Heimurinn á aðeins rétt á sér sem fagurfræðilegt fyrirbæri - úr Fæðingu Harmleiksins eftir Friederich Nietzsche Fyrir mér er heimurinn og lífið, eða partur af heiminum og lífinu, fagurfræðilegt fyrirbæri og ég reyni að njóta hans sem slíks, auk þess að reyna að viðhalda tilvist hans. Ég einfaldlega sé ekki tilgang með heiminum öðruvísi, ég hef hvergi séð neitt sem er alls sársaukans virði nema list (þá á ég við alls kyns listir; myndlist því hún getur sagt svo margt í einu, tónlist því hún...