nei enda er ég ekkert endilega á móti því að hafa nasa áfram í núverandi mynd. Var bara að benda á þá tilfinningu mína að sennilega komi í dag miklu fleiri ferðamenn til landsins vegna náttúrunnar heldur en næturlífsins, þ.a.l. tæp forsenda fyrir því að halda í núverandi starfsemi nasa að staðurinn pulli svo mikið af útlendingum til sín má alveg færa mörg önnur og betri rök fyrir því að halda þessum stað eins og hann er.
með fullri virðingu fyrir Nasa og næturlífi okkar íslendinga almennt þá hugsa ég að náttúran togi fleirri ferðamenn til landsins en djammið. Þýðir samt ekki að mér finnist að það eigi að rífa nasa. Finnst hann ekkert rosalega skemmtilegur sem staður en augljóslega það besta (og eina) í þessari stærðargráðu og kalíber.
já þetta tíðkaðist nú í gamla daga og mh-ingar hafa endurvakið þetta. Ekkert nema gott mál finnst mér, fá smá fjölbreytni og góða tónlist inn á skólaböll og svo getur þetta hugsanlega gert promoterum það kleift að fá artista sem annars hefði verið erfitt að láta ganga upp.
þeir eru soldið farnir að gera þetta á radio 1 sýnist manni. Breezeblock með Mary Ann Hobbes heitir t.d. núna bara the Mary Ann Hobbes Show og svona… Finnst flottara að þættirnir hafi nafn, tónlistinn í fyrirrúmi en ekki hver spilar hana.
Leitt að heyra með Flex var ekki eitt auka “l” þarna hjá þér kiddi Veðrið og viðvaranir lögreglu myndu nú setja strik í reikningin hjá flestum! Hype auglýsingar eru hvimleiðar!
já já, ekkert nema gott að vera sáttur við lagasmíðar sínar enda hörku lög hér á ferð. Samt eitthvað sem má alveg brosa út í annað með líka :) Sakna samt topp lagsins frá mér! En það komst ekki einu sinni inn á listann…
sammála flestum sem hér hafa tekið til máls, skemmtilegt mix. Partý fílingur án þess að fara út í eitthvað rúnk. Held samt að samstarfsmenn mínir séu ekki sammála mér, blastaði mixið í vinnunni í gærkvöldi (“hvaða helvítis techno er þetta”)
hef nú ekki séð kauða live en væri meira en til. Resident Advisor podcastið hans var mjög flott og body language diskurinn sömuleiðis. ágætis video til á rbma: http://www.redbullmusicacademy.com/LECTURES.95.0.html?act_session=227
þú gerðir þessi kvöld soldið að meginefninu í fyrsta svarinu þínu. Það sem ég á við er að þótt að ég og flestir á þessu spjallborði sjáum muninn á þessum kvöldum þá held ég að útávið sé enginn munur á dave spoon, benny benassi og tommy lee. Fyrir hinn venjulega borgara er þetta allt bara eitthvað rosa danstónlistartjútt og það skiptir hann ekki máli að óli geir sé pretty boy úr keflavík en að addi exos hafi spilað á tresor…
og btw ég veit ekki hvort ég sé einu sinni stigsmun á: tommy lee dave spoon benny benassi hvað þá að það sé einhver rosa eðlismunur á þessu, hvað varðar a)hvaða hóp á höfða til b)tónlistarstefnu c)kynningu og umfjöllun
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..