Svo vil ég benda á það að minimalismi er alls ekki eina stefnan í nútíma klassík. Serialismi er til dæmis önnur mikilvæg stefna, Webern, Stockhausen, Messiaen og Boulez eru mikilvæg tónskáld ef þú villt kynna þér þá stefnu. Svo er neo-klassíkin nokkuð stór líka. Úr þeirri stefnu kemur eitt uppáhaldstónskáldið mitt, Francis Poulenc (verk: Les Bitches, Orgelkonsert og Sextett fyrir píanó, klarinett, óbó, flautu, fagott og franskt horn. Ég hef aðeins heyrt eitt söngljóða hans og líkaði vel,...