Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loki
Loki Notandi frá fornöld 1.410 stig
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Allt sem þú segir hljómar voðalega svona: http://www.smbc-comics.com/index.php?db=comics&id=601#comic

Re: HVAR eru heitu gæjarnir?

í Rómantík fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Nei, bara. Slanga sem vefur sig um fólk er kyrkislanga, en kirkislanga gæti verið slanga sem fer oft í kirkju. Ehehehehe, þú veist, orðagrín því þú skrifaðir þetta vitlaust. Hvar er húmorinn og gleðin?

Re: HVAR eru heitu gæjarnir?

í Rómantík fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Er typpið á þér mjög trúað?

Re: HVAR eru heitu gæjarnir?

í Rómantík fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Eiginlega.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Voðalegur uppgjafartónn er þetta í þér, þú munt aldrei koma „sannleikanum um 9-11“ til hins heilaþvoða fjölda með þessu attitude-i.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Fyrst þér er sjálfum sama um það sem þú segir, af hverju ætti einhver að taka mark á þér?

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Nei, menn þurfa að vera agalega vitlausir til að halda að þeir viti allt.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Ég tók líka greindarpróf upp á 144, ef þér finnst það betra. En já, árangur í skóla segir töluvert um greind að mínu mati. Þetta þarf ekki að vera algilt, fólk með góðar einkunnir getur verið vitlaust og fólk með lélegar einkunnir getur verið gáfað, en yfirleitt er þetta ágætis vísbending.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Af hverju svararu ekki spurningunni minni? Also: var hraun eða mikið vatns/ísmagn í tvíburaturnunum? (Þú verður líka að svara hinni spurningunni, ekki bara þessari).

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Mér líður eins og ég sé að tala við vegg.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Ég hef engan áhuga á því að taka undir þinn stærri málstað, þar sem að ég er ekki sammála honum (en mundi, heldur ekki ósammála, ég tek ekki afstöðu). Ég benti einfaldlega á villu í þeirri röksemdafærslu sem þú hélst fram, en röksemdafærslan er einmitt lykilatriði í þeirri umræðu sem á sér stað hér. Ef þú ert sammála leiðréttingu minni en telur hana ekki skipta máli fyrir röksemdafærslu þína er ekkert mál fyrir þig að segja bara “my bad” og halda svo áfram með leiðrétta útgáfu röksemdafærslunnar.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Nei, engan veginn. Undir rannsóknir fellur einnig að lesa sér til um niðurstöður rannsókna annarra. Ég hef hinsvegar ekki lesið neitt um þetta í trúverðugum ritum og get því ekki sagst hafa rannsakað þetta neitt. Ég treysti heimildum sem hafa sannað sig (greinum í vísindatímaritum og fræðibókum, aðallega). Youtube fellur ekki í þann flokk.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Samsæriskenning (samkvæmt þeirri skilgreiningu sem mér finnst viðtekin) er kenning sem mælir gegn opinberri (eða „official“) frásögn atburða og gerir ráð fyrir því að samsæri hafi átt sér stað til að hrinda í gang einhverri atburðarás. Hvort sem að tilgáta þín um gang atburða þarna er sönn eða ekki er hún samsæriskenning. (Það er að segja, það að kenning sé samsæriskenning hefur ekkert að gera með hvort hún sé sönn eða ósönn).

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Eins og ég sagði annarstaðar í þessum þræði, þá hef ég ekki nægilegt vit á þessu til að fullyrða um þetta og hef því kosið að taka ekki afstöðu meðan ég hef ekki nægar upplýsingar, í stað þess að tala út úr rassgatinu á mér um eitthvað sem ég get engan veginn verið viss um.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Jájá. Semídúx úr MH, tók alla áfanga í efnafræði og eðlisfræði við skólann og fékk 10 í þeim öllum sem og öllum stærðfræðiáföngum sem ég tók þar (sem var slatti), 9.23 í meðaleinkunn í eðlisfræði í HÍ, keppti fyrir Ísland á Ólympíuleikunum í efnafræði og vann brons (eitthvað sem 2 öðrum Íslendingum hefur tekist), fékk styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands þar sem að ég var einn af efnilegustu nýnemum við skólann þegar ég byrjaði. Get alveg haldið áfram svosem, en eins og ég...

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Því að það meirihlutinn af því sem þú hefur haldið fram um hvernig aska verður til á sér ekki samsvörun í raunveruleikanum. Ég efast ekki um að þú áttir þig á meginhugmyndinn bak við ferlið (þrátt fyrir að þú hafir talað um eld í staðin fyrir hraun), en stór hluti smáatriðanna er rangur, auk þess að staðhæfingin sem byrjaði á „RANGT!“ var einnig röng. Byrjum á byrjuninni: Áttaru þig á muninum á því að… …ís bráðni, verði að vatni og svo gufi upp. …ís þurrgufi og verði strax að gufu, án þess...

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Nei, þetta er ekki svo flókið dæmi. Ef rekstur stendur undir sjálfum sér þá koma allir fjármunir sem þarf til rekstursins frá rekstrinum sjálfum (þetta er bara skilgreining á því að rekstur standi undir sjálfum sér). Ef rekstur fær pening frá ríkinu þá stendur bæði reksturinn og ríkissgreiðslur undir rekstrinum, og þar af leiðandi stendur reksturinn ekki undir sjálfum sér.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Þú mátt vissulega segja það sem þú vilt, en tilgangur tjáningar er að koma hugmyndum eða hugsunum þínum til skila (á einn eða annan hátt) og það er alls óvíst hvort það takist ef þú segist bara hata Bandaríkin.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Ég held einmitt að þú hafir misst af því sem ég er að segja. Svona lítur dæmið út: Þú setur fram einhverja fullyrðingu til að rökstyðja einhvern stærri málstað. Ég mótmæli fullyrðingunni, þar sem að hún er að mínu mati röng, og færi rök fyrir. Það þýðir ekki að ég sé sammála eða ósammála þessum stærri málstað. (Í þessu tilfelli er fullyrðingin „arkitektar eru vísindamenn“ og stærri málstaðurinn er „9/11 var ekki eins og ríkisstjórn Bandaríkjanna vill að við höldum að það sé“, eða eitthvað...

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Ég hef ekki framkvæmt neinar rannsóknir á þessum málefnum, né hef ég mikla þekkingu á þeim fræðigreinum sem lýsa því sem þarna gerðist og því væri fráleitt fyrir mig að fara að fullyrða um gang atburða þarna. Þetta er einmitt ein viðhöfð venja í vísindageiranum, ef þú veist ekki nægilega mikið um það sem er verið að ræða um eða hefur ekki framkvæmt neinar tilraunir til að styðja/hrekja tilgátur þínar er betra að taka ekki afstöðu eða þegja frekar en að tala út úr rassgatinu á sér.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Hvað er þetta? Afhverju helduru að ég sé alltaf að mótmæla samsæriskenningunum þínum þegar ég bendi á staðreyndavillur í því sem þú ert að tala um? Ég tek enga afstöðu til þessara samsæriskenninga, ég er bara að benda á að þú virðist halda að thermite sé eitthvað annað en það raunverulega er.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Hvaða pancake theory ertu að tala um? Eina sem mér dettur í hug (lesist: fann á wiki) er pancake theorem, sem segir að hvaða n-víðan hlut megi skera í nákvæmlega tvennt með (n-1)-víðu plani.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Jújú, ég er svona sæmilega vel gefinn. Það verður samt alltaf svo vandræðalegt þegar menn fara í einhverja greindar-typpastærðarkeppni á netinu.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Neibb. Til að ís geti orðið beint að gufu þarf þrýstingur að vera í mesta lagi 0.6% af því sem hann er við sjávarborð á jörðu. Annars verður hann fyrst að vatni og svo gufu. (Getur lesið þér nánar til um þetta með því að leita að triple point á google/wiki). Askan kemur úr því að blanda saman vatni og hrauni, þú getur ekki sagt að askan komi úr ísnum/vatninu einu saman, þú þarft bæði til. Þó mætti kannski færa rök fyrir því að askan komi úr hrauninu. Hraun er að mestu gert úr SiO_2, það er...

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Þeir standa ekki undir sér ef ríkið þarf niðurgreiða vörurnar þeirra. Rekstur sem stendur sjálfur undir sér þarf ekki ríkisaðstoð. Einnig, afhverju ekki bara að borga fátækum vasapening í stað þess að nota þennan pening til að lækka matvælaverð til allra? Ef þetta er eingöngu til þess að hjálpa fátækum að kaupa í matinn, mundi þetta ekki leysa vandamálið á skilvirkari hátt?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok