Oliver Messiaen er frábær, ég myndi prófa að hlusta á Kvartett fyrir endalok tímans (Quattor pour la fin du temps), en Messiaen samdi kvartettinn meðan hann sat í fangabúðum nasista. Þykir þessi kvartet (fyrir fiðlu, selló, píanó og klarinet) eitt helsta 20. aldar verkið. Messiaen heillaðist ungur af fuglasöng og eyddi mörgum stundum rannsakandi og hlustandi á hann, en Messiaen trúði að öll tónlist væri kominn frá fuglum, þessi kvartett er eitt af fyrstu verkum hans með pörtum sem byggja á...