Ég ætla að sleppa einkunnagjöfinni en segja í stað álit má hverri þáttaröð fyrir sig: Sería 1 - góð kynning á persónum. Miðað við efni og aðstæður var mjög vel að verki staðið. Kannski aðeins of mikill unglingabragur á öllu. Bestu þættir: Welcome to the Hellmouth, The Pack, The Puppet Show, Prophecy Girl Sería 2 - þættirnir finna sinn rétta farveg. Þegar þeir virðast ætla að týna sér í ástardrama Buffy og Angel er öllu snúið á hvolf (þ.e. Angel verður vondur). Fyrstu þættirnir margir hverjir...