Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kull
Kull Notandi frá fornöld 178 stig

Re: Hundar og hræðsla (lítil saga)

í Hundar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sem hundaeigandi skil ég alveg bæði sjónarhorn. Sumir eru bara hræddir við hunda, hver svo sem ástæðan er, og er ekki vel við að þeir komi hlaupandi að þeim. Auðvitað var alger óþarfi hjá manninum að sparka til hundsins fyrst hann var ekkert ógnandi en svona eru sumir bara. Hann hefur náttúrulega alveg rétt fyrir sér að það er bannað að hafa hunda lausa innan borgarmarka og finnst mér að fólk sem sleppir hundum lausum eigi að passa að þeir angri ekki fólk.

Re: Græjurnar mínar!!

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þéttir er ekki alltaf lausnin, hann getur meira segja gert illt verra. Ef orkuþörfin er mun meiri en alternatorinn getur gefið frá sér þá fer bara enn meiri orka í að hlaða alltaf upp þéttinn. Hins vegar ef orkuþörfin er nóg nema þegar mesti bassinn kemur þá getur þéttirinn hjálpað.

Re: Umferðarljósamyndavélar....NEI TAKK

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mér finnst ekkert athugavert við myndavélar á ljósum. Ef þú ert tekinn við að fara yfir á rauðu ljósi áttu skilið að fá sekt. Flestir þekkja nú sögum af vitleysingum sem virtu ekki ljós og ullu árekstrum, jafnvel dauðaslysum. Mér finnst það ekki við hæfi að óbeint hvetja til þess.

Re: Þjónustugjald LANDSBANKANS eftir 16.00

í Deiglan fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Flestir bankar hafa nú einhver útibú sem eru opin lengur. Íslandsbanki í kringlunni er opinn til 18 og svipað í Smáranum held ég.

Re: Umhugsanir

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Kostar hann ekki yfir 3 millur nýr? Frekar að fá sér eitthvað annað fyrir slíkan pening held ég. Annars fékk ég Boru lánaðann í einn dag frá Heklu, fannst alveg ágætt að keyra hann, fjöðrunin samt alltof mjúk fyrir minn smekk.

Re: Edri borgarar í umferðinni, slysið mitt í dag:

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
AFI er rosalegur, ég lenti einmitt fyrir aftan þennan gaur á sæbrautinni einu sinni um 17 leytið. Kallinn var á 20-30 km hraða alveg langan kafla og leit út fyrir að vera alveg út úr heiminum. Að leyfa svona mönnum að hafa ökuskirteini segir nú ýmislegt um kerfið okkar hérna á klakanum. Það á auðvitað að skylda fólk til að taka prófið aftur þegar það er komin á vissan aldur, á 50 árum breytist ýmislegt eins og umferðamerki og annað. Fullt af þessi liði virðist varla kunna á hringtorg einu sinni.

Re: Nýjar nýjar græjur

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Spjallaðu bara við gaurana sem vinna við að setja þetta í, þeir hljóta að geta gefið þér góð ráð um hvernig best er að fara að þessu. Það er nú nokkuð mál að fara að skera úr hurðinni og búa til ramma eða kassa úr mdf og festa í hurðina, en laghentur maður getur svosem gert þetta.

Re: Nýjar græjur !

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Tja, ég kíkti á hann og hann er 4x40w RMS en það kannski nægir fyrir þessa hátalara.

Re: Veit einhver um BMW 325i E30

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Já, kannast við það, maður lendir oft í því að þessir bílar á skrá hjá þeim eru löngu seldir, stundum búnir að vera á skrá í 2 ár. Síðan eru þeir ekkert að hafa fyrir því að taka þá af skránni þó maður hringi og spyrji um þá, alveg tómir þessir gaurar.

Re: Nýjar græjur !

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Málið er að enginn einstakur hlutur má kosta meira en 18 þús, annars þarftu að borga toll af mismuninum. Einnig má heildar kostnaður ekki vera meiri en 36 þús, þá þarftu líka að borga toll af mismuninum. En það er samt mikið ódýrara að kaupa þetta í fríhöfninni. Ég efast um að þessi magnari sé nógu öflugur til að keyra þessa hátalara nógu vel, hversu mörg RMS wött er hann?

Re: Græjurnar mínar!!

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ehh, björgum ríkinu meinaru þá? Vörurnar í fríhöfninni eru oftast frá smásöluaðilunum og með alveg jafn mikilli álagningu og í þeirra búðum, eini munurinn er að ríkið fær ekki sinn toll. Er einhver sem selur MTX keilur núna? Annars er ég mjög ánægður með mína 12" DLS keilu, náði 133db af bassa í síðustu keppni og bara mjög sáttur við það :)

Re: Hvernig bíl eigið þið ??

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hehe, ég heyrði einhverntímann að einn úr Hagkaups fjölskyldunni hefði pantað hann upprunalega í gegnum Heklu en ég hef nú aldrei skoðað eigenda söguna. Maður ætti kannski að kíkja á hana í gamni. Hann var víst frekar dýr þegar hann kom inn enda nokkuð sérstök útgáfa.

Re: Græjurnar mínar!!

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þetta lítur ágætlega út og þú virðist hafa hugsað þetta nokkuð. Ég er samt með nokkra punkta. Af hverju viltu endilega allt frá Pioneer? Spilarinn sjálfur skil ég enda er ég með P7100 og er mjög ánægður með hann. Ég hef átt Pioneer magnara, 10" keilu og nokkra hátalara og af minni reynslu eru til mun betri tæki á markaðnum. Ég mæli með að þú athugir þessar helstu búðir (12 Volt, Aukaraf, Nesradio) og fáir að hlusta og berir saman verð og gæði. Ef þú ert að hugsa um fríhöfnina þá selja...

Re: GeForce 4

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Efast um að Geforce3 falli mikið, að vísu er fáranlegur okur á því hér á landi þannig að þeir ættu nú alveg að geta lækkað það. Annars lækka þessi kort ekki mikið þó ný kort komi út, t.d. er Geforce 2 ennþá frá 20-30 þúsund þó Geforce3 sé löngu kominn.

Re: Hvernig bíl eigið þið ??

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
TEGUND : VW Golf GTi, 20 ára afmælisútgáfa ÁRGERÐ : '97 LITUR : Svartur VÉL/AFL: 2.0L 16v, skráður 150 hö DRIF : Fram AUKAHL.: 16“ BBS álfelgur, 15” álfelgur á veturna, topplúga, tölvukubbur, K&N kraftsía, Jetex kraftpúst úr ryðfríu stáli, Koni Sport gormar og demparar, skyggðar rúður, Python þjófavörn, góðar græjur og ekki má gleyma rauðu beltunum :)

Re: 12 strokka E34 BMW.

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Heh, nokkuð nettur. Er þetta sama vélin og er í 850 bílunum?

Re: Videoin

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Flott, ég vona að þið getið reddað þessu, það er alltaf gaman að skoða góð myndbönd :)

Re: smá pæling um stöðu nokkra ágæta bíltegunda

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þetta er flottur bíll og þú verður örugglega ánægður með hann. Ég hef sjálfur verið soldið að spá í gömlum BMW M5 og ef bebecar les þetta þá langar mig að spyrja þig nokkurra spurninga, þú getur sent mér skilaboð hér á huga eða póst á kull@simnet.is

Re: AMD XP VS INTEL P4???

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Getur náð í það <a href="http://www.amdzone.com/files/amdburn.zip">hér.</a> En eins og ég sagði skiptir þetta voðalega litlu máli, þú þarf að hrista tölvuna ansi mikið til að kæliplatan detti af.

Re: AMD XP VS INTEL P4???

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Það eru líka til myndbönd þar sem kæliplatan er tekin af XP örgjörva og ekkert gerist nema vélin frýs. Það er bara móðurborðið sem stjórnar þessu og því miður var notað rusl móðurborð í þessu myndbandi sem AMD örgjörvinn steiktist. Annars er ansi erfitt fyrir kæliplötina að losna af örgjörvanum þannig að þetta er frekar tilgangslaus umræða. Ég mæli með XP, hann er bæði öflugri og ódýrari.

Re: Nvidia drivers

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þessir nýjustu eru eitthvað gallaðir, nákvæmlega sama kom fyrir mig, tölvan bara fraus alltaf strax. Ég hef líka heyrt að fleirum sem lent hafa í vandræðum með þá. Hvenær dl þeim af nvidia.com, ég heyrði að Nvidia hefði lagað driverinn eitthvað og sett hann aftur inn en samt kallað hann 23.11, hef samt ekki staðfest þetta.

Re: Dómararnir á Englandi þurfa gleraugu!

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hvað með þessa “aðstoðardómara”´? Sjá þeir aldrei neitt? Hvernig væri að nýta þá í aðeins fleiri hluti en rangstöður, svo er helmingurinn af þeim vitlaus hvort sem er.

Re: Er e-ð kælikrem betra en annað?

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
<a href="http://www.arcticsilver.com/arctic_silver_instructions.htm">Hérna eru leiðbeiningar.</a

Re: hvað munduð þið borga fyrir svona bíl !!!

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hvernig tjúnaru 2.0L 8v 115 hestafla vél í yfir 200 hestöfl án þess að eyða offjár?

Re: Robbie Fowler fer á kostum.

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Fowler passaði ekki vel inn í leikstílinn hjá Liverpool þessa dagana, enda var hann ekki beint að raða inn mörkunum. Þegar Fowler sá að hann myndi verma bekkinn ansi mikið vildi hann fara frá Liverpool og fór hann því til Leeds. Hann passar miklu betur inn í þeirra spil, enda er hann að skora mörkin. Kaupverðið var víst nær 13 milljónum punda.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok