Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loki
Loki Notandi frá fornöld 1.410 stig
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“

Re: netið

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Hvað með síður á borð við http://calculatepie.com/ (þeas. proxy síður).

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Afhverju kallaru þetta samsæriskenningu?Því þetta er kenning (reyndar tilgáta) um að samsæri hafi átt sér stað, það er samsæriskenning. Það þarf ekki að þýða að hún sé ósönn eða heimskuleg. og svo er gerð tilraun og sú tilraun var gerðNú ætla ég að caps locka aðeins, bold: ÞAÐ VAR ENGIN TILRAUN FRAMKVÆMD! Það er mergur málsins, þeir fór bara og skoðuðu hluti, þeir gerðu ekki sitt eigið líkan af turnunum og prófuðu að fljúga flugvél inn í það eða eitthvað álíka.

Re: Lögreglan

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Varst þú ekki að tala um að þú færir að vantreysta lögreglunni ef hún færi bara sjálf að ákveða hvaða glæpir væru refsiverðir og hverjir ekki?

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Útskýrðu hvernig samsæriskenning um 911 getur verið vísindalega sönnuð kenning, fyrst þú ert svona klár á því hvað vísindi eru.

Re: Lögreglan

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Lögreglan sleppti því að framfylgja lögum um skemmtanahald á hátíðisdögum, það leikur enginn vafi á því, og það hefur ekki haft neinar afleiðingar fyrir þá.

Re: Lögreglan

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Skoðun þín skiptir rosalega litlu máli þegar kemur að því hvort að eitthvað athæfi sé ólöglegt eða ekki, nema þú sért handhafi löggjafar- eða dómsvalds.

Re: MÆ FOKKING FRÍKISHLY GOD!!!

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Lögregluembætti við um allt land búa við þröngan fjárhag, ef það er ekkert að gera hjá þeim eru of margir að vinna þar og launakostnaður því of mikill.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Komdu allaveganna með einhver mótrök! Það er voðalega erfitt að ræða svona mál við einhvern sem veit ekki hvað vísindi eru og heldur að allt sem er sannað á einhvern hátt séu vísindi, og neitar svo að útskýra það eitthvað frekar.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Þetta er ekki vísindalegt ferli. Ég er búinn að útskýra nákvæmlega afhverju ekki, en þú munt örugglega ekki nenna að scrolla upp svo ég skal bara setja það aftur hérna: 1. Satt - Núverandi kenning virðist ekki geta útskýrt öll atriði í sambandi við hrun tvíburaturnanna. 2. Satt - Sett er fram kenning um að thermite, sprengiefni ofl. hafi verið notað til að fella turnana. 3. Ósatt - Engar frekari athuganir eða tilraunir hafa verið framkvæmdar til að að staðfesta þessa tilgátu, það er bara...

Re: Lögreglan

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
En það stendur (bókstaflega) svart á hvítu í lögunum að það sé bannað að halda bingó á þessum helgidögum…

Re: Lögreglan

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Sapien linkaði einmitt á þá lagagrein sem ég ætlaði að linka á.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Þeir eru búnir að setja fram tilgátur og finna sannanir fyrir því, það eru vísindi.Þarna liggur misskilningur þinn. Ekki allar sannanir eru vísindalegar. Allar sannanir í stærðfræði eru td. ekki vísindalegar, sannanir í réttarsal eru ekki vísindalegar osfv. Vísindaleg sönnun er ein ákveðin tegund sönnunar sem byggist á vísindalegri aðferð, en það eru til aðrar vísindalegar sannanir. Segjum að ég haldi því fram að ég hafi hitt Davíð Oddson. Ég segi við vin minn: „Hey, ég hef hitt Davíð...

Re: Lögreglan

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Í bingóinu var án efa verið að brjóta lög, engu að síður gerði lögreglan ekkert í málinu. Hvernig kemur það heim og saman við: „ég yrði nett pirraður út í lögregluna ef hun myndi bara ákveða eftir sínum eigin geðþótta að hætta að eltast við ákveðna glæpi. Þá myndi ég ekki treysta henni fyrir neinu fyrst hún er svona svikul og stendur ekki undir þeim standardi sem henni er sett fyrir.“

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Ég leyfi mér að afrita sama svar og ég sendi BjarnaFranco og eins og ég segi neðst, sértu enn ósammála skaltu útlista það í lengri texta en 2-3 orðum (semsagt útskýra ítarlega): Vísindaleg aðferð byggir á eftirfarandi skrefum: 1. Athugun lætur í ljós fyrirbæri sem ekki getur talist útskýrt með fullnægjandi hætti eftir núverandi kenningu. 2. Sett er fram tilgáta til að útskýra athugun í lið 1. 3. Tilraunir eða frekari athuganir eru framkvæmdar til að staðfesta tilgátuna setta fram í lið 2. 4....

Re: MÆ FOKKING FRÍKISHLY GOD!!!

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Ótrúlegt hvað lögreglunni tekst að forgangsraða snilldarlega. Þrátt fyrir að vera sniðinn þröngur stakkur í fjárhagsmálum tekst þeim samt að ná alvöru krimmunum.

Re: LOTR og Hobbitinn nýtt á íslensku?

í Tolkien fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Flest bókasöfn eiga LotR innbundna í góðri íslenskri þýðingu, þú getur kíkt á bókasafn, séð hver útgefandinn er og haft samband við hann.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Vísindaleg aðferð byggir á eftirfarandi skrefum: 1. Athugun lætur í ljós fyrirbæri sem ekki getur talist útskýrt með fullnægjandi hætti eftir núverandi kenningu. 2. Sett er fram tilgáta til að útskýra athugun í lið 1. 3. Tilraunir eða frekari athuganir eru framkvæmdar til að staðfesta tilgátuna setta fram í lið 2. 4. Ef endurteknar tilraunir eða athuganir staðfesta tilgátuna telst hún vísindalega sönnuð. Hér erum við að tala um að margir óháðir aðilar athugi alla kima kenningarinnar. (5.)...

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Mér sýnist ég þurfa að benda þér á sama hlut og ég benti hinum mikla speking DMT á. Það að ég sé ósammála einstökum atriðum í málaflutningi og tel hluta af rökfærslu þinni gallaða þýðir ekki að ég sé stuðningsmaður Bush-stjórnarinnar eða vilji að milljónum sé slátrað í Mið-Austurlöndum. Ég vil eingöngu að menn færi almennileg rök fyrir máli sínu, sem samsæriskenningamenn gera sjaldnast og því er voðalega erfitt að vera sammála þeim (ath. ekki sammála þýðir ekki ósammála). En fyrst þú vilt...

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Það væri ekki vísindaleg ritgerð, snillingur. Það væri bara í besta falli rökstudd útskýring, sem er ekki vísindaleg sönnun á neinu. Að eitthvað sé vísindalegt þýðir ekki að það sé satt, og ef eitthvað er satt/líklegt þýðir ekki að það sé vísindalegt. Þú veist greinilega ekki hvað hugtakið vísindalegt þýðir, ekki nota það. Ég hef lesið töluvert af greinum um þetta, ma. nær allar þær sem hafa verið linkaðar í þessum þræði. Engin þeirra getur talist vísindagrein.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Mér þykir voðalega spes hvað þú þykist geta ákveðið hvað ég er að fara að segja án þess að lesa það.

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Til að byrja með mæli ég með því að vera ekki jafn sparsamur á línubilstakkann (ég veit að línubilstakkinn er mjög langt orð fyrir þig, en þetta heiti enter takki í daglegu tali). Thermite getur verið með explosive reaction, en það er önnur týpa af Thermite efni. Jæja, það er gott að þú ert kominn með á hreint að það eru til mergar mismunandi gerðir thermite, þeas. að thermite er flokkur efna. Thermite er ekki sprengja og ég sagði það aldreiEkki? „hversu mikið sannar það að þetta hús hafi...

Re: Ein af ástæðum sem ég hata bandaríkin

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Já, en mér þykir svar þitt ósannfærandi þar sem þú yfirfærir vísindalegar sannanir á hluti sem eru það alls ekki. Ertu til í að útskýra fyrir mér hvernig þú færð út að þessi myndbönd og greinar um 911 séu vísindalegar sannanir?

Re: Erum við vangefin? (Ég er lögregluþjónn)

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Ég er bara ánægður að lögreglan er að einbeita sér að því að ná alvöru glæpamönnunum. Ég fæ strax aukna öryggistilfinningu við að lesa þetta.

Re: Hawking geislun, geislun svarthola

í Geimvísindi fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Að mig minnir er þetta líftími svarthols sem hefur myndast við þyngdarhrun stjörnu með lágmarksmassa til að verða svarthol (og ekkert efni fallið inn í það eftir þyngdarhrun).

Re: Hawking geislun, geislun svarthola

í Geimvísindi fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Nei, þú ert að skilja þetta rétt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok