Betri? Tjah, Mózart var bara betri í sinni tónlist og Beethoven betri í sinni. Hvað tónlist þeirra er er einfaldlega hugmyndafræðilega mismunandi þannig að eiginlega er ekki hægt að bera hana saman þannig séð. Mózart leit á tónlist sem listina að semja fallega laglínu og setja undir hana viðeigandi hljóma. Mózart var algjör meistari í því. Beethoven var aftur á móti með mun dýpri pælingar um tónlist, leit á hana sem tjáningarform og þess vegna er tónlist hans dýpri, tjáningarríkari og oft...