Kagemusha: Ég sagði ,,algengt“, ekki ,,algilt”. Það á að sjálfsögðu ekki að þurfa að vera með frekju til að fá þau laun sem þú átt skilið. Nú þekki ég fólk sem vinnur erlendis og þar er ekki óalgengt að fólk fái launahækkanir án þess að biðja um það. Ef það stendur sig vel þá er þeim umbunað. Auðvitað á þetta að vera þannig. Íslenskir atvinnurekendur eru bara upp til hópa ekki orðnir svona þroskaðir ennþá. Þessu þyrfti að breyta. Mér finnst út í hött að þurfa að grenja út þau laun sem fólk á skilið.