Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Könnunin : geta skoðunir verið rangar

í Heimspeki fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hefur samt hver einstaklingur ekki einungis rétt á að segja að annar hafi ekki séð hlutina í sama ljósi og hann? Svo þarf þetta ekki að vera spurning um ljós, heldur sjónarhorn. Maðurinn er bara dýr, hver heilbrigður (sá sem á möguleika á að lifa af) einstaklingur/þjóð gerir það sem hann getur til að deyja ekki. Að mínu mati voru gyðingaofsókirnar ekkert nema leið til að ná í þann auð sem var eftir í landinu, aðgerðin var síðan auðveld vegna aldalangs gyðingahaturs í Þýskalandi. Semsagt;...

Re: Gott-vont

í Heimspeki fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Kannski eru þær bara raunveruleikinn? Eða ertu kannski með einhverja magnaða skilgreiningu á honum uppí erminni?

Re: Gott-vont

í Heimspeki fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Skoðanir stjórna hegðun okkar, þar á meðal skoðanir á góðu og vondu. Þær skoðanir sem lifa í dag um gott og vont gera það sennilegast því þær hafa rutt öðrum úr vegi og/eða að þeir sem hafi þær hafa rutt þeim úr vegi sem hafa aðrar. Hverjir eru til í dag? Nær allir menn sem lifa í dag lifa í stórum og öflugum samfélögum. Því ætti ekki að vera vitlaust að draga þá ályktun að ráðandi skoðanir um gott og vont miði að því að styrkja samfélagið (t.a.m. með að byggja upp traust, koma í veg fyrir...

Re: Michel Camilo

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Vá, þetta er svalasti bassaleikari sem ég hef séð á æfinni. Trommuleikarinn var náttúrulega fínn líka en þessi píanóleikari er á einhverju guðdómlegu stigi.

Re: Karlheinz Stockhausen

í Klassík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Getur prófað að fara í tólf tóna og gá þar, þeir geta örugglega pantað þetta.

Re: Tónleikar Blásarasveitar Reykjavíkur

í Klassík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Fallegt þarf ekki endilega að vera einhliða orð og alls ekki eina jákvæða orðið sem notað er um tónlist, en já mér finnst það fallegt eins og það er notað.

Re: Tónleikar Blásarasveitar Reykjavíkur

í Klassík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ok, eeeeeldgamall þráður en: Ef þú vilt heyra hljóma með fullt af litlum tvíundum skalltu tékka á Ligeti, það sem hann notar er þó varla kallaðir hljómar, heldur tone-clusters (gefur kannski smá hugmynd um hvernig þetta hljómar).

Re: Tónleikar Blásarasveitar Reykjavíkur

í Klassík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég leit líka út eins og fáviti, ég nefndi þarna bækurnar Hljómfræði I, II og III, en aðeins ein þeirra hefur verið gerð (Hljómfræði I: Frumtök). Það hefur vísast staðið til að gera hinar, en þar sem þetta var góð námsbók gefin út á Íslandi hefur greinilega verið hætt við það.

Re: Tri-tone

í Klassík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Tónskratti er stækkuð ferund eða minnkuð fimmund (Ef það var það sem þú spurðir um), minnkuð ferund hljómar svipuð (eins á tempruðum) og stór þríund.

Re: Stofna þyrfti almennilegann miðjuflokk

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ætli ég styðji ekki vinstri græna, þar sem þeir virðast vera sá flokkur sem stjórnast minnst af hagsmunum. Þeir eru líka afar á móti virkjuninni og hafa lagt fram lagabreytingarfrumvörp sem miða að því að eitthvað verði hægt að gera í heimilisofbeldisvandanum. Þessir þættir skipta miklu fyrir mig og ég hef engra hagsmuna að gæta varðandi flokkastuðning.

Re: Stofna þyrfti almennilegann miðjuflokk

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Gaurinn sem skrifaði Bláa hnöttinn og Draumalandið, mest seldu bók ársins… Þú ert greinilega alveg gríðarlega vel á nótunum í bókamálum ;)

Re: Stofna þyrfti almennilegann miðjuflokk

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Auðvitað eru allir flokkarnir hérna hagsmunaflokkar.. eins og væri í hverjum öðrum 300.000 manna smábæ annars staðar í heiminum. Fyrir mér er það enginn hulinn ráðgáta hverjir kjósa framsókn; það eru þeir sem eru í klíkunni og njóta góðs af potinu. Annars sýnir það best hvað framsóknarflokkurinn er mesti hagsmunapotsflokkurinn að hinir flokkarnir geta státað sig af hugsjónaútbelgdum únglíngum á meðan formaður ungra framsóknarmanna er næstum þrítugur.

Re: Stofna þyrfti almennilegann miðjuflokk

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Miðað við hversu sterkt framsókn eru með einkavæðingu myndi ég ekki telja þá miðjuflokk. Heyrði meira að segja stjórnmálafræðing í útvarpinu segja að framsókn væri sennilegast mesti hægri flokkurinn í landinu í augnablikinu.

Re: Stofna þyrfti almennilegann miðjuflokk

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 7 mánuðum
… x-B var stofnaður sem hagsmunaflokkur bænda og er það ennþá, nema þessir bændur eru fluttir flestir í bæinn. Stefna xB er skýr; vera alltaf í stjórn. Sama þótt þeir þurfi að taka upp hægri-mannasiði sjálfstæðisflokksins eða einhverra annara, framsókn er afar hægri sinnaður flokkur, talar sterkt fyrir einkavæðingu og hefur sjaldan andmælt nokkru sem sjálfstæðisflokkurinn segir. Framsókn er hugsjónalaus, nema hugsa um sitt fólk; það er alveg gott og gilt markmið að mínu mati en þú verður að...

Re: Rifsberjahlaup

í Matargerð fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Svo er hægt að nota stilkana og sleppa hluta af gelatininu, það eru einhver límefni í stilkunum sem gera þetta víst kleift.

Re: Stórfyrirtækin á Íslandi góð eða slæm?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Öll menning byggist að hluta til á kúgun, það hafa alltaf verið þrælastéttir, stórar, alls staðar þar sem er glæst menning - menning; þetta stöff sem myndað er af manneskjum og hefur einhvernvegin útrýmt öllu öðru. Svo geturðu litið á ríkið sem eitt stórt fyrirtæki, þið frjálshyggjumenn lofið styrk fyrirtækjanna, þið hafið alveg rétt fyrir ykkur, þið eruð meira að segja eign eins slíks. Verið bara þakklátir fyrir að mega ráða einhverju um yfirmenn ykkar. Í lífinu er spurningin ekki um...

Re: Stórfyrirtækin á Íslandi góð eða slæm?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Tjah, ef þú lifðir í sósjalísku samfélagi og líkaði illa gætirðu flutt burt, sé ekkert að því að svo lengi sem maður nýti sér alla þjónustu sósjalistaríkis sem maður er í borgi maður hærri skatta.

Re: Stórfyrirtækin á Íslandi góð eða slæm?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
(Athugist: ég tala á forsendum frjálshyggjumanna, maðurinn verður að þróast eðlilega og það sem er sterkast er réttlætanlegt) Nei, mannlegt eðli og drift felst líka í samvinnu - það er ekki bara eigingirni og græðgi. Sálfræðirannsóknir (nei ekki þessar venjulegu sálfræðirannsóknir sem gerðar eru af einhverjum gaur útíbæ, heldur sálfræðirannsóknir sem eru almennt viðurkenndar og eru kenndar í skólum útum allt) sýna að eiga sér of marga fjendur (standa í of mikilli samkeppni) er rót flestra...

Re: Blink 182

í Popptónlist fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég er einfaldlega ekki sammála þessu. Ég myndi segja (á forsendum upphafa hlutanna): pop=allt sem er mjög vinsælt (ástæða: orðið er stytting á orðinu popular) black metal=Mayhem, Silencer (þessar hljómsveitir eru ekki lengur starfandi því meðlimir þeirra drápu sig, hvor aðra eða enduðu á geðveikrahæli; sveitirnar eru true).

Re: Stórfyrirtækin á Íslandi góð eða slæm?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Frjálshyggjusamfélagi ráða þeir ríku sem í raun neyðir fólk til að taka þátt í samkeppni… Þú segir að sósíalistar bæli niður mannlegt eðli, það finnst mér kapítalistar gera líka. Manneskjan er félagsvera og hefur gýfurlega hæfileika til að vinna saman, ekki gleyma því, að tvístra samfélaginu of mikið hefur ekki góð áhrif. Ekki tala svo við mig eins og ég sé kommúnisti eða einhver öfgamaður. Ég veit vel að hann virkar ekki.

Re: Stórfyrirtækin á Íslandi góð eða slæm?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Svo er þetta líka spurning um hvað viljum við að samfélag geri? Geti af sér fullt fullt af arði og sé ein stór vinnumaskína (kapítalismi), eða viljum við að fólk sé hamingjusamt (sósíalismi)? Það hefur enginn hamingju af því að vera í brjálaðri samkeppni og stressi alltaf alla daga (samanber okkar eigið samfélag) en það hefur enginn hamingju af því að slæpast allan daginn (samanber sovíetríkin). Vissir þú að kína getur meðal annars af sér bestu stærðfræðinga og vísindamenn heimsins? Það...

Re: Stórfyrirtækin á Íslandi góð eða slæm?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Öfundssýki… það þarf mun meira en það. Þið frjálshyggjumenn eru líka alltaf að tala um “hinar raunverulegu driffjaðir mannsins” og hvað það sé gott og blessað að virkja þær og að sósíalismi gangi ekki upp útaf því hann gerir það ekki. Öfundssýki er ein helsta driffjöður mannsins, eða ef þú vilt einfalda þetta svona hrikalega. Í þeim samfélögum þar sem uppreisnir hafa verið gerðar er þetta spurning um mun meira en öfundssýki, voru frönsku byltingasinnarnir bara öfundssjúkir? Nei, þeir voru...

Re: Blink 182

í Popptónlist fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Sandkassaumræður semsagt? Pop=popular music (þar sem orðið er dregið af popular music). Að mínu viti eru Dimmuborgir aðgengileg og vinsæl tónlist. Svo ég segi að Dimmuborgir séu popp. Hvað er þarna sem ekki er satt?

Re: Könnunin : geta skoðunir verið rangar

í Heimspeki fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ok, sorry, ásakaði þig fyrir að vera allt öðruvísi notandi en þú ert. Misskilningur.

Re: Stórfyrirtækin á Íslandi góð eða slæm?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þú veist að stórt bil milli ríkra og fátækra bendir til að samfélag sé að riða til falls.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok