Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kristbjorn
Kristbjorn Notandi frá fornöld 50 ára karlmaður
338 stig
Áhugamál: Bækur, Deiglan, Flug

Re: hvaða flugfélag er þetta eiginlega?

í Flug fyrir 23 árum
MD-flugfélagið er íslenskt flugfélag sem byrjar smátt, en hugsar sjálfsagt stórt. Þeir eru að reka tvær eða þrjár MD flugvélar (TF-MDA og TF-MDB) úti í Evrópu, en eru með flugumsjón hérna heima. Þetta gæti orðið nýtt Atlanta, en þeim hefur hingað til gengið mjög vel að halda sig frá fjölmiðlum. Ég er ekki klár á því hvort áhafnirnar eru íslenskar eða erlendar. Þú getur flett upp MDA og MDB í loftfaraskránni á flugheimi. //Kristbjörn - veit í sjálfu sér ekkert um þetta apparat

Re: Hlutir í flugvél?

í Flug fyrir 23 árum
Það eru ekki til neinir ríkir einkaflugmenn. Alla veganna eru þeir ekki ríkir lengi…. Kristbjörn - blankur einkaflugmaðu

Re: TF-FMS

í Flug fyrir 23 árum
Sammála Otra með Ilulissat. Ég var þarna á ráðstefnu í fyrrahaust, og það tók mig 3 daga að komast til Grænlands og 2 daga til baka. Farið sem slíkt er ekkert svakalegt, enda sennilega niðurgreitt af danska ríkinu, en tíminn sem fer í þessa ferð með áætlunarflugi er ofboðslegur. Auðvitað væri töff fyrir ríkisstjórnina að hafa eina GulfStream Reykjavíkurflugvelli, tilbúna að skjótast með Halldór og kompaní út um allan heim hvenær sem er. Sparnaður í dagpeningum og hótelkostnaði færi sjálfsagt...

Re: Leiguflug Flugmálastjórnar -> Könnun -> Hugleiðingar

í Flug fyrir 23 árum
Varst þú ekki innsti koppur í búri hjá Jórvík, deTrix ? Það eina sem ég veit um málið eru tölurnar sem DV hefur verið að slá upp fyrir “sambærilega vél”, sem er þá væntanlega eitthvað á borð við Piper Navajo eða Cessna 402, á 120-130 þús á tíma. Ég vil endilega heyra lægri tölur. Kristbjörn

Re: Leiguflug Flugmálastjórnar -> Könnun -> Hugleiðingar

í Flug fyrir 23 árum
Leiguflug er alltaf leiguflug, hvort sem menn takmarka sinn kúnnahóp eða ekki. Ég skil hins vegar alveg að ráðherrar vilji frekar fara með King Air en að leigja rándýra Partenaviu af Ísleifi eða Jórvík. Kristbjörn

Re: Emirates tekur af skarið

í Flug fyrir 23 árum
Þetta er allt á www.airbus.com, lengd 73 m, MTOM 560 tonn. Spec taflan er á http://www1.airbus.com/products/A380-100_specif.asp Kristbjörn

Re: Hvað gerðist í raun ??

í Deiglan fyrir 23 árum
Það var ekki CNN sem keypti upp þessar myndir, heldur Pentagon. Ég held ég hafi skrifað CIA í fyrri pósti, en það rétta er víst að varnarmálaráðuneytið keypti ´réttinn á öllum myndum sem koma úr eina alvöru myndatökuhnettinum sem ekki er háður ríkisstjórnum. Sjá frétt: http://www.guardian.co.uk/waronterror/story/0,1361,575594,00.html CNN sýnir hins vegar nákvæmlega það sem stjórnvöld í Bandaríkjunum vilja að þeir sýni. Kristbjörn

Re: Hvað gerðist í raun ??

í Deiglan fyrir 23 árum
Það sem GunniS er að benda á eru ýmsir hlutir sem ekki passa í þessu máli öllu saman, en pressan hefur ekki haldið á lofti. Það var flugfreyja sem hringdi úr einni vélinni og gaf upp sætinúmer flugræningjanna. Þau númer passa engan við þau nöfn sem FBI/CIA gaf upp og farþegalista vélanna. Það er staðfest að flest þessi 19 nöfn sem FBI/CIA gaf upp voru fölsuð. Einhverjir löngu látnir, og aðrir birtust ljóslifandi eftir árásina. Það eina sem er vitað um þessa flugræningja er að við vitum ekki...

Re: Þankar

í Deiglan fyrir 23 árum
Ég mæli ekki með biblíunni til að finna svör. Þversagnirnar á milli gamla og nýja testamentisins eu gríðarlegar. Gamla testamentið talar mikið um refsingar, hefnd og hvað skuli gera við þá sem ekki þóknast guði, meðan nýja testamentið fjallar um kærleika og fyrirgefningu. Flestir geta fundið réttlætingu á sínum málstað í biblíunni, hver svo sem málstaðurinn er. Kærleiksboðskapurinn er allra góðra gjalda verður, en auga fyrir auga og allt sem því fylgir finnst mér ekki til eftirbreytni. Kristbjörn

Re: AVGAS 100LL

í Flug fyrir 23 árum
verð í Bandaríkjunum er að finna á síðum Airnav, eins og ég benti á fyrr í þessum korki. Beinn hlekkur á yfirlitssíðu er: http://www.airnav.com/fuel/report.html Almennt virðist gallonið kosta um 2,50 dollara. Það gerir ca. 65 kr. á líter. Ef við bætum vaski á það fáum við 82 kr./líter. Eins ótrúlegt of það virðist erum við þannig að borga lægra verð en kaninn fyrir 100 LL. Að vísu er verðið aðeins að síga niður hjá þeim síðustu dagana. Það virðist ekki ætla mikið neðar en í 2 dollara á...

Re: AVGAS 100LL

í Flug fyrir 23 árum
Verðlagning á flugvélabensíni er allt önnur en á bílabensíni. ´Á flugvélabensíninu eru skattar og gjöld mun minni hluti útsöluverðs en á bílabensíni. Heimsmarkaðsverð ætti þess vegna að valda mun meiri sveiflum í verði á 100 LL en það gerir á bílabensíni. Hins vegar er veltan líka mun minni, þannig að sennilega taka þeir ekki nema einn eða tvo farma á ári, og breyta þá verðinu sjaldnar. Ef olíuverð er ennþá tiltölulega lágt þegar næsti farmur gætum við séð einhverja lækkun, en ég hef svo sem...

Re: AVGAS 100LL

í Flug fyrir 23 árum
Hvað meinarðu með gengi ? Ég veit ekki um neina síðu með heimsmarkaðsverði, en á Airnav er heilmikið fjallað um verð út um öll bandaríkin. Það merkilega við þetta er að bensínið er ekki svo mikið dýrara hérna heima en úti í Bandaríkjunum. Sjá: http://www.airnav.com/fuel/ Kristbjörn

Re: Sámur frændi pínir og potar

í Deiglan fyrir 23 árum
Eins og áður hefur komið fram á þessum síðum hefur nokkuð mörgum greinum frá “hinni hliðinni” verið safnað saman á http://www.whatreallyhappened.com/. Þar eru meðal annars nokkrar tengingar í þessar pyntingaumræður. Þetta er allt saman hið versta mál, og vandamálið er að menn neita að horfast í augu við að ofbeldi getur af sér ofbeldi. Það ætti að senda fólk á námskeið í Íslendingasögunum. Kristbjörn

Re: Ólík menning, gagnkvæm virðing og hræsni öfgahópa

í Deiglan fyrir 23 árum
Það er þarft að minna á það að bandaríkjamenn viðurkenna ekki lögsögu Alþjóðadómstólsins í Haag, þar sem þeir eru hræddir um að þurfa þá að fara að svara fyrir sína stríðsglæpi. Það kemur semsagt ekki til greina fyrir þá að sakborningur í árásinni 11. sept verði framseldur þangað. Síðan er þetta mál allt saman mjög loðið, lögfræðilega. Bandaríkjamenn hafa verið duglegir við að kalla þetta stríðsaðgerð, en þá gilda allt aðrar reglur um þá sem þar standa á bak við heldur en ef þetta væri...

Re: Hlutir í flugvél?

í Flug fyrir 23 árum
Ég vil taka undir flest af því sem Mazoo segir um Geirfugl. Mér sýndist þetta vera lang besti kosturinn þegar ég fékk skírteinið fyrir nokkrum mánuðum. Í Geirfugli borgarðu alltaf fast mánaðargjald sem dekkar ca. tryggingar og skýlisleigu, og síðan borgarðu bara raunkostnað við flugtímana. Það er allur gangur á því hvernig þetta er í öðrum félögum. Hins vegar skal bent á það að Geirfugl var einu sinni bara lítið egg. Hugmyndin á bak við Geirfugl er einföld og framkvæmdin mjög góð. Til að...

Re: Bush ? ? ?

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
> Ég segi nú bra eins og einhver maður mælti: Bush > er svo heimskur að hann gæti ekki labbað og > tuggið tyggigúmi samtímis. Eins og sagt var um Lyndon B. Johnson á sínum tíma. Ég held hins vegar að Bush sé alls ekki svo vitlaus. Að sjálfsögðu lítur hann út eins og fífl, og hann virðist haga sér eins og fífl, en hvað býr á bak við ? Bush ættin er stórveldi í olíugeiranum. Eitt af stóru verkefnunum í olíubransanum næstu ártugina verður að ná í gas- og olíubirgðir Mið-Asíu, og koma þeim á...

Re: Tregðuleiðsögukerfi, einfalt mál ekki satt?

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Mikið rétt. Ef ég skil þetta system rétt, þá veit tregðuleiðsögukerfi ca. í hvaða stefnu flugvélin fer og fær upplýsingar um hraða einhvers staðar frá, og áætlar restina út frá því, ef því var sagt hvar flugvélin byrjaði. GPS veit hins vegar alltaf hvar flugvélin er og áætlar stefnu og hraða út frá því. Áttaviti veit bara í hvaða átt segulpóllinn er. Svo er stundum hægt að reikna eitthvað út frá því. Flugmaður veit bara hvað stendur á skjánum og spyr flugfreyjuna síðan á hvaða velli hann var...

Re: Grein á mbl.is 09.10.01

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þetta var einhvers staðar langt frá Afganistan, orustuþotan var að krúsa frá einhverri herstöðinni eða flugmóðurskipi í átt að átökunum. Sennilega eru þeir með kveikt á transponder meðan þeir eru að fljúga í gegnum alþjóðlega korridora. Kristbjörn

Re: Re:Re:Re:Re:Re: Vestmannaeyjabær vill Íslandsflug

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Er samsæri á leiðinni ? Hefur FV gengið í lið með Jórvík í “piston-mafíunni” að berjast á móti vondu túrbo-proppunum ? Sendir Bæjarstjórnin bæjarstarfssmenn á hlaðið ? Hver afgreiðir Jórvík ? Verður Herjólfi breytt í flugmóðurskip ? Er einhver ennþá að lesa þennan þráð ? Fylgist með í næsta þætti í spennuseríunni þegar tvær Jetstream tefjast í flutningum, og breytast í Cessnur. //Kristbjörn - bíður spenntur eftir Jetstream

Re: jákvæðar fréttir

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Er það ekki skrýtin framkvæmd ? Þá getur komið upp sú staða að t.d. nokkrum 737 flugmönnum sé sagt upp, og svo þurfi að kaupa 737 ratingu fyrir 757 menn með aðeins hærri starfsaldur sem eru færðir niður á móti. Hvernig virka annars allar þessar ratingar ? Eru flugmenn mikið að færa sig á milli tegunda ? Er mikið dýrara að taka eina nýja ratingu en að halda við fenginni ratingu ? Kristbjörn - að spekúlera

Re: Flug, Flug, Flug

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sælir Aðalhluti FÍ “námsefnisins” er á ensku, samið eftir einhverjum JAR stöðlum. Það er svakalegt torf. Inn á milli eru ljósritaðar viðeigandi síður úr Flugmálastjórnarbókunum. Í kennslunni er þessu öllu blandað saman. Ég held að það væri mun meira vit að halda sig við annað hvort Trevor eða FMS. Kristbjörn - tók einkaflugmann hjá FÍ vorið 2001

Re: Flug, Flug, Flug

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sammála með Trevor Thom. Hann útskýrir hlutina mjög vel, það er mikið af teikningum í bókunum og þær eru skrifaðar á mannamáli. Ég keypti Vol. 1, flight training meðan ég var í einkaflugmannsnáminu, og sé mest eftir að hafa ekki keypt hana fyrr. Það er hægt að fá þessar bækur í gegnum Amazon, sjá t.d. http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/search-handle-url/index=books-uk&field-author=Thom%2C%20Trevor/ Einnig fékk ég íslensku flugmálastjórnar bækurnar lánaðar. Þær útskýra hlutina líka nokkuð...

Re: Atvinnuhorfur í flugi.

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sjálfsagt er hægt að segja að 100% allra flugslysa sé af mannavöldum, eða öllu heldur vegna mistaka flugmanns. Hins vegar eru líka flestar vel heppnaðar lendingar af manna völdum, sem og afstýring ótrúlegs fjölda mögulegra slysa. Flugmenn gera semsagt mistök, en þeir gera líka margt miklu betur en nokkur tölva gæti. Ég held að þetta eigi eftir að þróast enn meira út í samvinnuverkefni þar sem tölvan sér um rútínu vinnuna, en flugmenn bregðast við óvæntum aðstæðum. Kristbjörn

Re: Áburðarverksmiðjan.

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Timothy McVeigh varð frægur fyrir að leggja bíl fullum af áburði fram við byggingu í Oklahoma. Í áburði eru alls kyns nítursambönd (ammoníak og fleira) sem geta verið stórhættuleg. Auk þess eru í Gufunesi stórir vetnistankar, en vetni er sennilega eitt eldfimasta efni sem völ er á (sbr. Hindenburg). Að sjálfsögðu á að vera löngu búið að færa áburðarverksmiðjuna og flugvöllinn, rétt eins og búið er að færa öskuhaugana upp á Álfsnes og gámahöfnina frá miðbænum upp í Sundahöfn. Nokkur orð um...

Re: Vestmannaeyjabær vill Íslandsflug

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég held að Jórvíkurmenn hafi alveg séð um það sjálfir að missa þetta flugrekstrarleyfi. Það er búið að tala um gildistöku þessara JAR reglna árum saman. FMS sendi lokaítrekun í ágúst, og fór fram á meiri pappíra. Það að Jórvík hafi ekki enn sent þetta inn sýnir ekkert annað en kæruleysi af þeirra hálfu. Svo er ég sammála Mazoo með það að líkurnar á að við fáum að sjá Jetstream minnka dag frá degi. Það þarf eitthvað mikið að gerast ef Jórvíkurmenn eiga að ná að klára alla pappírsvinnuna og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok