Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loaloa
Loaloa Notandi frá fornöld Kvenmaður
2.360 stig
——————

Re: spurningar... spurningar... til ykkar :]

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Við gætum líka komið upp svona FAQ síðu. Svarað algengustu spurningum um þættina og síðuna o.þ.h.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Það er komið

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Setti upp kassa sem heitir “Tilvitnanir” - þið finnið hann fyrir neðan skoðanakönnunina.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: spurningar... spurningar... til ykkar :]

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það er ekki vitlaus hugmynd. Ætti ég þá að prófa að setja upp kvót úr Wild at Heart (þáttur kvöldins á Popptíví), The Replacement (síðasti þáttur á Stöð 2) eða Potential (síðasti þáttur í USA?<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Aukaleikarar í Buffy

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ertu þá að tala um Charmed eða Buffy? Þótt sami leikarinn hafi leikið fleiri en ein persónu á Buffy man ég ekki eftir því að ein persóna hafi verið leikin af fleiri en einum leikara. Ég hef hins vegar ekki séð nógu mikið af Charmed til að dæma um það.

Re: Buffy og angel vangaveltur um nýju þættina

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Tveir punktar: 1. Stelpan sem var að daðra við Willow heitir Kennedy 2. Auðvitað fer Willow til LA til að láta Angel hafa sálina aftur! Var ekki búin að fatta það. Skamm skamm Loaloa.

Re: Buffy og angel vangaveltur um nýju þættina

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég er ánægð með að höfundarnir fóru þessa leið - þ.e. að gefa okkur “Dawn the vampire slayer” í smá tíma og hætta svo við. Það gerir það að verkum að bæði er enginn vafi á að Dawn mun *ekki* verða blóðsugubani og hún verður áhugaverðari persóna fyrir vikið. Eins og Xander benti svo réttilega á þá er það ekki öfundsvert hlutverk að kjósa þetta hlutskipti - berjast fyrir hinu góða án þess að eiga von á nokkurri umbun. Fá aldrei leiðtogahlutverkið - eða bara eitthvað hlutverk - og þá virðingu...

Re: Er Buffy the vampire slayer on TV?

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Eins og þú getur lesið í tilkynningunni á forsíðu þessa áhugamáls eru þættirnir sýndir á Popptívi á þriðjudögum kl. 21 (fjórða sería) og á Stöð 2 á föstudögum kl. 17:45 (fimmta sería). Sarah Michelle Gellar er gift Freddie Prinze Jr.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: smá spurning

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
“Beer bad” þykir nú ekki með bestu þáttunum. Það má hafa húmor fyrir honum (mér finnst alltaf jafn gaman að sjá Buffy lemja Parker í hausinn) en hann er langt frá því að vera týpískur fyrir seríuna. Haltu bara áfram að horfa.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Aukaleikarar í Buffy

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Halfrek og Cecily áttu ekki að vera sama persónan. Þetta var bara smá djók vegna þess að sama leikkonan var notuð. Það var eitthvað farið í þetta á commenteríinu fyrir “Fool for love” á season 5 dvd diskinum - ég bara man ekki nákvæmlega hvað var sagt. A.m.k. ekkert sem gaf til kynna að um sömu persónuna væri að ræða. Það hefði ég munað.

Re: Draumar og forspár

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Fín grein hjá þé

Re: Greinnin nýja

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég sé þetta líka. Hlýtur að vera eitthvað bögg hjá Huga.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: smá spurning...

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Harmony var vinkona hennar Cordelia - leiðinleg og sjálfselsk rolla, varla með eina starfandi heilasellu. Hún var drepin af vampíru á útskriftardag og hefur síðan verið hálf tilgangslaus vampíra í Sunnydale. Var kærasta Spike um tíma - en honum var nokk sama um hana. Dawn hins vegar - systir Buffy - hefur aldrei áður komið fyrir í þáttunum. Það er góð ástæða fyrir því sem ég vil ekki nefna svo ég skemmi ekki fyrir þér. Haltu bara áfram að horfa og þú kemst fljótt að því hvað er í...

Re: POPP TÍVÍ

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Af hverju fóru þeir að gera seríu með Angel? Til að græða meiri peninga geri ég ráð fyrir. Persónan þótti það vinsæl að strax í annarri seríu af Buffy var farið að plana að gera sér seríu með honum. Fyrsta árið sem Angel þættirnir voru sýndir voru nokkur svona “crossovers” við fjórðu seríu af Buffy (það sem er verið að sýna núna á Popptíví). Þrisvar sinnum voru sögur á þáttunum látnar tvinnast saman. Ef þú sást þáttinn “Harsh light of day” þá endaði hann á því að Oz átti að fara til LA til...

Re: Reyndar sagt blogspot, bögg? I need help!!!

í Tilveran fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég held að það sé ekkert sem þú getur gert. Ég var að setja upp blogg fyrir vinkonu mína um daginn og það vildi aldrei birtast (þessi sama villumelding kom). Það hafði ekkert með “lookið” að gera sem að ég bjó til sjálf. Á meðan virkaði mitt eigið blogg eins og alltaf. Við biðum í nokkra daga og svo var það allt í einu komið. Ég held að þetta sé eitthvað bögg í serverum blogger.com (erfitt að vita það fyrir víst þegar enga hjálp er að finna hjá þeim.)<br><br>—————– *Evil things have plans....

Re: Safna þáttum á DVD

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Gleymdi einu… Á sennilega einhvern tímann eftir að kaupa Star Trek:TNG á dvd - þegar fjárráð leyfa.

Re: Safna þáttum á DVD

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég verð að blanda mér í þessa umræðu þótt seint sé: Kaup á þáttum á dvd. Enn sem komið er hef ég ekki gert mikið af því - hvað marga þætti varðar finnst mér nóg að eiga þá þá spólum eða vcd (t.d. Friends). Þó á ég: Buffy the Vampire Slayer - allar fimm þáttaraðirnar sem komið hafa út á dvd Þetta er á óskalistanum - þ.e. um leið og ég fer að splæsa einhverjum fjármunum í dvd diska verða eftirfarandi þættir efst á listanum: Angel (fyrstu 3. þáttar. komnar út - svæði 2) Oz (fyrstu 2. þáttar....

Re: Safna þáttum á DVD

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Eitthvað af þessu er hægt að fá í Nexus á Hverfisgötu. Svo er spurning með 2001 - einnig á Hverfisgötu. Oftast getur þó verið einfaldara að panta á netinu og þá koma amazon.co.uk og blackstar.co.uk til greina.

Re: Vísindaskáldsagnamyndir

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Þið höfðuð báðir rétt fyrir ykkur. Terry Farrell og Hinton Battle (Broadway leikari/söngvari - lék einnig söngelskan dímon í Buffy söngleikjaþættinum) fóru bæði með hlutverk kattarins í bandarísku Red Dwarf útgáfunni. Jamm - það voru gerðar tvær. Ég get ekki sagt hvort þeirra er í útgáfunni sem hægt er að finna á netinu því að þótt ég hafi dánlódað þessu fyrir löngu síðan hef ég ekki fengið það af mér að horfa á þetta ennþá. Bandarískt Red Dwarf er bara ekki rétt!

Re: Fallegastur já.

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Nei ég tilheyri ekki Spike aðdáendahópnum (þótt ég hafi ekkert á móti honum) - ég finn mig hins vegar oft í minnihluta sem er ástæðan fyrir því að ég spurði. Angel er ágætur - og stendur upp úr af kerlpeningnum í sinni seríu - en ég krossaði hins vegar við Xander ;)<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Fallegastur já.

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Alltof mörgum já ;) Þú ert víst ekki í þeim hópi?<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Buffy the Vampire Slayer persónur: 1-3 sería

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég geri mér grein fyrir því að þetta er fórn. Ég var að setja mig í sport þeirra sem mundu einblína á ofbeldið í þáttunum og þá er hægt að líta á þetta svona. Buffy tekur eigið líf = sjálfsmorð = ljótt fyrir krakka.

Re: Buffy the Vampire Slayer persónur: 1-3 sería

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Þessi sería hefur ekki verið sýnd áður á Íslandi.

Re: Buffy the Vampire Slayer persónur: 1-3 sería

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Kannski eru þættirnir ekki jafn óhæfi börnum og þeir voru - skoðum aðeins innihaldið: (ATH! Spoilerar fyrir alla 5. seríu!!) 1. Buffy vs. Dracula - Buffy drepur vampíru - Dracula ræðst á flutningsmann - Dracula bítur Buffy - Xander borðar pöddur - Buffy “steikar” Dracula 2. The Real Me - Willow rambar á lík í Magic Box - Buffy drepur nokkrar vampírur 3. The Replacement - Giles slær Thoth í hausinn - Thoth slær Giles fastar - Xander veifar byssu - Thoth er drepinn 4. Out of my mind - Buffy og...

Re: Buffy á Stöð 2

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Það sem fór aðallega fyrir brjóstið á fólki var ofbeldið i.e. slagsmál og gory stuff. The Body ætti því að vera í lagi. En t.d. Listening to fear er frekar óhugnalegur þáttur - sérstaklega fyrir þennan tíma. Ég er reyndar soldið forvitin að sjá hversu margir koma hingað á morgun og spyrja: hver varð þessi stelpa heima hjá Buffy?!<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Buffy á Stöð 2

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég er endanlega hætt að skilja nokkuð í þessu dagskrárgerðarfólki. Fyrst eru þættirnir sýndir á miðvikudögum kl. 6 - á barnaefnistíma. Svo eru þeir færðir á föstudaga kl. hálf tíu - þegar enginn sem hugsanlega mundi horfa á þá er heima. Síðan fara þeir á mánudaga kl. 8 sem er fínt en endast ekki lengi þar því einhverjir foreldrar kvarta undan ofbeldi í þáttunum. Það er skyndilega hætt að sýna þá í miðri þriðju seríu og svo nokkrum vikum síðar dúkka þeir upp aftur á föstudagskvöldum kl....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok