Milljónirnar 6000 eru fyrir skatta. Það skiptir Símann engu máli í dag hvort hann skilar hagnaði upp á 150 millur og borgar skatta upp á 5850 millur, eða hagnað upp á 5850 millur og 150 millur í skatta. Einkafyrirtæki eru hins vegar mun duglegri að koma sér undan að borga skatta, með réttum fjárfestingum, lántökum og -veitingum, kaupum á tapi, styrkjum í ýmis verkefni, og ýmsum öðrum bellibrögðum. Auk þess er það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að lækka álögur á fyrirtæki og auka þar með...