Harmony var vinkona hennar Cordelia - leiðinleg og sjálfselsk rolla, varla með eina starfandi heilasellu. Hún var drepin af vampíru á útskriftardag og hefur síðan verið hálf tilgangslaus vampíra í Sunnydale. Var kærasta Spike um tíma - en honum var nokk sama um hana. Dawn hins vegar - systir Buffy - hefur aldrei áður komið fyrir í þáttunum. Það er góð ástæða fyrir því sem ég vil ekki nefna svo ég skemmi ekki fyrir þér. Haltu bara áfram að horfa og þú kemst fljótt að því hvað er í...