Mér og kærastanum finnst helgin vera ómöguleg ef við fáum ekki amk eitt rómantískt kvöld, bara við tvö. Yfirleitt er þetta föstudagskvöld. Þá byrjum við oft á því að fara í freyðibað saman, hafa ljúfa tónlist, kveikja á kerti og slappa aðeins af. ég er alltaf búin að finna einhverja góða uppskrift og svo eldum við saman. Voða gott að fá smá vínanda á meðan=)) Við leggjum svo á borð í stofunni, kerti, servíettur, góð tónlist. Rauðvín er nánast ómissandi en þar sem hann elskar kók er það oft...