Sagan er ákaflega mikilvæg að mínu mati. Svona spilerí þar sem bara er hakkað og skorið er mjög óspennandi, engin dýpt, enginn leikur, allt byggist á teningakasti. Nú er ég ekki að segja að bardagar séu aldrei skemmtilegir, alls ekki. Besta blandan er sú að hafa mikinn leik og smá bardaga svona inn á milli. Þannig nær maður að þróa persónuna, setja dýpt í hana, gera hana heilsteyptari, en samt er svona spenna líka. Ég spila aldrei AD&D heldur í ýmsum öðrum kerfum en þar er það þannig að...