Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kristbjorn
Kristbjorn Notandi frá fornöld 50 ára karlmaður
338 stig
Áhugamál: Bækur, Flug, Deiglan

Re: 2. umræða um loftferðafrumvarp

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Atkvæðagreiðsla fór fram á mánudaginn, og eins og við var að búast greiddu stjórnarflokkarnir atkvæði með og stjórnarandstaða á móti. Greidd voru atkvæði um einstakar greinar, og fór yfirleitt 27-17. Eina greinin sem menn voru sammála um var niðurfelling leiðarflugsgjalds (sem þýðir að ekki verða til peningar til að borga flugumferðarstjórum, en að er önnur saga). frumvarpið er semsagt komið til 3. umræðu án viðkomu í samgögnunefnd, sem þýðir að það verður væntanlega að lögum innan skamms. Kristbjörn

Re: Veikindi flugumferðarstjóra og lokun BIRK

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það er rétt að atvinnuflug tafðirst mikið í Keflavík, en hér hafa menn verið að tala um Reykjavíkurflugvöll og gerræðislegar reglur sem þar voru settar. en lítum aðeins á hvað gerðist í Keflavík… Nú þekki ég ekki mikið til þess hvernig þessi vinna virkar yfirleitt hjá flugumferðarstjórum, en af hverju bara ein vél á hálftíma ? Það þýðir að ein vélin er komin langleiðina ti Hornafjarðar áður en sú næsta fer í loftið. Þeir voru með fimm manns á vakt, það ætti að vera einn með BIRK og Reykjavík...

Re: Veikindi flugumferðarstjóra og lokun BIRK

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Áætlunarflug fékk að fljúga, ekki einka- og kennsluflug. Ég veit ekki með verkflug eða leiguflug. Kristbjörn

Re: Veikindi flugumferðarstjóra og lokun BIRK

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nú hef ég kíkt niður í Fluggarða nokkra laugardaga (um eða eftir hádegi að vísu) og sé yfirleitt ekkert annað að hópa af fólki að skiptast á reynslusögum og ræða pólitík. Það er góðra gjalda vert, en ég sé ekki hvað það hefur með réttindabaráttu að gera. með kveðju, Kristbjörn

Re: timasöfnun???

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það má heldur ekki gleyma því að flgutími er ekki bara flugtími. Í Bandaríkjunum eða Kanda er veðrið kannski ekki að stríða fólki, en þar þarf að glíma við ótal loftrými, flugumferðastjóra sem bara tala ensku, og óstjórnaða flugvelli við hvert fótmál. Kristbjörn

Re: Veikindi flugumferðarstjóra og lokun BIRK

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það er enginn að tala um að banna áætlunarflug, ég er að tala um að banna ekki einkaflug. Einkaflug þarf mun minni þjónustu en áætlunarflugið. Og kennsluflugið er langt frá því að vera hobbíflug einstaklinga. Það er hluti af dýru námi, og það er atvinna fjölda manns. Flugkennarar fá ekki borgað fyrir að sitja á jörðinni. Þegar umferð er takmörkuð vegna vegavinnuframkvæmda bannar Vegagerðin ekki jeppa og einkabíla en hleypir rútum framhjá. Áætlunarflugið treystir á einka- og kennsluflug til...

Re: 2. umræða um loftferðafrumvarp

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
2. umræðu er lokið, og atkvæðagreiðslu frestað. Lúðvík Bergvinsson sýndi góða takta, en aðrir voru lítt sannfærandi. Guðmundur Hallvarðsson reyndi að reka málið í gegn án umræðu, og átti snilldarlega túlkun á umsögn FÍA um frumvarpið. FÍA sagði efnislega “Þetta er allt svo mikil vitleysa að við viljum ekki vera að gera athugasemdir við einstakar greinar, nema þetta með aldurinn”. GH túlkar það sem “FÍA gerir bara eina athugasemd við frumvarpið”. En auðvitað endar þetta með því að Sturla og...

Re: Flugskóli og Flugtímarnir þeirra

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Orð skulu standa, og menn ættu að standa við gerða samninga. Um hvað samdirðu við Flugskólann ? Þegar ég var að læra hjá þeim vorið 2001 samdi ég um fast verð á flugtíma, og borgaði svo eftir á fyrir þann fjölda tíma sem ég flaug þann mánuðinn. Þessi samningur hafði hins vegar takmarkaðan gildistíma, hálft ár minnir mig. Það er mjög óeðlilegt að ætlast til að þú getir endalaust fengið flugtíma á því verði sem gilti þegar þú hófst námið. Það er líka óeðlilegt að rukka fyrir vöru fyrirfram án...

Re: Um gagnrýni á frumvarp samgönguráðherra

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég sendi slóðina á hinn þráðinn um frumvarpið, http://www.althingi.is/altext/127/s/0288.html Einnig er hægt að fara á Alþingisvefinn og leita í þingskjölum að orðinu “loftferðir” Kristbjörn

Re: Um gagnrýni á frumvarp samgönguráðherra

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Gallinn við þessa umræðu hér er að eðlilega verður hún mjög einhliða, eins og Jakob Falur benti réttilega á. Flestir eða allir þeir sem lesa þetta áhugamál eru sammála um að þetta frumvarp beri að stöðva. þess vegna verða mun meiri umræður um málefni eins og Flugskólann, þar sem fólk frá báðum hliðum tekur þátt í umræðunum. Ef fólk er sammála verða engar umræður. Þess vegna er mikill fengur að því að fá hérna fólk á borð við Jakob Fal, sem getur gefið okkur sjónarmið ráðuneytisins í þessu...

Re: Um gagnrýni á frumvarp samgönguráðherra

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Reglur um áfengi eru smámál. Þetta er greinin sem hræðir mig mest (úr 16. gr. frumvarpsins): “Flugmálastjórn Íslands getur gefið út rekstrarfyrirmæli varðandi einstaka rekstrarþætti hjá flugrekendum og öðrum þeim aðilum sem ber að starfa samkvæmt leyfi útgefnu af stofnuninni. Slík fyrirmæli geta þó einnig varðað reksturinn í heild. Rekstrarfyrirmæli geta lotið að því að banna tiltekna starfrækslu, binda hana takmörkunum eða gera hana háða því að tiltekin skilyrði sem stofnunin setur séu...

Re: Um gagnrýni á frumvarp samgönguráðherra

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þeir sem hafa skrifað hérna um þetta frumvarp eru flestir flugmenn og hafa því þurft að eiga við Flugmálastjórn. Mín persónulega reynsla af Flugmálastjórn er að þar ráði geðþóttaákvarðanir, frekar en fagleg vinnubrögð. T.d. rukkuðu þeir mig eftir ólöglegri verðskrá þegar ég fékk flugskírteinið útbúið. Það tók marga mánuði að fá það leiðrétt, og þó var ég með lögin 100% á bak við mig. Enn fremur hefur það komið fram t.d. í nýlegu máli með heilbrigðisvottorð flugmanns að stofnunin á afskaplega...

Re: Frumvarp um aukin völd Flugmálastjórnar

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Samgönguráðherra hefur í gegnum tíðina staðið þétt við bakið á flugmálastjóra ef einhver gagnrýni hefur komið fram á FMS. Sérstaklega skal bent á allan Skerjafjarðarfarsann. Ég las í gegnum allt frumvarpið á sínum tíma, og bjó til útdrátt sem ég ætlaði að senda á Huga, en svo týndist hann einhvern veginn. Mig minnir að höfuð atriðin hafi verið eftirfarandi: 1) FMS má gera húsleit hjá eftirlitsskyldum aðilum hvenær sem er og hvar sem er. Ekki þarf dómsúrskurð eins og hjá venjulegu fólki. 2)...

Re: Aðgangur að flugvelli

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég var búinn að koma mótmælum á framfæri við vaktstjóra slökkviliðsins, og er að væla hérna á Huga til að vekja athygli flugskólamanna og einkaflugmanna á að þetta stæði til. Kristbjörn

Re: Aðgangur að flugvelli

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það er ekkert mál að komast yfir girðinguna, og ef mér hefði legið á í loftið hefði ég farið í gegnum gatið við grunninn sunnan við skýli 26. Það er hins vegar óþolandi að einhverjir slökkviliðsmenn geti ákveðið upp á sitt einsdæmi að læsa hliðinu sem ég ætla að nota, er vanur að nota, og hefur verið sagt að nota. Það er hægt að láta vaða yfir sig á skítugum skónum, og það er hægt að standa upp og mótmæla. Ég vil standa upp. Sama gildir um fasistafrumvarpið sem Sturla er á góðri leið með að...

Re: Hvar er best að læra að fljúga?

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þessi spurning hefur komið fram áður, og yfirleitt eru svörin svipuð. Það eru nokkrir flugskólar sem kenna til einkaflugmanns á Íslandi. Flugskóli Íslands er sá stærsti, og sá eini sem kennir til atvinnuflugmanns. Margir eru fúlir út í FÍ, og margir eru hæst ánægðir með hann. Allir skólarnir bjóða upp á ódýrt kynnisflug. Farðu niður á völl á sólríkum degi og labbaðu á milli skólanna (ef það verður þá ekki búið að læsa þig úti). Kíktu á flugvélarnar og fólkið. Veldu skóla þar sem þér líst vel...

Re: Aðgangur að flugvelli

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Í sambandi við að krassa flugvélum á byggingar vil ég minna á hvað gerðist síðast þegar einkaflugvél var krassað á fræga byggingu í Bandaríkjunum. 1994 stal gaur cessnu 150 og krassaði á Hvíta húsið. Það þurfti að mála hliðina sem hann keyrði á. Þeir mega alveg læsa þoturnar inni, en látið einkaflugvélarnar vera. http://avstop.com/news/CessnaSingleEngine.html Kristbjörn

Re: Að byrja eða klára flugnám

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér finnst alla veganna afskaplega hæpið að ritstjórar geti eytt út hverju sem þeim sýnist, án nokkurs rökstuðnings. Síðustu vikurnar hefur engin umræða verið í gangi hérna, af því að allt bitastætt er klippt út um leið og það birtist. Menn koma hér fram á opinberum vettvangi og eru rekjanlegir til kennitölu. Af hverju er verið að klippa á málfrelsið ? Kristbjörn

Re: Til sölu flugvél

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þetta er æði. Mig langar að setja 200 millur á visa raðgreiðslur. Ætli þetta séu norsku olíufurstarnir ? Kristbjörn

Re: Að byrja eða klára flugnám

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hvenær á fólk að læra að fljúga ? Að mínu mati er svarið alltaf að núna sé rétti tíminn. Það er gaman að fljúga, þó að fólk þurfi að vinna á jörðu niðri í nokkur ár, á meðan flugið er að ná sér út úr sjokkinu eftir 11. sept. Til frambúðar hlýtur útlitið að vera gott. Flugið er eini samgöngumátinn sem leyfir fólki að ferðast til fjarlægra landa á skikkanlegum tíma. Fólk vill alltaf ferðast meira, og frítími og peningaráð eru á uppleið. Það er tiltölulega ódýrt að læra að fljúga núna, og það á...

Re: Nýtt flugfélag

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sá korkinn ljós í myrkri eftir að ég sendi þetta inn. Carry on… Kristbjörn

Re: Atlanta hefur ráðið 1 íslenskan flugmann á B767

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Atlanta hefur engum skyldum að gegna við íslenska flugmenn. Núna er mikill fjöldi af góðum belgískum flugmönnum að leita sér að vinnu eftir gjaldþrot Sabena. Af hverju ætti Atlanta ekki að notfæra sér það ? Kristbjörn

Re: Nöldur

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Fyrirgefðu forvitnina, en af hverju náðirðu ekki bara í skírteinið þann 6. ? Svo skil ég ekki alveg vandamálið. Þú getur hvort eð er ekkert flogið fyrr en þú færð heilbrigðisvottorðið, þannig að það skiptir ekki máli hvort þú færð fyrst. Kristbjörn

Re: Flugskóli Íslands

í Flug fyrir 23 árum
Menn voru að bera saman vélar FÍ og vélar í flugskólum út um allan heim. Þar bera íslenskar vélar af. C-152 vélarnar hjá FÍ eru mjög þokkalegar. Það eru C-172 vélarnar sem eru yfirleitt ekki í alveg eins góðu standi (þar sem í þeim eru flóknari tæki). Ég tók líka fram fyrir stuttu að ég hef tekið einn flugtíma í San Díegó. Þar virtust vélarnar enn slitnari og lúnari en hér. Þær upplitast í sólinni, gúmmíið í dekkjunum var illa farið, og almennt voru flestar vélarnar þarna slitnar. Við höfum...

Re: Flugskóli Íslands

í Flug fyrir 23 árum
Ég var að reyna bera þetta saman í korki fyrir nokkrum dögum. Þetta verður ca. 70-100 pund í Bretlandi (10-15.000) og ca. 40-70 dollarar (4-7.000) í Bandaríkjunum. Við erum semsagt á svipuðu róli og Bandaríkin. Kristbjörn
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok