Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hatur

í Heimspeki fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það er einmitt það sem búddistar reyna að láta sig skipta engu máli. Allt líf er jafnheilagt í þeirra augum. Eða svo skilst mér.

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég er sammála þér í þessu, þess vegna var ég að benda þér á að þessi réttur sem þú minntist á í upphafi ýtir undir eyðileggingu menningararfs (hvetur þá sem hertaka að eyðileggja menningararf til að verk þeirra (hertakan) sé ekki unnið fyrir gýg). Vonandi höfum við skilið hvorn annan núna :)

Re: Ofmetin? Vanmetin?

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ofmetin: Platoon. Frekar kraftlaus og vemmileg mynd enda ekki hægt að búast við öðru af fyrstu raunsæu Vietnam-myndinni frá Hollywood. Tónlistin í myndinni er algjört rusl og gerir myndina asnalega og ýtir undir undirliggjandi væmnina. Myndin er reyndar sæmilega leikin á köflum og er auðvitað ljósárum á undan flestum öðrum stríðsmyndum frá Hollywood. Mín einkunn: 3, IMDB einkunn: 8,1 Vanmetin: Scared/sacred. Í þessari heimildarmynd ferðast kvikmyndagerðarmaðurinn Velcrow Ripper um átakasvæði...

Re: Sjálfviljugur endir.

í Heimspeki fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það fer algjörlega eftir aðstæðum hvort sjálfsmorð sé eigingjarnt eða ekki. Stundum er líka eigingjarnt af öðrum að heimta af einhverjum sem engann lífsvilja hefur að halda sér á lífi með kvölum.

Re: Silmerillin eða hobbitin?

í Tolkien fyrir 18 árum, 8 mánuðum
En sá sem spyr segist hafa mikinn áhuga á sögu Middle-Earth og svoleiðis. Þannig að það er ekki best fyrir hann að lesa Hobbitann, sem er bara sjálfstæð saga sem kemur lítið inná sögu Middle-Earth, fyrst.

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það sýnir að þeir voru fyrirlitnir. Að minnsta kosti greini ég hatur sem eitthvað sambland af ótta, biturð og reiði. Held að hvíti maðurinn sem gerði þetta við þann svarta hafi hvorki óttast hann, verið bitur útí hann né reiðst honum. Hvíti maðurinn einfaldlega fyrirleit svarta manninn og var að sýna honum hver ræður. Tengist ekkert hatri að mínu mati.

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þú varst að segja að ef þjóð á menningarlegan arf (Jerúsalem?) þá eiga komandi kynslóðir rétt á honum. Ef þetta er rétt þá er best að eyðileggja allan menningarlegan arf til að komandi kynslóðir eigi ekki rétt á til dæmis landinu sem maður var að hertaka.

Re: Tom Waits

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Var Tom Waits djassari?

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þeir voru ekki hataðir, þeir voru einfaldlega þrælastétt og það var litið niðrá þá. Ef þeir hefðu raunverulega verið hataðir hefðu þeir einfaldlega verið drepnir allir sem einn.

Re: Bóluefni gegn fuglaflensu fundið

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Já ok, en þú veist að þegar það finnst bóluefni gegn einum vírus gildir það venjulegast fyrir flest stökkbreytt afbrigði. Kannski eru þetta góðar fréttir útaf því. Og nú getum við byrjað að tapa okkur úr hræðslu yfir því að stokkbreytta tegundin verði ónæm fyrir bóluefninu :D

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég var ekki að segja það, en ef þessi réttur þinn væri í fullu gildi værirðu að setja þá afakosti fyrir landnema að rústa allri menningu sem fyrir er á svæðinu til að þessi æðislegi réttur þinn falli úr gildi.

Re: Bóluefni gegn fuglaflensu fundið

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Sumar stökkbreytingar eru hins vegar margfalt líklegri en aðrar og þetta virðist vera bólefni gegn þeirri stökkbreyttu tegund vírussins sem viðrist vera líklegust og er skaðleg mönnum.

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Segðu mér þá afhverju þetta er útúr kú?

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Og hverjir ala það á hatri? Hvernig verður til hatur á einhverjum? Jú, þegar einhver kúgar þig eða eyðileggur eitthvað sem þú hefur byggt upp þá byrjarðu að hata hann. Hryðjuverkamenn eru sjálfsögð afleiðing ofbeldis gegn almenningi. Ísraelsríki er hins vegar engin sjálfsögð afleiðing, Ísraelsríki er bara eitthvað djöfulsins bull sem varð til því einhverjir valdamiklir menn halda of mikið uppá eitthvað gamalt og krumpað handrit!

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Enn aðrir hafa bent á að fólkið í Ísrael sé ekkert svo saklaust, það kallaði þetta yfir sig sjálft. Það tekur enginn helvita maður risastórt land af öðrum, flytur þangað inn og býst við friði. Í mannkynssögunni þegar einhver hefur eignað sér lands annars hefur fylgt með stríð og átök, allir þeir Ísraelar sem fluttu til Ísrael áttu að geta séð það fyrir, þetta er nánast sjálfsagt. Athugaðu líka að Ísraelsmenn fluttu frá vesturlöndum, þar sem flestir þeirra voru í nokkuð góðum málum, og þetta...

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
“?????” ? Ég er bara að segja að það er ekki réttlætanlegt fyrir mig að brenna húsið þitt til grunna þó að í því leynast litlar pöddur sem eru mér af og til til ama. Alveg eins og það er ekki réttlætanlegt að rústa heilu samfélagi útaf einhverjum Hizbollah samtökum sem hafa ekkert gert síðastliðin 12 ár nema taka einhverja 2 Ísraelska hermenn til fanga. Aðgerðum Ísraelsmanna má líkja við aðgerðum þess sem fer og eyðileggur heilt geitungabú því hann var stunginn einu sinni, tekur því mörg...

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Nei, auðvitað er mér ekki alvar með síðustu skilaboðum. En ef ég gerði þetta raunverulega værir þú svipaðri stöðu og líbanonar. Reyndar eru termítar kannski ekki góð samlíking við Hizbollah þar sem þeir hafa átt svo stóran þátt í uppbyggingu Líbanon.

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Já það er þeirra mál að vera stuðningsmenn Ísraelsmanna, en hvað kemur það málinu við? Þeir eru ennþá stuðningsmenn Ísraelsmanna þrátt fyrir það. Ég er alls ekki að segja að allir gyðingar styðji Ísraelsríki en margir þeirra gera það og gyðingar eru mjög valdamikil stétt í Bandaríkjunum. Sem dæmi nefni ég að gyðingar eiga öll stóru kvikmyndaverin í Hollywood og hafa átt síðastliðin 60 ár (heimild: Saga kvikmyndalistarinnar, bókaútgáfa Háskóla Íslands). Það hefði verið stórkostlega órökrétt...

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Er þetta ekki frekar einfalt. Freedom Fighters = “us”, terrorists = “them”, annars er þetta allt sami viðbjóðurinn.

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Heyrðu ég veit hvar þú átt heima og ég ætla að brenna húsið þitt af því að í því eru termítar sem hafa borist í húsið mitt.

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Já, verð að vera sammála þér. Og ég missti alla þolinmæði fyrir ofurdramatískum hollýwúddmyndum um Helförina þegar þeir byggðu þennan vegg.

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ok, þess vegna er sniðugt að rústa allri menningu þjóðar þegar maður hertekur land hennar, eða nei það er barbarismi!+

Re: Ef Guð er dauður er þá allt leyfilegt ?

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Úff það má lesa allan fjandan úr þessu og ég verð að viðurkenna að ég tapaði mér í smáatriðum. Ég sé hins vegar ekki að Genesis sé neitt merkilegri en til dæmis norræna sköpunarsagan, í þeirri norrænu varð allavega efnið og tómarúmið til fyrst sem goðin síðan mótuðu jörðina úr, hún hefst ekki á því að jörðin og himinninn séu fyrstu (og einu) efnin í heiminum. Í henni kom líka sjórinn á undan sólinni himninum þannig að sæist til sólar. Þannig að ég tek ekki undir að Genesis sé næst því sem gerðist.

Re: Spunaspil.is

í Spunaspil fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Kannski vegna þess að hugi er arfaslappur staður fyrir áhugamál eins og þetta og unglingarnir á leikvanginum þurftu endilega að koma sínum mjög svo …ehemm… gagnlegu …ehemm… kommentum sínum til skila. En ég óska eftir svari við afhverju þeir vilja ekki nota Spunaspil.is .

Re: Ef Guð er dauður er þá allt leyfilegt ?

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ok, setjum þetta bara skýrt og skorinort fram. Þú villt meina að vegna þess að dagur og nótt hafi haldið merkingu sinni hafi sköpun guðs verið í samræmi við vísindi okkar tíma. Ég vil meina að dagur og nótt hafi ekki endilega haldið merkingu sinni heldur hafi ljós og myrkur gert það og þvi segi sköpunarsagan að eftir að guð hafi skapað jörðina skapaði hann hraunið og skuggann og því samræmist sköpunarsagan ekki vísindum okkar tíma. Kannski voru dagur og nótt nýyrði sem komu til með...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok