Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kull
Kull Notandi frá fornöld 178 stig

Re: Tunglferðir, smá fræðsla..

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hmmm, linkurinn virðist ekki hafa komið. Síðan er hér: http://www.badastronomy.com/bad/tv/foxapollo.html

Re: Tunglferðir, smá fræðsla..

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Kíkið á þessa síðu. Hún kemur með gagnrök fyrir flestu af þessu.

Re: Helmunarvegalengd.

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mér finnst 30.000 km ansi lítið til að skipta þurfi um diska, meira segja bremsupúðar endast lengur en það. Hvernig bíll er þetta?

Re: Dómarar!!!!!!!!!!!!!

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég held nú að Sheringham hafi fengið gult fyrir að ýta við Hasselbaink. Hann byrjaði á látunum og þá kom Melchioit og setti hendina í andlitið á Sheringham. Sheringham átti þetta gula spjald alveg skilið en það var samt flott hjá honum að reyna að leiðrétta dómarann.

Re: Myndin

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Lol, ég væri til í að sjá þig reyna að nota þessar afsakanir þegar löggan væri að sekta þig fyrir að leggja þarna. “Uhhh, ég bara sá ekki skiltið” :)

Re: Margumtalaða Hondan hans gmh

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það munar um hvert kíló þegar togið er ekki nema 113 lb/ft við 7000 snúninga :)

Re: Margumtalaða Hondan hans gmh

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Impreza Turbo er nú um 5.5 í hundraðið.

Re: Margumtalaða Hondan hans gmh

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Lol, 250 km hraða. Var það þá niður bratta brekku með 40 m/s meðvind. Er skráður hámarkshraði ekki um 210 km/klst.

Re: Margumtalaða Hondan hans gmh

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Já, ég er soldið forvitinn um að vita hversu tjúnanlegar þessar vti vélar eru. Ég held að það kosti ekki nema 5 þús kall að láta mæla hann þannig að þetta er enginn stórpeningur.

Re: Þér var nær...

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég held það, maður þarf að kaupa sérstakan blýbæti og setja út í tankinn ef maður þarf blýbensín. Bebecar: Ef þú vilt skoða Alpina bimmann þá stendur hann á Bílasölu Reykjavíkur, ég renndi þar framhjá áðan og rak augun í hann, hafði ekki tíma til að skoða hann neitt nánar en sá að það var sett 1850 þús á hann.

Re: Þér var nær...

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Er ekki löngu hætt að selja blýbensín?

Re: Fær löggan bónus fyrir hverja sekt ?

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Auðvitað mega þeir sekta fyrir að gefa ekki stefnuljós, það er lögbrot, og mættu þeir gera mikið meira af mín vegna. Er það eitthvað nýtt að löggan feli sig við hraðamælingar? Ef þeir eru latir þá leggja þeir á einhverjum augljósum stað bara til að fólk sjái þá. En ef þeir eru að mæla þá fela þeir sig og taka menn. Ég sá um daginn þegar þeir voru að mæla á sæbrautinni, voru á bak við hól þar sem skólphreinsistöðin er. Þeir þurftu ekki að bíða nema í mesta lagi 5 min á milli þess sem þeir...

Re: Felgur

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Tékkaðu á Hjólbarðahöllinni, ég fékk 15" felgur þar einu sinni á mjög góðu verði.

Re: dragon turnkassar

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Eftir 2 min google leit fann ég þetta: <a href="http://www.chieftec.com/">http://www.chieftec.com/</a>.

Re: Vandamál með Compaq

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ertu ekki örugglega með tvö pci kort, ekki annað agp og hitt pci?

Re: LESTU BETUR

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það er 98 á orkunni sem ég nota, hún er einmitt í út á nesi, hjá hagkaup.

Re: Vandamál með Compaq

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Við gerum þetta oft í vinnunni og við erum með Compaq Deskpro vélar, ekki Presario. Við notum matrox G400 og G200 kort, eina sem þarf að gera er að setja tvö pci kort í vélina og síðan réttan hugbúnað frá Matrox.

Re: hvaða verslun

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Dauður? Bílabúð Benna keypti Rabba um daginn. Annars eru ÁG Mótorsport ágætir líka.

Re: SHELL FROM HELL !!!!!

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mér finnst samt frekar lélegt að setja einhverja svona reglu um að það megi ekki skipta um neitt nema olíu. Frekar að skoða málið og reyna að hjálpa. Ef menn treysta sér ekki til þess þá bara einfaldlega segja það. Þó ég viti ekki mikið um sjálfskiptingar þá er það sjálfsagt mis erfitt að bæta á þær eftir bílum. T.d. er frekar einfalt að skipta um framljósaperu í bílnum mínum en í jeppanum hans pabba er það algert vesin, það þarf að færa rafgeyminn og alls konar kúnstir. Ég fór nú samt með...

Re: SHELL FROM HELL !!!!!

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Djöfull er það lélegt, fær maður þá ekki afslátt af vökvunum, svona eins og þegar maður dælir sjálfur…. Félagi minn lenti í því að það var dælt vatni á bílinn hans þegar hann fór að taka bensín á Shell stöð. Þá hafði verið orðið svo lítið eftir af bensíni í geymslutanknum á bensínstöðinni og það safnast alltaf fyrir slatti af raka í svona tanki, þá fékk hann bara fullan bíl af vatni. Hann komst að stað og niður að næstu ljósum þar sem bíllinn dó. Það þurfti að draga hann á verkstæði og rífa...

Re: 230e vs 300ce

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Nei, hef ekkert skoðað hann. Spjallaði aðeins við einn sölukall hjá bílasölu Reykjavíkur og hann sagði að bíllinn hefði lent í einhverju tjóni að framan og hefði þurft að laga intercoolerinn eitthvað. Miðað við verðið býst ég ekki við að hann sé í góðu ástandi, svo kostar örugglega rosa pening ef þarf að gera eitthvað við vélina, sérstaklega túrbínurnar.

Re: 230e vs 300ce

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ef þig langar í sjaldgæfan bíl þá geturu fengið BMW Alpina B10, bíllinn sem er til sölu er númer 237 af 507 framleiddum :) Það var sett 1650 þús á hann síðast þegar ég gáði.

Re: flækjur

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þessi spurning er nú alveg efni í fína grein á Tjúnkubbinn.

Re: DLS hátalarar.

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það myndi hjálpa ef þú myndir segja hvaða módel af DLS hátölurum þetta eru og stærðir og slíkt.

Re: Fötlun

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég er nú tæpir 2 metrar á hæð og mér hefur tekist að keyra Nissan Micra, tók af vísu alltaf af stað í öðrum því gírstöngin rakst í hnéð á mér ef ég ætlaði að setja í fyrsta :) Lykilatriði er að hægt sé að stilla stýrið, færa það upp og niður. Það er miklu meira pláss fyrir mig í ‘97 Golfnum mínum en ’00 Nissan Terrano jeppanum hans pabba, þó ég sé með sætið í öftustu stöðu þá kem ég fótunum samt ekki almennilega undir stýrið. Þannig að stærð bílsins þarf ekki endilega að þýða meira pláss...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok