sem gerir það að verkum að aðeins DVD spilarar með viðeigandi svæðiskóða geta spilað diskinn (til eru spilarar sem spila öll svæði). Landakort með svæðunum má sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/File:DVD-Regions_with_key-2.svg Ef DVD spilararnir þínir spila td. svæði 2 og diskurinn er af svæði 1 þá getur spilarinn ekki lesið diskinn. Ef tölvan þín les öll svæði þá les hún diskinn, og mig grunar að þetta sé staðan.

Re: Hjálp

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Er hann á svæði (region) sem spilarinn les?

Re: Rökræða við theista

í Vísindi fyrir 13 árum, 10 mánuðum
„Ég skil ekki alveg hvernig það að hafa forspárgildi um raunveruleikann auki trúverðugleika kerfisins.“ Aðalatriðið er í mínum augum: afhverju erum við að búa til þessi kerfi? Ef við erum að búa þau til okkur til skemmtunar og okkur finnst stærðfræði leiðinlegt er auðvitað tilgangslaust að notast við það kerfi. Ég mundi hinsvegar segja að tilgangurinn með því að búa til þessi kerfi sé að öðlast tæki með eitthvert notagildi og notagildi stærðfræðinnar er einmitt ma. í vísindum.

Re: Asbestos veggur.

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Ég mundi til að byrja með lofta mjög vel út úr íbúðinni og hafa uppi á leigusalanum þínum, þar sem að asbest er stórhættulegt og leigusalinn á að sjá um að láta rífa það út og setja ókrabbameinsvaldandi vegg í staðin. Epoxy er ekkert sérstaklega svít, en ef þú loftar vel ætti það ekki að drepa þig, hugsanlega hafa smá áhrif á hormónakerfið og gefa þér astma í mest lagi.

Re: Rökræða við theista

í Vísindi fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Þetta er ágætis pæling hjá honum. Stærðfræði er kerfi sem við höfum búið til út frá nokkrum forsendum sem við getum ekki sannað. Sama má segja um trú, hún er búin til á forsendum sem við getum ekki sannað (að guð sé til) og allt annað í henni er unnið út frá því. Hinsvegar er hægt að búa til margskonar kerfi út frá ósannanlegum forsendum, en hvort það sé vit í að nota kerfið fer allt eftir því hvort að það hafi eitthvað notagildi. Stærðfræði og beiting hennar í raungreinum virðist hafa mikið...

Re: Rökræða við theista

í Vísindi fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Hér hefuru skoðað eitt tilfelli af mjög mörgum mögulegum í okkar alheimi, það skiptir ekki máli í hvaða röð þú tekur upp þessa tvo steina. En hvað með einhverja aðra steina, eða hópa af steinum? Geturu sannað (ekki leitt líkur að með ítrekuðum prófunum) að þetta gildi fyrir alla hluti í alheiminum? Sannanir í stærðfræði þurfa að vera algerlega skotheldar, ekki bara að þetta sé líklegt því að öll dæmi sem við höfum skoðað hingað til benda til þess. Dæmi: „Collatz conjecture“ ósannað vandamál...

Re: Pælt í prumpi....

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Nei. Vatn myndar vatnskúlur úti í geimnum vegna þess að á yfirborði vatns (hvort sem er kúlu úti í geimi eða í glasi á jörðinni) eru viðloðunarkraftar milli sameindanna, sem úti í geimnum halda vatninu í kúlu ef maður splundrar henni ekki upp með krafti sem er sterkari en viðloðunarkrafturinn. (Auðvitað eru viðloðunarkraftar milli allra sameinda í vatni, en þeir eru sterkari við yfirborðið, sökum þess að þar eru færri stefnur sem vetnistengi geta myndast í og verður krafturinn í hverja...

Re: Rökræða við theista

í Vísindi fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Ekki stærðfræði. Þú verður að gera ráð fyrir nokkurm frumforsendum (td. að a+b = b+a) og það eru atriði sem þú getur ekki sannað.

Re: Að læra vel

í Skóli fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Lykilatriðið er bara að rifja oft upp það efni sem þú ert búinn að fara í nýlega.

Re: Skær draumur

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Hvert þeirra?

Re: DAUÐI!

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Nei, reglur eru einmitt til þess að fara eftir þeim. Ég efast um að allt stjórnkerfi sem þekkist í dag gangi út á öfuga sálfræði.

Re: Heimskur paedophile

í Sorp fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Seiously, ef þú mundir reyna að komast til Bandaríkjanna með vegabréf frá Grænlandi þá mundu einhverjar grunsemdir vakna. Bætt við 2. janúar 2011 - 09:12 typo

Re: Heimskur paedophile

í Sorp fyrir 13 árum, 10 mánuðum
192 lönd í Sameinuðu þjóðunum, Vatíkanið er viðurkennt land sem er ekki í SÞ og svo þessi 3 vafasömu sem ég nefndi. FIFA telur td. Bretland sem 4 löng (Skotland, England, Wales og N-Írland), Danmörku sem 3 lönd (Danmörk, Færeyjar og Grænland) osfv., en þetta eru ekki sjálfstæð ríki sem hafa öðlast viðurkenningu annarra ríkja.

Re: Smirnoff vodka fyrir áramótin!

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Hefur ekkert með það að gera. Sjá svar mitt fyrir ofan, nenni ekki að skrifa það aftur.

Re: Smirnoff vodka fyrir áramótin!

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Vissulega, en það er ekkert mál að forðast hættuna ef maður veit hvað maður er að gera. Orkudrykkirnir bæla niður tilfinninguna sem maður fær þegar maður er að verða fullur og ef fólk heldur áfram að drekka langt umfram sín þolmörk vegna þess þá er bara eigin heimsku um að kenna.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok