Ég er sammála því - finnst mjög skrítið að einblínt sé bara á Star Trek - sérstaklega þegar þættir á borð við Stargate og Battlestar Galactica eru mun meira áberandi í dag. En þessir þættir hafa auðvitað ekki verið sýndir í íslensku sjónvarpi. Mér finnst í raun allt í lagi að fjalla um hvaða þætti sem er hérna svo lengi sem þeir heyra ekki undir önnur áhugmál og á það þá við um þá sci-fi þætti sem hafa orðið úti í kuldanum.
Vegna þess að sjónvarpsstöðvarnar byrja venjulega ekki að sýna þætti sem hættir eru göngu sinni erlendis og hafa þar að auki ekki verið það vinsælir. Stöð 2 ætlar greinilega ekki að klára að sýna Buffy þannig að það er mjög hæpið að þeir taki skyndilega upp á því að sýna Angel. Síðan var einhver hérna á huga búinn að hafa samband við Stöð 2 og spyrja um væntanlega sýningu á Angel og fékk það svar að ekki stæði til að sýna þættina. Staðreyndin er sú að við fáum aldrei að sjá nema hluta af...
Mikið er ég sammála þessu. Nú hef ég haldið ótrúlegri tryggð við Survivor alveg frá fyrstu seríu en ég veit ekki hvort ég get mikið meira. Ég hef alls enga skoðun á þessu fólki og er hjartanlega sama hver er og er ekki sendur heim. Og ég vildi óska að framleiðendurnir hættu að skipta hópunum eftir kynjum - dýnamíkin innan þeirra verður alltaf svo undarleg.
Þá er málið bara að skrifa greinar og senda inn ásamt myndum, könnunum o.s.frv. Buffy og Angel þættirnir eru ekki lengur í framleiðslu sem er sennilega ástæðan fyrir minnkandi sýnileika þeirra hér. En meira efni um þessa þætti er alltaf velkomið.
Gary Sinise er aðalgaurinn í CSI: New York. Miðað við það litla sem ég hef séð (Miami liðið skellti sér til New York í einum CSI Miami þættinum) þá á greinilega að setja soldinn NYPD Blue/Hill Street Blues fíling í þættina - þ.e. ekki allt jafn glansandi og fágað og í Miami eða Las Vegas. Þó örugglega aðeins upp að vissu marki - þetta er jú CSI. Virka ekki alslæmir þættir og sem leikari er Gary Sinise ekkert slor.
Allt í allt voru gerðar 6 seríur af Oz (8 þættir hver - fyrir utan 4 seríu sem var 16 þættir) og Stöð 2 hefur sýnt þær allar. Þannig að þú verður annað hvort að bíða eftir að allt verði gefið út á DVD eða reyna að dánlóda af netinu.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*
Já sjónavarpsstöðvarnar hérna eru nokkuð fljótar að taka við sér um leið og Emmy gefur grænt ljós á þætti. Sem er að vissu leyti synd því það er til fullt af gæðaþáttum á low-profile stöðum sem fá aldrei tilnefningar. Joan of Arcadia fékk a.m.k. tilnefningu fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki (Amber Tamblyn) svo og 2-3 aðrar að ég held.
“Queer as folk er á Skjá eitt…” Það eru upprunalegu bresku þættirnir - ég er að tala um bandarísku útgáfuna sem hefur gengið núna í fjögur ár. Sammála með Stargate og Joan of Arcadia - þó finnst mér frekar ólíklegt að Stargate komi nokkurn tímann hingað þar sem - eins og ég sagði - engir Showtime þættir hafa verið sýndir hér eftir því sem ég best veit sem gefur til kynna að íslenskar sjónvarpsstöðvar hafi ekki reynt/vilja/getað keypt efni þaðan.
Endirinn á þeirri sjöundu var talsvert opinn þannig að allt er hægt. Einhvað hefur heyrst um að gerðar verði sjónvarpsmyndir - og þá sennilega í kringum Angel karakterana - þótt ekkert sé ákveðið ennþá. Svo er alltaf spurning með Ripper þættina sem hafa staðið til lengi. Hvað sem gerist er ég ekki svo viss um að Joss sé ennþá alveg tilbúinn að sleppa tökum á þessum heimi sínum.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*
Hann finnur sig knúinn til að vinna í sínum málum - svo ég fari nú ekki út í meiri smáatriði. Er eðlilega ekki hinn kátasti en er alveg pottþétt ekki í sjálfsmorðhugleiðingum.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*
Ég mæli með öllum Buffy seríunum - en það er kannski bara ég. Í sjöttu seríu er enginn almennilegur “vondi kall” - það eru þarna þrír nördar sem gera Buffy lífið leitt og svo fer Willow yfir um í galdaiðkunn sinni en ekkert er eins einfalt og það hefur verið áður. Í sjöundu seríu berjast þau við fyrirbæri sem kallar sig “The first evil” og kom fyrir í einum þætti í þriðju seríu (“Amends” - birtist sem fólk sem Angel hafði drepið og reyndi að fá hann til að fremja sjálfsmorð) svo og gamlar og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..