Reyndar vil ég bæta því við að eitt af því sem mér finnst frábært við rokk og blús og djass er hvað oft er mikil sál í því, þess vegna voru Deep Purple tónleikarnir sem ég fór á nú með betri tónleikum sem ég hef heyrt. Fyrst í stað hélt ég að þessi sál gæti aðeins heyrst í rokki og blús, en með tímanum sá ég að mér skjátlaðist. Eftir því sem ég hlustaði meira á blús og rokk fannst mér sálin verða formúlukenndari og einhvernveginn fíla ég hana bara í dag einmitt á tónleikum, svo var það hitt,...