Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loaloa
Loaloa Notandi frá fornöld Kvenmaður
2.360 stig
——————

Re: Seltzer gos

í Hugi fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég man eftir Seltzer - ég man eftir alls konar skrýtnu gosi. Var það ekki framleitt af Sól? Eða var það bara Egill? Það var a.m.k. til gosfyrirtæki sem hét Sól sem bar ábyrgð á versta gosdrykk sem framleiddur hefur verið á landinu: Súkkó. Ég er nokkuð viss um að Vífilfell kom hvergi nálægt. Nei sennilega var Seltzerinn frá Agli - ég veit að þetta var pjúra íslensk framleiðsla - það var meira að segja reynt að hefja útflutning.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Witch

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þessi þáttur er sérstaklega minnisstæður fyrir þær sakir að hann inniheldur mjög skemmtilegar samræður og tilsvör. Nornapælingin - þ.e. sú niðurstaða að nornir hljóti að vera vondar - er hins vegar svolítið vafasöm enda fengu þættirnir gagnrýni fyrir. Síðar meir var tekið öðruvísi á málunum - notkun galdra var aldrei skilgreind sem annað hvort góð eða slæm heldur einhvers staðar mitt á milli. Sem hvert annað vald sem ber að nýta en ekki misnota.

Re: hver er skemmtilegasti vondi kallinn

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Mayor Richard Wilkins<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Hitchhiker´s Guide to the Galaxy

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Leikstjórinn heitir víst Garth Jennings og er hluti af einhverju <a href="http://www.hammerandtongs.co.uk/">Hammer & Tongs</a> fyrirbæri. Veit ekki frekari deili á manninum.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Þessar kannanir!

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Jú það er reyndar hægt að eyða könnunum. Einnig getur stjórnandi sjálfur sent inn könnun sem ýtir þá sjálfkrafa núverandi könnun frá.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: 5 bestu myndir allra tíma

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Miðað við það sem ég hef séð og mína upplifun á myndunum - í engri sérstakri röð: Monty Python and the Holy Grail Dog day afternoon Don't look now A Room with a View A Clockwork Orange

Re: Buffy - Seríurnar

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég ætla að sleppa einkunnagjöfinni en segja í stað álit má hverri þáttaröð fyrir sig: Sería 1 - góð kynning á persónum. Miðað við efni og aðstæður var mjög vel að verki staðið. Kannski aðeins of mikill unglingabragur á öllu. Bestu þættir: Welcome to the Hellmouth, The Pack, The Puppet Show, Prophecy Girl Sería 2 - þættirnir finna sinn rétta farveg. Þegar þeir virðast ætla að týna sér í ástardrama Buffy og Angel er öllu snúið á hvolf (þ.e. Angel verður vondur). Fyrstu þættirnir margir hverjir...

Re: Amfæli um jólin

í Hátíðir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Kannast afskaplega vel við þetta. Á afmæli á morgun. Það sem fer mest í taugarnar á mér er hve pirraðir margir verða á því að þurfa (mögulega) að finna <u>tvær</u> gjafir handa manni - eins og það eigi ekki allir einhvern tímann afmæli!<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Smá könnun

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Best að svara þessu sjálf :) 1. Uppáhalds Buffy persóna: Xander 2. Uppáhalds Angel persóna: Cordelia 3. Uppáhalds Buffy þáttur: The Wish 4. Uppáhalds Angel þáttur: Birthday 5. Skemmtilegast vondi kall/kona: Buffy: Mayer Richard Wilkins, Angel: Jasmine 6. Fyrsti Buffy þáttur sem ég sá: Welcome to the Hellmouth (1x01) 7. Fyrsti Angel þáttur sem ég sá: City of (1x01) 8. Uppáhalds par (í Buffy og/eða Angel): Anya og Xander 9. Uppáhalds par sem aldrei hefur orðið (í Buffy og/eða Angel - dæmi...

Re: Survivor - Úrslit

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég held svei mér þá að það hafi aldrei gerst áður að manneskja sem ég hef nokkurn veginn haldið með allan tímann skuli vinna. Lill fær samt mörg prik fyrir að velja Söndru fram yfir Jon því hún vildi frekar tapa peningunum til hennar heldur en hans.

Re: Mín spá fyrir lokaþáttinn.

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Keppendum raðað í röð eftir því hver ég vil helst að vinni: 1. Sandra 2. Darrah 3. Lill . . . . .. . 999. Jon

Ok - er komin með skýringu

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Næstsíðasti þátturinn verður sýndur í Bandaríkjunum í kvöld, fimmtudag, og svo á Íslandi á morgun. Tveggja tíma lokaþátturinn verður svo sýndur úti á sunnudaginn og væntanlega á mánudaginn hér. Aldrei verið eins lítill séns á maður lesi óvart spoilera - yay! (hefur komið alltof oft fyrir mig) <br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Hvurslags er þetta eiginlega?!?!

í Hátíðir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég hef nú ekki kynnt mér málið til hlítar en samkvæmt grein sem Guðmundur Andri Thorsson skrifaði í Fréttablaðið 8. desember (“Lýtaaðgerð á jólakvæði” bls. 14) er “upprunalegi” textinn sem þú talar um sennilega kominn frá Helga Hálfdánasyni og var um að ræða tilraun hans til að setja vísuna fram rétt kveðna. Þ.e. svona ímyndaði HH sér að vísan hefði hugsanlega verið upprunalega. Guðmundur bendir einnig á að vísuna með gylltum stöfum, vöndum og könnum á stól og sé að finna í þjóðkvæðasafni...

Re: 45 sjaldséð jólasveinanöfn, & þau ensku!!

í Hátíðir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Allt splatter element hefur verið þurrkað upp og vandlega fjarlægt úr jólamenningunni okkar. Það er af sem áður var. Það eina sem stendur eftir af hinni gömlu grótesku er hugsanlegur pervertismi sem felst í nöfnunum Gluggagæir, Bjúgnakrækir og Askasleikir - dæmi hver fyrir sig.

Re: 45 sjaldséð jólasveinanöfn, & þau ensku!!

í Hátíðir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Einhvern tímann heyrði ég nefnda töluna 70. Þar á meðal var hinn ágæti sveinn “Lungnaslettir” sem eins og nafnið ber til kynna stal lungum og sletti þeim í börn. Alveg ótrúlegt að ekki skuli lengur vera munað eftir honum á hátíðisdögum ;)

Re: Hvurslags er þetta eiginlega?!?!

í Hátíðir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Sé þetta tilfellið þá er hið gamla góða jólatrjáalag “Jólasveinar ganga um gólf” hin ágætasta simulacra - örugglega ein af fáum sem við eigum - og synd að fara að farga henni núna ;) (simulacra = endurtekning á einhverju sem aldrei hefur verið til)

Re: Rubert snýr aftur

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þessi á að virka http://www.eonline.com/News/Items/0,1,12939,00 .html

Re: Survivor-9-Þáttur

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég trúi ekki öðru en að þessi lygi eigi eftir að koma aftan að Jon. Nú veit Jeff Probst og allt myndatökuliðið sannleikann og ég verð illa svikin ef þeim tekst ekki að koma upp um hann einhvern veginn. Nú eða að hann tali af sér einhvern veginn. Málið er að hann er ekki alls ekki að spila leikinn vel - hann er hins vegar að spila hann á leveli sem enginn hefur komið nálægt áður. Það versta sem aðrir hafa gert hingað til - í öllum 7 seríunum - er að standa ekki við gefin loforð. Þótt hin...

Re: Smá Pæling, með smá spoilerum

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ja - það er augljóst að verið er að minna áhorfendur á Connor og sennilegt að eitthvað verði gert með hann. Bara spurning hversu mikið.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Buffy

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Já hún deyr. En svo er hún í tveimur seríum eftir það þannig að það má leiðar líkur að því að hún komi aftur - einhvern veginn (vil ekki skemma fyrir þeim sem hafa ekki séð)<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Oz

í Sjónvarpsefni fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þeir eru það<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Rubert snýr aftur

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Fyrir þá sem eru skeptískir þá er grein um þennan All-star þátt á eonline.com: http://www.eonline.com/News/Items/0,1,1 2939,00.html

Re: Destiny

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mér finnst þessi sería hafa verið talsverðan tíma að koma sér í gír - það var ekki fyrr en í sjöunda þætti sem þetta byrjaði að smella saman (“Apparently when Percy here was young he was referred to as ”head boy“! I have nothing else to report.”)og svo gekk þessi - áttundi - þáttur alveg upp. Ef ég hef eitthvað að setja út á þá er það helst hinar óspennandi uppáferðir sem við urðum vitni að.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Queer as Folk ...

í Sjónvarpsefni fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Held að Amazon í Bretlandi sé að selja þetta á ágætis prís - bæði spólurnar og dvd. Svo er líka hægt að leigja þær í Laugarásvídeói.

Re: Queer as Folk ...

í Sjónvarpsefni fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Dammit - hvernig missti ég af þessari grein? Frábærir þættir. Keypti þá af einhverri rælni fyrir nokkrum árum og varð ekki fyrir vonbrigðum. Mjög vel skrifaði, leiknir og bara stórskemmtilegir. Hef einnig séð bandarísku útgáfuna. Úff. Þeir þættir virka sem þriðja flokks sápuópera en ekki meira en það. Það vantar svo sárlega góðu handritin sem einkenndu bresku þættina. Klisjukennd plott út um allt og reynt svo að fela vankanntana með því að snúa öllu - og þá meina ég öllu - upp í klofið á sér...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok