Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kull
Kull Notandi frá fornöld 178 stig

Re: Er e-ð kælikrem betra en annað?

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Arctic Silver 2 er talið það besta, það fæst hjá Miðbæjarradío og Íhlutum líka held ég. Það getur munað miklu að hafa gott kælikrem, alveg frá 2-7 gráðum.

Re: Samanburður á netverslunum

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Síðan hvenær varð Thor.is netverslun?? Thor.is er heimasíða Þór hf sem er staðsett í Ármúla 11 og hafa verið þar í fjöldamörg ár. Það er samt ágætis verslun og er með ýmis merki sem aðrir hafa ekki.

Re: tilraun - eyða

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
<a href="http://www.hugi.is/info">Kíktu hingað.</a

Re: Skólplagnatjúningar...

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Láttu bara mæla hann, ég yrði frekar hissa ef hann mældist mikið yfir 170 hestöfl með þessum breytingum. Annars eru hestöflin ekki allt, togið skiptir náttúrulega miklu og svo verða bílarnir oft fljótari á snúning og svoleiðis með svona breytingum.

Re: Smá til gamans fyrir......

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég mæli með að þú látir mæla hann, getur t.d. gert það hjá Tækniþjónustu bifreida (www.bifreid.is), kostar um 5000 kall. Miklu skemmtilegra að hafa það staðfest og færð líka graf yfir hestöfl og tog sem sýnir allt snúnigssviðið. Fyrst bíllinn er 160 hestöfl original þá hlýturu að hafa gert nokkuð mikið meira ef hann á að vera 190…

Re: Soltek & Soyo

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þór hf í Ármúlanum er með þetta Soyo móðurborð veit ég, getur séð það hér: http://www.thor.is/tolvu/index.htm

Re: Smá til gamans fyrir......

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hvernig er hann tjúnaður? Ertu búinn að láta mæla hestöflin í honum eða er þetta bara ágiskun hjá þér?

Re: toyota

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Mig minnir að hann sé með 1800 VVT-i vél, 192 hestöfl og 6 gíra gírkassa.

Re: Hercules 3d prophet III tit 200

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég rakst einmitt á eitt í gær hérna: http://www.hardocp.com/reviews/vidcards/hercules/3dprophet_gf3ti200/ Það fær fína dóma.

Re: toyota

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég sá reynsluakstur á nýju Corollunni í Mótor í gær og virðist hann vera breyting til batnaðar. Það kom einnig fram að þeir ætli að flytja inn T-Sport, kom ekki fram hvenær samt.

Re: innflutningur á íhlutum...

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég mæli með að þið lesið umræðurnar í þessari grein: http://www.hugi.is/deiglan/greinar.php?grein_id=34256 Þarna kemur fram flest um málið.

Re: innflutningur á íhlutum...

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Jamm, þarft alltaf að borga VSK. Ef hlutirnir kosta 50.000, segjum svo 5000 í flutningskostnað, þá leggst VSK ofan á það 55.000 x 24.5% = 68.500.

Re: innflutningur á íhlutum...

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Það er enginn tollur af tölvuvörum en þú þarft að borga virðisaukaskatt. Hann leggst ofan á vörurnar og sendingarkostnað og er 24.5%.

Re: hvað má og hvað má ekki....

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Síðast þegar ég vissi mátti aldrei nota þokuljós í þéttbýli. Er búið að breyta því?

Re: ein hugleiðing.......

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Það skiptir engu máli hversu margir svara grein eða hversu oft hún er lesin, þú færð ekkert fleiri stig. Þú færð, að ég held, 10 stig fyrir grein en 18 stig ef hún er með mynd. Stigin skipta svosem engu máli, gefur bara til kynna hversu active menn eru á áhugamálinu.

Re: Cooling

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég er sammála BOSS. Síðan geturu reynt að fá þér hljóðlátari viftur í kassann. 92mm viftur eru hljóðlátari en 80mm því þær snúast hægar, ég mæli með Sunon sleeve viftum, athugaðu í Íhlutum í Skipholti. 40°C fyrir AMD er alveg ágætt, þú færð ekkert mikið lægra en það með loftkælingu. Flestir sem ég þekki eru í kringum 50-60°C.

Re: Hvað fær maður eiginlega úr tjúnun?

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þetta fer náttúrulega eftir því hvernig tjúnun þú ert að tala um. Kraftpúst, kraftsía/loftinntak og kubbar eru ekkert mál og mæli ég með því. Það sem þú færð er náttúrulega meiri kraftur og skemmtilegri bíl. Þó hestöflin aukist ekkert gífurlega þá breytist vinnsla vélarinnar og hún svarar betur og vinnur betur á öllu vinnslusviðinu. Ef þú ert að tala um túrbínu eða svoleiðis róttækari breytingar þá þarftu að vita hvað þú ert að gera og getur tekið góðan tíma að stilla allt saman.

Re: Að tjúna.

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég væri ekkert hissa á að túrbína og allt sem því fylgir myndi kosta um 300.000 kr. Ef þú ert með hálfa milljón til að eyða í bílinn ættiru að geta komið honum vel yfir 200 hesöfl. Hvar sástu túrbínu sem gefur 40 hö fyrir 100.000?

Re: M5 Auglýsing

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Sú auglýsing er bara ein af fimm sem BMW létu gera og eru þær mjög flottar. Þú getur skoðað þær hér: http://www.bmwfilms.com Þessi með Madonnu heitir Star og er einmitt leikstýrt af Guy Ritchie.

Re: Tölva til sölu

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ef þú ákveður að selja búta þá hefði ég áhuga á móðurborðinu og örgjörvanum.

Re: Hvað hafið ?

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Mesta sem ég hef gert er að skipta um perur og loftsíu. Skipti að vísu sjálfur um tölvukubb og er bara nokkuð stoltur af því :) Að vísu er minn bíll aðeins breyttur með kraftsíu, kraftpústi og Koni gormum og dempurum en ég lét verkstæði setja það allt í. Ég hef bara lesið fullt á netinu og í bílablöðum, ásamt því að spjalla við marga um þessa hluti.

Re: Saxo VTS

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Persónulega finnst mér hann vera full lítill, tengist því kannski að ég er tæpir 2 metrar á hæð. Ég fékk einu sinni Nissan Micro bílaleigubíl meðan var verið að laga minn bíl og ég gat varla komið honum í fyrsta því gírstöngin rakst alltaf í hnéð á mér :) Ég bjóst samt við að sjá fleiri á götunum enda er fínt verð á honum.

Re: GameCube leikjatalva aldarinnar

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég væri til í að sjá þig spila venjulegan geisladisk í Mini disk spilara ;)

Re: Ekki nóg að hafa bara V8.......

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
LOL, alltaf gaman að svona sögum :D

Re: Að tjúna.

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Jamm, alveg rétt. Ég er búinn að setja þetta allt á bílinn minn og er ánægður með það, mikið skemmtilegri vinnsla í vélinni og náttúrulega mikið skemmtilegra hljóð :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok