Ég skrifa þetta svona, það virðast vera skiptar skoðanir milli stærðfræðikennara um hvernig þetta er skrifað. Þetta á semsagt að tákna opið bil, þe. bil þar sem endapunkar eru ekki með. Ef þú ert ekki byrjaður að læra um opin og lokuð bil er nóg að skrifa {-4/3,1/2}, en annars skrifar núverandi stærðfræðikennarinn minn opin bil sem (-4/3,1/2) en flestir skrifa þetta með opnum hornklofum. Annars getur vel verið að það sé fastur ritháttur á þessu, það er mjög langt síðan ég snerti síðast á mengjafræði.