Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kull
Kull Notandi frá fornöld 178 stig

Re: Að tjúna.

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þetta hljómar nokkuð hátt, en það að taka hvarfakút getur gefið 5-7 hestöfl, svo pústið kannski 10, þannig að þetta gæti passað. Þetta er samt mjög mismunandi eftir vélum, engar tvær eru eins. Til dæmis sagði náungi mér sem vinnur við að setja kubba og svoleiðis í bíla að það væri mjög mismunandi hvaða áhrif þeir hefðu, þó að þetta væru eins tegundir af bílum, á sumum bílum hefði kubburinn engin áhrif.

Smá viðbót

í Wolfenstein fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ef menn vilja fara alla leið kíkið þá á þetta :) http://www.planetentropy.net/projects/nudeelites.shtml

Re: Að tjúna.

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég held að GST ætti að geta sagt þér allt um að tjúna BMW. Annars er mjög dýrt að fá sér almennilega túrbínu og allt sem fylgir því. Þú getur byrjað á kraftsíu eða sport loftinntaki, kraftpústi, jafnvel nýjum kubb. En þú nærð varla meira en 15-20 hestöflum með þessu.

Re: GameCube leikjatalva aldarinnar

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hvernig á Gamecube að koma með DVD spilara? Gamecube notar miklu minni diska en DVD diskarnir eru…

Re: SuperPI

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég náði 2:15 á vél bróður míns. AMD Duron 1GHz, MSI K7T Turbo, 256mb minni, og Win2k

Re: Return to castle Zombiestein

í Wolfenstein fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Eins og hefur komið margoft fram hérna er þessi zombie hluti bara lítill partur af öllum leiknum. Það finnst samt flestum þetta vera frekar leiðinlegt en þetta er hluti af sögunni og menn verða bara að harka í gegnum þetta.

Re: Tollskyldur sendingarkostnaður

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Eftir því sem ég best veit þá borgaru bara toll af vörunni sjálfri. En þú þarft að borga virðisaukaskatt af vörunni og sendingarkostnaði, yfirleitt 24.5%.

Re: Heima-bíl-græjur

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hvernig magnari er þetta?

Re: Ódýrir leikir... vá

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ef varan er send úr landi þá borgaru engan VAT í bretlandi. En þú þarft náttúrulega að borga 24.5% VSK hérna. Er einhver tollur á þessum leikjum?

Re: Kvæði í Kross [ör-spillar]

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hann var víst kallaður Cigarette Smoking Man (CSM), ég sá einhvertíman “making of” þátt eða álíka um X-files og þá var hann alltaf kallaður CSM. Ég er sammála um þáttinn, einn sá besti hingað til, vonandi halda þeir áfram á þessari braut.

lol [nt]

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
lol.

Re: Málin standa........

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Svona hlutir gera mann alveg brjálaðann, vonandi varðstu ekki fyrir miklum skaða. Maður hefur lent í því að koma að bílnum sínum og sjá rispur og beyglur eftir hurðir í hliðinni á bílnum. Alveg merkilegt að fólk geti ekki opnað hurð án þess að reka hana í næsta bíl. Hvar lagðiru? Er enginn séns að einhver myndavél hefði getað náð þessu? Ég veit samt ekki hvort það sé neitt geymt á bandi þarna en það er þess virði að tékka á því.

Re: Hestaflamælingar

í Bílar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Tækniþjónusta Bifreiða gera það, skoðaðu www.bifreid.is Það kostaði um 5 þúsund síðast þegar ég vissi.

Re: Mig vantar hækkaða jeppagrind..

í Bílar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ég mæli með áhugamálinu “Jeppar”.

Re: Hvað finnst ykkur

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Það er allt of mikill verðmunur á XP 1800 og XP 1900, það munar um 15.000 á aðeins 70Mhz. Taktu frekar XP 1800. Ég myndi frekar taka Geforce 3 Ti 200, sama dæmi og með örgjörvann. Sparar 20.000. Síðan er auðvelt að “yfirklukka” skjákortið aðeins og þá ertu kominn nálægt Ti 500 hraða. Taka peninginn sem þú sparar á þessu og fáðu 19" skjá. Soundblaster Live er orðinn ansi gamall, myndi frekar kaupa nýja kortið, Audigy minnir mig að það heiti. Annars lítur þetta vel út.

Re: SuperPI

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Er ekki bara Celeron örgjörvi í þessari vinnuvél þinni?

Re: Hvað er ég að gera vitlaust ? (mission 2)

í Wolfenstein fyrir 23 árum
Eitt soldið sniðugt sem hægt er að gera, notaðu sniperinn og skjóttu takkann sem hann notar til að koma alarminu í gang. Mig minnir samt að ég hafi bara hlaupið beint í trukkinn með sírenurnar vælandi og komsta þannig áfram.

Re: Heiðar skoraði fyrir Watford!!

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Newcastle vann Ipswich 4-1, ekki 4-0. Bara að hafa þetta rétt :)

Re: Uber Soldat

í Wolfenstein fyrir 23 árum
SMÁ SPOILER SMÁ SPOILER SMÁ SPOILER SMÁ SPOILER SMÁ SPOILER SMÁ SPOILER SMÁ SPOILER SMÁ SPOILER Ég drap nú fyrsta Uber Soldatinn bara með snipernum, hélt mig bara bak við glerið(niðri, hægra megin) og rétt leit fyrir hornið og skaut, missti svona 40 í health. Þegar þú lendir á þessum þremur (eru bara tveir) passaðu að fara ekki of langt og “vekja” bara annann í einu, best er að nota venom gun á þennan sem er með panzerfaust (rocket launcher) því það er frekar auðvelt að forðast rocketin frá...

Re: SuperPI

í Vélbúnaður fyrir 23 árum
Ég náði 2:26 með P3 700MHz, yfirklukkaðann í 800, 512MB Cas2 minni og Win2k.

Re: SuperPI

í Vélbúnaður fyrir 23 árum
Væntanlega hávaði dauðans líka :)

Re: Þjóðverjar hafa bannað báða Wolfenstein leikina!

í Wolfenstein fyrir 23 árum
Ég veit ekki hvort þetta hefur komið fram (nennti ekki að lesa öll svörin) en það kemur út “ritskoðuð” (censored) útgáfa af Return to castle Wolfenstein í Þýskalandi. Ég var að spjalla við einhvern þjóðverja í gær sem sagði mér þetta, einnig að Amazon og aðrar búðir sendu leikinn ekki til Þýskalands.

Re: Verðlag

í Vélbúnaður fyrir 23 árum
Það er enginn tollur á tölvum. segjum $2000 frá birgja + 15000 flutningskostnaður og gjöld + 24.5% vsk = 290.000 + 210.000 álagning Nýherja = 500.000

Re: SuperPI

í Vélbúnaður fyrir 23 árum
Hvernig kælingu ertu með á þessu tran?

Re: Single player óvinir.

í Wolfenstein fyrir 23 árum
Ég er alveg sammála að þessir Zombies eru hundleiðinlegir, en sem betur fer eru þeir bara í stuttan tíma af overall leiknum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok