Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loaloa
Loaloa Notandi frá fornöld Kvenmaður
2.360 stig
——————

Re: Hvað kom fyrir Acaveda í The Shield???

í Spenna / Drama fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hann var kynferðislega misnotaður (munnlega) af manni sem hélt byssu við haus hann og lét annan svo taka mynd af hápunktinum.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Breytingarnar

í Spenna / Drama fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Mér líst ágætlega á þessa breytingu og er hún löngu tímabær. Það eina er að mér finnst að áhugmálið mætti vera fyrir spennu og dramaþætti - oft vill þetta tvennt skarast. Nú er bara um að gera að endurskilgreina þetta áhugamál og koma með tillögur að áherslum. Þeir þættir sem mér dettur fyrst í hug eru: 24 The Shield Alias Law & Order CSI Oz Homicide Buffy the Vampire Slayer Angel Hmm… ég býst ekki við að dramaþættir á borð við ER, Joan of Arcadia, Dead like me, Queer as folk, Six feet...

Re: Final four

í Raunveruleikaþættir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Maður verður að passa sig - held ég hafi óvart rekist á það hver vann keppnina (lokaþátturinn var sýndur síðasta sunnudagskvöld í Bandaríkjunum). Ég ætla auðvitað ekki að kjafta frá því hér heldur vara fólk við því að þessar upplýsingar er að finna á netinu.

Re: 7unda sería *SPOILER*

í Spenna / Drama fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Occam's Razor* - borgar sig að hafa hann alltaf á bak við eyrað :) *Sú kenning að einfaldasta útskýringin sé oftast sú rétta <br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: 6 Angel sjónvarpsmyndir

í Spenna / Drama fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Þetta er orðrómurinn já. Þó ber að hafa varann á því ekkert hefur verið staðfest og aðeins orðróm frá einum aðila að ræða. Þessi sami aðili segir líka að Eliza Dushku verði með því að hætt hafi verið að framleiða Tru Calling en það er ekki rétt. Tru Calling mun halda áfram. Fyrst að sú staðreynd er ekki rétt er spurning hvort hitt sé rétt. En maður veit aldrei.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: 7unda sería *SPOILER*

í Spenna / Drama fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Það er stóra spurningin - hvort var það Angel eða Spike sem átti að deyja í Sunnydale? Það hefur ekki komið í ljós ennþá þótt ýmsir hafi velt spurningunni fyrir sér - mér finnst líklegt að það komi í ljós áður en yfir líkur - sérstaklega þar sem það lítur út fyrir að fókusinn verði á “the senior partners” í síðustu þáttunum (aðeins getgátur af minni hálfu - hef ekki lesið spoilera).<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Asnalegt að hafa undankeppni...

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum
Ef þetta rétt þýðir það að þau lönd sem eru í öruggu sæti í ár - eins og Ísland - lenda í undankeppninni á næsta ári og verða þá í aðstöðu til að græða á þessu fyrirkomulagi.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Forkeppnin og það.

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum
Stofnendur keppninnar - og Bretland er meðal þeirra - hafa alltaf verið undanskildir svona reglum. Fjögur lönd eru <u>alltaf</u> með óháð hvar þau lenda í stigagjöfinni og þannig er það bara. <br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Röð keppenda

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum
Svona eru hinar nýju reglur: Hin fjögur stofnlönd Eurovision - Bretland, Þýskaland, Frakkland og … eitt í viðbót man ekki hvað - eiga alltaf öruggt sæti í keppninni. Þar fyrir utan eru svo þau 10 lönd sem fengu flest stig í keppninni árið áður líka með öruggt sæti - það gera samtals 14 lönd. Öll önnur lönd þurfa að keppa um síðustu 10 sætin í undankeppni sem haldin verður 3 dögum fyrir alvöru keppnina.

Re: Ný Buffy Kvikmynd

í Spenna / Drama fyrir 21 árum
OMG OMG OMG! Hehe :þ

Re: Hvað varð um frumleikann?

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum
Þetta er voða týpísk ballaða sem er ástæðan fyrir þjófnaðar ásökunum - það er hins vegar ekkert líkt “Come what may” nema hvað útsetningu varðar. Varðandi gengi Íslands í Eurovision í ár … eftir að hafa hlustað á slatta af þeim lögum sem hin löndin bjóða upp á verð ég að viðurkenna að - þrátt fyrir innbyggða og órökstudda Jónsa/FM andúð - erum við alls ekki með versta lagið. Ég býst ekki endilega við sigri en einhver staðar á topp 10 er ekki svo ólíklegt.

Re: Við skulum vona að þetta sé satt

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 1 mánuði
Mér þykir það afskaplega ólíklegt. Eiginlega ómögulegt.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Verzlunarskóli Íslands!

í Skóli fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hefur Verzló skyndilega orð á sér fyrir að vera óeðlilega hommavænn skóli? Öðruvísi mér áður brá. Ef svo er - er það þróun sem ég fagna. Ég man eftir ónefndum núverandi þingmanni sem var eitt sinn ritstjóri Kvasis í skamma stund. Hann gaf út blað sem innihélt, ásamt ritgerð um kúk og lista yfir gröðustu nemendur skólans, pistil um bar nafnið “Hommar eru hálfvitar” þar sem m.a. var mælt með því að allir hommar yrðu gerðir brottrækir úr skólanum. Með pistlinum var svo frekar óhaganlega rissuð...

Re: Verzlunarskóli Íslands!

í Skóli fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ja hérna. Á maður að taka afstöðu? Svo virðist sem hver og einn upplifi Verzló á sinn eigin þátt og í samræmi við sína eigin fordóma. Auðvitað er ekki allt slétt og fellt innan skólans - það á við um alla skóla. En um leið er hættulegt að alhæfa því athafnir fárra einstaklinga eru ekki lýsandi fyrir heildina. Eitt veit ég fyrir víst að ástandið sem þú lýsir á ekki við um skólann sem ég var í. Nú eru þó nokkur ár síðan ég útskrifaðist og má vel vera að andrúmsloftið hafi breyst - ég get ekki...

Re: Angel 5x14 Smile Time - Spoilers!

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Híhí - og David Fury látinn leika viljalaust verkfæri vondu brúðanna :) Ansi beitt pilla til skemmtanaiðnaðarins í Hollywood og hinna innantómu grótesku barnatíma sem troðið er upp á krakka: Brúða 1: “Stealing children's innocence shouldn't get in the way of providing high quality edutainment” Brúða 2: “Screw edutainment”<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Sjónvarp og kynferði

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég þakka fyrir afsökunarbeiðnina :) Vandamálið er auðvitað að allir eru að reyna að “have their cake and eat it too”. Við viljum fresli í kynferðismálum en ekki misnotkun - hvort sem hún er á máli eða verki - og það getur verið erfitt að aðgreina þetta tvennt. Ég er heldur ekki viss um að “boycott” sé svarið. Það getur bara haft þveröfug áhrif - og gert einhvers konar hetju úr aðilanum. Mér finnst að það megi benda á það sem betur má fara og gera svo betur - svo það síðara verði frekar til...

Re: Sjónvarp og kynferði

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
“Loaloa: Konur eiga semsagt aldrei að fá leyfi til þess að vera kynferðislegar (sexy) af því að það gæti komið þeim í sömu stöðu og í gamla daga ? Þetta er ekkert annað en rugl….” Í guðanna bænum lestu betur yfir texta áður en þú svarar - þetta er það sem ég sagði EKKI og ég kvóta í mitt eigi svar hér fyrir ofan: “Það er ENGINN að segja að við eigum að hverfa 100 ár aftur í tímann með krínólínið rykkt upp í háls. Það ER HÆGT að gamna sér með kynferðið án þess að fara út í...

Re: Sjónvarp og kynferði

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Reyndu - reyniði - að setja ykkur í okkar spor. Bara einu sinni. “Er það málið? Að ef kona er nakin, þá sé búið að niðurlægja hana? Og ekki bara hana, heldur hreinlega ALLAR konur?! Ég spyr aftur, er ekkert allt í lagi?!” Þetta er ekki spurning um eina eða tvær naktar konur - þetta er spurning um hlutgervingu kvenna í gegnum aldirnar og tilraunir til að sporna við henni. Sú hugmynd að kvenlíkaminn sé söluvara - líkami konunnar eina virði hennar - eina sem hún hefur að bjóða heiminum. Þetta...

Re: Richard Hatch

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hann var óttalega góður með sig á meðan á fyrstu þáttaröðinni stóð - og hélt áfram að vera góður með sig eftir keppnina. Mjög gjarn á að stuða fólk. Er fluggáfaður og á auðvelt með að spila á fólk. Margir hafa reynt að apa taktíkina eftir honum en eftir því sem ég best man hefur aðeins Brian úr tælensku þáttaröðinni tekist að vinna á þann hátt - og aðeins vegna þess að hann var með svo nautheimsku fólki í liði. Ég hef ekki tekið eftir því að hann sé hataður - meira að hann fari í taugarnar á...

Re: Hvernig var valið?

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég hugsa að fólki hafi einfaldlega verið boðið að taka þátt. Það hefur ekki fylgt neinum sögum hvort einhverjir hafi afþakkað boðið.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Óskarstilnefningar 2004.

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég gæti trúað að margir hafi hugsað sem svo að það fyrst enginn hefur séð seinni helminginn af myndinni þá borgi sig frekar að tilnefna hana næst - þ.e. tilnefna frekar Kill Bill Vol. 2 heldur en Vol. 1.

Re: Tónlistin úr Once more with feeling

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þú getur keypt diskinn á netinu - t.d. á <a href="http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/B000070WPE/qid=1075218013/sr=2-1/ref=sr_2_11_1/026-3096804-7046008“>Amazon</a>. Þú getur fundið mp3 útgáfur af lögunum á Kazaa eða DC++ og þú getur fundið aukalagið sem var í þættinum ”Selfless“ <a href=”http://www.cultcross.co.uk/oncemore.htm">hér</a>.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*

Re: Óvæntustu Endar..

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það er stór munur á að vinda upp á plottið í blá endann og koma með virkilega óvæntan endi sem virkar. Þegar illa er að verki staðið lyftir maður kannski annarri augabrún og segir með sjálfum sér: “Huh!” - en þegar bragðið er vel heppnað er líkt og jörðinni sé kippt undan fótum manns og allt loft tæmist úr lungunum. Hér eru nokkur dæmi um það síðar nefnda: Don't look now The Usual Suspects The Sixth Sense Donnie Darko The Omen Frailty Jacob's Ladder L.A. Confidential No Way Out Memento Se7en...

Re: Oz

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Smá villa - það var ekki ríkisstjórnin sem var að bjóða þeim vinnu heldur stórt tölvufyrirtæki. Annars fín grein.

Re: Seltzer gos

í Hugi fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Já! Póló! Einn af fáum gosdrykkjum án cola bragðs sem mér hefur þótt góður.<br><br>—————– *Evil things have plans. They have things to do!*
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok