Fjölmiðlafrumvarpið var frumvarp til laga á Íslandi á árinu 2004. Í frumvarpinu fólust takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Þannig mátti enginn einn aðili eiga meira en 25% í fjölmiðafyrirtæki. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi af ríkisstjórn Íslands og var samþykkt þar þrátt fyrir mikla andstöðu í þjóðfélaginu[1]. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði að staðfesta lögin og vísaði þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu.[2] Í kjölfarið vöknuðu spurningar hvort að...