Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Company of heroes - Umfjöllun

í Herkænskuleikir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Mig langar svo svínslega mikið í þennan leik… Bætt við 19. október 2006 - 19:59 Góð grein!

Re: Svanadansinn

í Klassík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hann er því miður eitt allra mest (mis)notaða verkið í svoleiðis.

Re: Stradivarius fiðla

í Klassík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég held að allir aðrir vel nothæfir hlutir eins gamlir og þessir séu svona dýrir. Þar að auki eru þessar fiðlur fyrirmyndir allra fiðlna í dag, þannig að þetta er svona original. Eitt annað, eftir því sem fiðlur verða eldri kemur betra sánd úr þeim þannig að 300 ára gömul fiðla er með alveg fjandi flottan tón.

Re: Jón Leifs

í Klassík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Það bannar þér enginn að gera kork á Íslensk tónlist þar sem þú auglýsir greinina. Ég hvet þig eindregið til þess því þetta er frábær grein! /klassik er skammarlega óvirkt og Íslenskt tónlist er með yfir sjöfallt fleiri flettingar á mánuði (/klassik er áttunda neðsta áhugamálið) og það er fáránlegt að láta þessa fínu grein grottna niður í gleymsku hérna.

Re: Company Of Heroes áhugamál?

í Herkænskuleikir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Fyrst þyrfti þessi leikur að sanna sig á þessu áhugamáli með því að flooda það með greinum. Ný áhugamál eru eiginlega ekki gerð (og sérstakelga ekki svona sérhæfð) nema það sé verulegur grundvöllur fyrir því. Þó að CS hafi nánast étið Half-Life áhugamálið er enn ekki til neitt CS áhugamál, sem dæmi.

Re: Company of Heroes

í Herkænskuleikir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
3on3 í Rome:TW er einmitt ein eftirminnilegasta MP-upplifun sem ég hef átt, reyndar var bara plansníkeríið fyrir leikinn (vorum á Lani) eftirminnilegast því þegar í leikinn var komið misheppnaðist allt, eða fór í leiðindi, því leikurinn er bara alls ekki balancaður fyrir multiplayer (fílar og rómverjar eru bara fáránelga overpowered)… svo það endaði illa :/ Spilaði líka Warcraft III áður fyrr, og man að það var alveg fáránlega gaman svo ég er alveg til í eitthvað svona CoH samfélag.

Re: EA leggst látt - Forðist 2142

í Battlefield fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ef þú kaupir leikinn ertu bara að styrkja EA og þetta illa framferði! Ef Forgotten Hope 2 kæmi út á undan þessum (sem er ekki að fara að gerast) held ég að leikurinn væri algjörlega úr sögunni.

Re: EA leggst látt - Forðist 2142

í Battlefield fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Einmitt, eiginlega hefði ég átt að setja feitt underlina á þetta Ef. Því ég veit að þeir eru mjög langt frá því að fara á hausinn.

Re: Um breytingar á Jazz og blús

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Klassíkin þyldi nú alveg meiri virkni… En annars er ég ánægður með að þessi furðulegi fjúsjón er ekki studdur af ykkur sem ætlið að ræða þessi mál af alvöru.

Re: EA leggst látt - Forðist 2142

í Battlefield fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Fyrir mig er ekki nóg að “stórlega efast” um hvort einhverjir kallar útí rassgati geti komist inná allt mitt, þeir þurfa að gefa mér alveg helvíti góða tryggingu ef þeir ætla að selja mér leikinn með þessum búnaði inná.

Re: bf2142 patch 1.01

í Battlefield fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Venjulegir útgefendur laga slíkt í upprunalegu útgáfunni… gefa svo Patch út svona 2 mánuðum seinna í fyrsta lagi. EA gefur bara út hálfkláraða leiki svo dæmið er allt annað hjá þeim.

Re: EA leggst látt - Forðist 2142

í Battlefield fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Regarding today's online controversy, Townsend noted that “you are always going have that hardcore vocal minority” who don't want in-game ads. But he suggested that if those same people “knew the kind of painful transition that most publishers are going through right now”, they might approve of in-game ads as an important financial support function for next-gen titles. He particularly commented: “If gamers still want to have a high amount of good quality titles year in and year out, there...

Re: EA leggst látt - Forðist 2142

í Battlefield fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Til að mynda getur það numið lykilorð að síðum hjá þér og náð í upplýsingar um hvernig á að komast inn á allt sem þú skráir þig inná.

Re: Um breytingar á Jazz og blús

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Styð þessa hugmynd heilshugar! Hins vegar voru einhverjir að nefna að blanda klassíkinni við líka, ég er ekki alveg viss um hvort það sé sniðugt.

Re: R.I.P. Skjálfti - Tribute Slideshow

í Half-Life fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Alveg jafn mikið (ef ekki meira) af fíflum í WoW. Ég er FPS spilari og ég hef tekið eftir því að margir hættu í FPS til að spila WoW og gera enn, það eru mjög fáir að spila FPS í dag miðað við hvurnig var eitt sinn. Það eru t.d. aðeins eitt eða tvö BF-clön eftir á Íslandi og aðsóknin á síðasta skjálfta skýrir gjörsamlega afhverju hann var lagður niður. Síðan heyri ég marga kvarta yfir því að WoW sé of hookandi og sé að taka yfir líf sitt… fuss bara sad hvernig þessi leikur fór með...

Re: Mini rpg Mót 4.Nóvember

í Spunaspil fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ef þú ert sextán máttu vera úti alla nóttina lögreglunnar vegna…

Re: Svanadansinn

í Klassík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þetta er eftir Pyotr Tchaikovsky (eða Pétur Tsíjæjkoffskíj uppá íslenskuna), hann samdi einnig sjö alveg frábærar sinfóníur sem eru eiginlega hans helstu verk. Af þeim er sú sjötta þekktust (hún er líka þrusugóð). Bætt við 16. október 2006 - 20:40 Samdi líka tvo píanókonserta sem ég gleymdi að minnast á. Sá fyrsti er eiginlega þekktasta heildarverkið hans þó að kaflar og þættir úr ballettunum hans séu eflaust þekktari.

Re: Dracula

í Dulspeki fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Er þetta ekki hluti úr mynd sem er á Ravenloftplaggatinu niðrí Nexus?

Re: Kristni er besta trú ever... NOT

í Dulspeki fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Síðan hvenær er gamla testamentið hluti af kristinni trú? Kristin trú er að fylgja kenningum krists og sjálfur hef ég ekki hugmynd afhverju þessum bókum, gamla og nýja testamenntinu er splæst saman í “bók bókanna”, ég gæti einna helst trúað því að gamla testamenntið sé sett þarna til að maður geti hlegið að því… Sjálfur er ég ekki kristinn, en ég vil bara benda þér á að ekki er sniðugt að dæma kristið fólk útaf einhverri vitleysu sem bókaútgefendum (reyndar munkum þar sem þessi hefð að...

Re: Hvaða dagur er í dag?

í Heimspeki fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Já. Meginmál verður að vera að minnsta kosti fimm stafir að lengd

Re: Samanburður minn á Wiccan trú og LaVey satanisma

í Dulspeki fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hernaðarlegt Jihad - Í fyrsta lagi á að gefa óvininum tækifæri á að gefast upp og skipta um trú. Í öðru lagi á ekki að drepa konur og menn. Skilgreiningarnar eru mun margslungnari, en þetta eru grundvallaratriðin sem hryðjuverkamennirnir flaska á, það er að segja ef þeir telja sig vera að há jihad yfir höfuð.

Re: Leikja Laggið

í Battlefield fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Lag er notað í tónlistarlegum skilningi, í rúmfræðilegum, og í lögræðilegum skilningi. Þetta orð er mjög algengt í þessum þremur skilningum og veldur oft misskilningi, svo það væri frábært ef það væri lagg í tölvuleikjalegum skilningi.

Re: 655.000 látnir í Írak... Og svín fljúga!

í Deiglan fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Stjórnvöld í Írak… og þú heldur náttúrulega að þau séu ekki frá neinum áhrifum Bandaríkjastjórnar sem er með stóran her í landinu. Líkamlegt vald er hið endanlega vald og það er brandari að tala um sjálfstæða ríkisstjórn í Írak á meðan herinn er þarna.

Re: Samanburður minn á Wiccan trú og LaVey satanisma

í Dulspeki fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Verst að ekkert af þessum hryðjuverkum uppfylla þau skilyrði til að geta talist Jihad…

Re: Samanburður minn á Wiccan trú og LaVey satanisma

í Dulspeki fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Mig minnir að meðalaldurinn í Ásatrúarfélaginu sé nokkuð hár, enda er það traust og haldgóð trú.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok