Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Samræður við Guð

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
En þér svöruðuð henni ranglega og með að gjöra svo hefðuð þér óvitandi getað beint ungum og saklausum spyrjandanum á veg glötunar og villu. Mannslíf eru hér í húfi.

Re: Spunaspil.is

í Spunaspil fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Afhverju hafa félagar þínir engan áhuga á spunaspil.is eða hugi.is/spunaspil (sem er kannski skiljanlegt af ýmsum ástæðum).

Re: Sumartónlist

í Klassík fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Öfunda hann? Það er ekki eins og hann hafi dottið ofan í einhvern lukkupott, maður hefur örugglega æft sig eins og óður og fórnað ýmsu. Reyndar skiptir máli að hitta á réttu kennarana, sem gæti kannski réttlætt öfund þína :p

Re: Sumartónlist

í Klassík fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Á diskinn Havana með Tómasi R. Hann er mjög skemmtilegur, var bara að leita að einhverju klassísku :)

Re: Mazeppa!

í Klassík fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég er samt ekki á því að þetta sé fullkominn flutningur. Meiri hraði og/eða meira vægi á laglínuna t.d. í kringum 1:10 væri eitt af nokkru sem þyrfti til þess. En þá þyrfti að fæðast fullkominn píanóleikari með ansi stóra putta.

Re: Samræður við Guð

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Eitthvað hlýtur að hafa orðið til þess að heimurinn varð til… á einhverjum tímapunkti. Ég get ekki ímyndað mér annað.

Re: "Cannibalism"

í Spunaspil fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þetta er svona svipað og ef menn éta simpansa.

Re: "Cannibalism"

í Spunaspil fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Úps, skildi ekki plottið. Sorry.

Re: "Cannibalism"

í Spunaspil fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það yrði skilgreint sem cannibalism. Cannibalism er ekki bara að eta sér til matar. Talið er að fyrsta mannátið hafi verið heilaát til að öðlast gáfur óvinar síns.

Re: Spunaspil.is

í Spunaspil fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég er stjórnandi á hugi.is/klassik. Stjórnendur eiga að eyða tröllaskap og almennum leiðindum. Sem er bara gott, en ekki halda að hann sé ekki til. :/

Re: Mozart kúlur

í Klassík fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jú. Miðað við stærðina á þessu.

Re: Mozart kúlur

í Klassík fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Nei, las þetta í Deutsche Grammophon tímaritinu.

Re: Hatur

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Mig minnir nú að búddismi gangi út á það að finnast allt líf jafnt. Ég held að þetta dæmi með æðsta munkinn gangi ekki alveg upp. Ættu að verða jafnreiðir við morð á ánamaðki…

Re: Silmerillin eða hobbitin?

í Tolkien fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Mér finnst Silmerillinn vera besta bók Tolkiens þannig að ég mæli með því að þú byrjir á honum. Í raun er Hobbitin lítil sæt saga þar sem lítið gerist í Middle-Earth historie-inu nema það að Bilbo finnur Hringinn eina. Þannig að ef þú hefur áhuga á sögu Middle-Earth ættirðu tvímælalaust að byrja á Silmerillinum.

Re: Sumartónlist

í Klassík fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Blöðrurnar í slagverkinu voru náttúrulega bara æði.

Re: Spunaspil.is

í Spunaspil fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það sem við stjórnendur eyðum er aðalega tröllaskapur, ekki skrítið að þú sjáir hann ekki :p

Re: Mozart kúlur

í Klassík fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Til gamans má geta þess að ef öllum Mozartkúlum sem nokkurntíman hafa verið framleiddar yrði raðað í beina línu (þannig að þær myndu snerta hvor aðra) næði sú lína þrisvar í kringum jörðina.

Re: A Game Of Thrones

í Spunaspil fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Margt annað sem mér virðist betra í GoT en D&D, til dæmis HP kerfið. Tillaga mín beindist aðalega að því að breyta nokkrum itemum.

Re: A Game Of Thrones

í Spunaspil fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Væri ekki bara hægt að auka “armor piercing value-ið” á slatta af vopnum og þá er málunum reddað? Persónulega finnst mér D&D of mikið í þá áttina að armour geri ekki neitt (nema hann sé magical) og galdrar skipti öllu.

Re: Tilfinningar góður eða slæmur hlutur?

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Neibb, ekki alvöru víkingar.

Re: Ef þú ríður..

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég hef tekið eftir því að allir sem flytja til nákvæmlega Noregs verða miklu fyrr, miklu verri í Íslensku. Ætli tungumálin séu ekki bara hættulega mikið skyld… svona tungumála incest dæmi.

Re: Laminn

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Með að berja hann tvisvar, einu sinni án ástæðu og einu sinni með, værir þú að gefa honum réttinn til að berja þig einu sinni með ástæðu…

Re: Laminn

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Lögmálið er auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Ekki ástæða til að taka auga fyrir ástæðu til að taka auga, ástæða til að taka tönn fyrir ástæðu til að taka tönn.

Re: Hatur

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jú, búddistar geta það! :p Þeir hafa sigrað hatrið en hata ekkert mikið… annars skil ég alls ekki í hverju sigur yfir hatrinu felst.

Re: Samræður við Guð

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Rökin fyrir því að það sé Guð til er sú að einhvernveginn hlýtur heimurinn (eða það sem skapaði heiminn) að hafa “byrjað”, til að fá endanlegt svar við þeirri spurningu hlýtur svarið (ef það er til) að vera að eitthvað hafi skapað/orsakað sjálft sig og skapað/orsakað síðan allt annað. Mitt mat er að það sem skapaði sjálft sig er eitthvað sem væri þess verðugt að kalla Guð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok