Þessi ljósavandræði virðast hrjá marga Golf bíla. Ég hef átt tvo Golf og annar bíllinn, ‘97 módel, var soldið fyrir að sprengja perur. Einu sinni fór ég með hann á smurstöð og þeir skiptu um stöðuljósaperur, síðan keyrði ég beint niður á skoðunarstöð og fékk athugasemd fyrir sprungið stöðuljós! Hinn Golfinn, líka ’97, er samt fínn, ekki nein svona vandræði á honum.