Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Nasistar?

í Dulspeki fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Æi, stundum get ég verið soldið vitlaus :p Hélt þetta hefði verið tekið niður vegna einhvers “minnir-á-nasisma” drama.

Re: Sérstakt...

í Dulspeki fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Mér er skítsama um myndir einhversstaðar af netinu, þær geta verið photoshopaðar, eða þá að þessar híróglífur séu 2ja ára gamlar. Hvar er sönnun þess að þetta er óphotoshopað og gert fyrir daga þessara hluta. Bætt við 30. september 2006 - 21:21 Svo gæti þetta alveg eins verið bara tilviljun, það þyrfti fleiri ábendingar til að sannfæra mig allavega.

Re: Fyrir ykkur sem trúa á Guð

í Dulspeki fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hann gæti alveg verið að hann sé litli ljósdepillinn þarna í miðjunni og að Móses hafi bara verið lygalaupur. Sjálfur trúi ég ekki á guð, eða guðlegt afl en ég afneita því heldur ekki, ég álít sjálfan mig einfaldlega ekki nógu alvitran til þess, hins vegar hafna ég ýmsum hugmyndum um guð og guðlegt afl á ýmsum forsendum.

Re: Andaglas

í Dulspeki fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Það er örugglega einhver félagslega fúnksjón í þessu, þori að veðja að þegar ókunnugt fólk fari í þetta gerist ekkert.

Re: Nasistar?

í Dulspeki fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Nei, það sneri svona

Re: Nasistar?

í Dulspeki fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Djöfuls kjaftæði að hafa það ekki sýnilegt! Úff, svona… svona… rugl fer í taugarnar á mér.

Re: techno rules

í Danstónlist fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Já, ég skil.

Re: techno rules

í Danstónlist fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hví er teknó meira tónlist fólksins en einhver önnur? ;:-|

Re: R.I.P Skjálfti 1998 - 2006

í Half-Life fyrir 18 árum, 6 mánuðum
MMORPG killed the Lan-funniness :'( gúd tæms

Re: Bjart myrkur

í Heimspeki fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þú gætir kannski haft tæki sem gerir einhvers konar and-ljóseindir, annars veit ég ekki þar sem ljóseindir virðast ekki hafa nein áhrif á hvor aðra. Þar að auki þegar efni og andefni mætast verður úr ljós (reyndar með svo hárri tíðni að þú sérð það ekki) svo ég efast um að and-ljóseindir séu til.

Re: Tupac á lífi ?

í Hip hop fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hvort sem hann er lífs eða liðinn, skiptir það rappáhugamenn einhverju máli ef hann er hættur að gefa út tónlist?

Re: Hvaða Requiem

í Klassík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég verð að segja Hector Berlioz, þó ég hafi ekki heyrt hana, né neina aðra sálumessu. Í henni hefur hann málmblásaraflokka á bakvið og til hliðar við áhorfendur, til að gefa fyllri hljóm, sem er að mínu mati frábær hugmynd sem fleiri tónskáld mættu gefa gaum að áður en þau ákveða að bæta við þriðja eða fjórða forte-merkinu (Penderecki notaði þetta í píanókonsertnum sínum sem ég hlustaði á í gær, hljómaði mjög vel).

Re: Vísindi eða Guð

í Heimspeki fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Já hlýtur að vera, annars er mér nokkuð sama hvort Einstein hafði verið trúaður. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að vísindamenn séu trúaðir, það eru ekki allir trúaðir á sama hátt.

Re: Vísindi eða Guð

í Heimspeki fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Tjah, ég er bara að vitna í heimild, hann á að hafa heillast svo af náttúruvísindum að þau “aftrúuðu” hann þrátt fyrir að hann hafi verið mjög trúaður í æsku.

Re: kjósa

í Tolkien fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Mér finnst Voldemort afar ótrúverðugt og hálfkjánalegt illmenni. Hann er kannski eitthvað mega illur, en varla meira en það, persónulega finnst mér hann of einfaldur. Þar að auki er grenilegt að Sauron er fyrirmynd Voldemort, ég meina; ofurillur galdrakonungur sem er kraftlaus útaf einhverju en þarf eitthvað sérstakt (hringurinn-viskusteinninn (reyndar sneri Rowling Voldemort á eilítið aðra braut í seinni bókum, sem betur fer) til að endurheimta kraft sinn. Svo er meira, Sauron nær að dafna...

Re: kjósa

í Tolkien fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Allur heimurinn? Ekki var ég með í því, kannski er ég ekki partur af heiminum :'(

Re: Vísindi eða Guð

í Heimspeki fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég las nú í formála Afstæðiskenningarinnar í útgáfu HÍB að Einstein hefði verið trúaður sem barn en orðið trúleysingi á unglingsárum.

Re: skipti yfir á rafmagnsgítar

í Klassík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hefurðu ekki spilað neitt eftir J.S. Bach eða Heitor Villa-Lobos, get ekki ímyndað mér að nokkur maður vilji skipta ef hann er að spila það… Bætt við 24. september 2006 - 22:16 Annars held ég að málið sé að halda bara áfram á bæði, lærir mest af því held ég. Klassíski gítarinn er þó erfiðari, þannig að ég held að þú græðir mest á því námi.

Re: Mátti ekki taka handritið með sér í handfarangur.

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Tjah, meiri líkur á að einhver vírus komi og rústi tölvunni heldur en að eitthvað handrit eyðileggist.

Re: Silmerillinn, kvikmyndun

í Tolkien fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég myndi helst vilja sjá fyrsta kaflann. Ætli skjárinn myndi ekki bara byrja svartur og einhver tónlist undir sem verður magnaðri og flóknari með hverri sekúndu þangað til hún er komin útí magnaða hljómkviðu og þá byrjar myndin að koma hægt í ljós.

Re: Instant Kill...

í Spunaspil fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þú ættir að hugsa um að færa þig yfir í GURPS ;) Þar fá limirnir að fjúka og mörgum blæðir út.

Re: Norræna sköpunarsagan

í Heimspeki fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Til dæmis að þegar farið er útí einhverjar rosalegar túlkanir á sköpunarsögu biflíunnar má túlka aðrar sköpunarsögur nær þeirri vísindalegu…

Re: Vísindi eða Guð

í Heimspeki fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Vísindin eru ekki hugsuð sem trú, þau eru hugsuð til að finna það út sem er líklegast.

Re: Norræna sköpunarsagan

í Heimspeki fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Minn punktur var einmitt að þegar menn eru á annað borð að túlka púnkta og tvö strik sem broskall þá fer ýmislegt annað á kreik.

Re: Leikja Laggið

í Battlefield fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það væri frábært ef hægt væri að nota lagg en ekki lag yfir þessi fyrirbæri, það má segja að orðið lag sé í notkun (og það of mikilli fyrir!).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok