Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Slagsmál

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Já, þetta sem þú nefndir ekki undantekning frá reglunni. Þetta næstum á til dæmis við um spurningar og samtengingar sérstaklega, en atviksorð eins og heldur eru mjög frjáls.

Re: Nýnasistarnir

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Jú við værum fleiri, sem er rétt. Hvað er ekki ‘reality’?

Re: Valdabrölt Sjálfstæðisflokksins.

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Jú allir þarna voru með kosningarétt.

Re: Valdabrölt Sjálfstæðisflokksins.

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Það er greinilegt að þú veist eitthvað um fundinn eða hitt þó heldur. Sjálfur stóð ég nálægt hópi miðaldra kvenna þegar hrópin stóðu hæst og þær hrópuðu með. Og einmitt það að þetta voru ekki bara einhverjir unglingar gerði það að verkum að allir þarna hrópuðu með svona miklu sjálfstrausti. Ungliðarnir fóru fyrstir upp á pallana og eru því mest áberandi á fréttamyndum en í stiganum og niðri voru fjölmargir eldri eins og sést á viðtölunum hér: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397815/1

Re: Valdabrölt Sjálfstæðisflokksins.

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Tilgangurinn með mótmælunum var m.a. að sýna vanvirðingu. Maður sýnir siðlausu fólki vanvirðingu, þannig er það bara. Reyndar voru ekki allir þarna bara krakkar og fullt af háskólanemum og eldri mönnum og konum einnig. Það er fáránlegt hvernig reynt er að gera lítið úr þessum atburði með að bendla hann svona sterkt við ungliðahreyfingarnar. Allir þeir fullorðnu sem ég hef talað við eftir fundinn sögðu að þeir hefðu viljað vera þarna sjálfir, þeir ungu krakkar sem voru þarna voru fulltrúar...

Re: Valdabrölt Sjálfstæðisflokksins.

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Það er ekki nóg að láta þessa menn vita af því með einhverjum skrifum því þessum mönnum er skítsama. Það var ekkert annað að gera en að sýna þeim þá mestu vanvirðingu sem maður gat hugsað sér. Svona kröftug mótmæli hafa að minnsta kosti neikvæð sálræn áhrif á þá sem tóku við borgarstjórninni, allavega heyrði ég rödd Ólafs skjálfa í fréttunum, og það var gott, mjög gott. Borgarbúar, borgarar í lýðræðislegu samfélagi sýndu einfaldlega hver hið raunverulega vald hefur. Þótt allir þarna inni...

Re: "Erfiðar aðstæður" (Lesist: ólýðræðislegar)

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Jú! Ef aðeins 25% vilja Villa bendir það á ótraust.

Re: Nýnasistarnir

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Nei það er ekki útaf uppeldi. Finna má rök gegn þessum limlestingum án þess að vitna í einhverja menningu. Þessar limlestingar eru framkvæmdar áður en fólk nær fullnuma sjálfstæðri hugsun og eru augljóslega ekki afturkvæmilegar. Þær taka burt möguleikann á að njóta kynlífs áður en það er prófað, kynlíf er mjög gott og því rýrir þessi aðgerð lífsgæði fórnarlambsins. Ávinningurinn af þessum limlestingum er þar að auki enginn! Taktu eftir að ég vitnaði ekki einu sinni í mannréttindi.

Re: Nýnasistarnir

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Helsta einkenni nasista í gegnum tíðina er áhersla á líkamsstyrk og ofbeldi, svo ég myndi ekki vilja lenda í slagsmálum við þá. Það er kannski þess vegna sem fólk vill siga lögreglunni á þá. Það sem mér finnst er að nasistar fara yfir ákveðið strik með ofbeldi sínu og andfélagslegu skoðunum, strik sem á eitthvað skylt við svokallaðan samfélagssáttmála. Þar að auki myndu þeir aldrei virða þínar skoðanir ef þeir væru við völd.

Re: Nýnasistarnir

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ef það stendur í lögum? Mörg lög eru fasísk í eðli sínu og eru þá ekkert annað en fasismi. Þú réttlætir ekkert hvað sem er með lögum.

Re: Nýnasistarnir

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Þó svo að nasismi sé stytting á national socializm er orðið alltof bendlað við Hitler til að þú getir ætlast til að fólk tengi þetta ekki saman. Það má alveg búa til nýtt orð yfir þá stefnu sem þú ert með í huga. Sagan litar tungumálið, sættu þig bara við það

Re: Nýnasistarnir

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Þú ert að gagnrýna menningarlegt afstæði, hún á fullan rétt á sér og á sér marga fylgismenn. En að kalla sjálfan þig nasista er kannski fulllangt gengið og bakar þér óþarfa óvinsældir þar sem þú virðist alls ekki vera fasisti.

Re: Nýnasistarnir

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hefurðu kynnt þér rannsóknir fræðimanna á meintum muni á kynstofnum? Þessi munur felst aðallega í mismuni á tíðni ýmissa einkenna en annars er maðurinn mjög líkur innbyrðis. Ein skemmtileg staðreynd er að sameindin sem gerir fólk svart er byggt af nákvæmlega sömu frumefnunum nema eitt vetnisatóm er á öðrum stað. Hver segir svo ekki að mismunandi fólk sé gott, hvaða rök mæla að gott sé að allir séu eins? Nasisminn gengur útá þessa kynþáttahyggju. Nasisminn er óhjákvæmilega fasískur því...

Re: Ólafur F er gersamlega ruglaður.

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Nútímalegra? Hvernig skilgreinir þú það og afhverju er það betra?

Re: "Erfiðar aðstæður" (Lesist: ólýðræðislegar)

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ég hef bara verið að pæla hvaða önnur fyrirtæki Vilhjálmur ætlar að einkavæða og selja vinum sínum á kostaboði… Vilhjálmur mun skila Reykjavík sem fátækari borg miðað við hegðun sína í kringum REI, í REI málinu var hann markvisst að rýra eignir borgarinnar fyrir eigin hag og ég sé enga ástæðu fyrir því að hann haldi því ekki áfram. Vert er að minnast á að OR var byggt upp að stórum hluta á tíma samfylkingarinnar, eða R-listans. Þá er hann allavega skárri kostur.

Re: Ólafur F er gersamlega ruglaður.

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Það eru nú mörg glæsileg hús á Árbæjarsafninu sem myndu sko fegra bæinn! Ekki gleyma því. Það er bara ríkjandi einhver argasta smekkleysa í arkitektúr á of stórum köflum á Íslandi, það sér það hver maður sem eyðir meira en korter í að kynna sér málið.

Re: Ný borgarstjórn - of mikið lýðræði?

í Stjórnmál fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Þetta var ekkert smá klúður! Síðan er núverandi borgarstjórn ótrygg, það vita allir að Ólafur er óstabíll, það er hreinlega læknisfræðileg staðreynd, og um leið og hann tekur dífu myndast ný stjórn því varamaður hans er ekki á sama máli og hann. Það fyrirkomulag sem þú sækist eftir er að sparka valdagráðugum og firrtum mönnum eins og Vilhjálmi úr pólitík, og það getum við kjósendur gert. Einmitt með lýðræði.

Re: Í dag ætti að kjósa í Reykjavík

í Stjórnmál fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Því 52% borgarbúa studdu þá stjórn og fólk var ekki jafnreitt og ekki eins misboðið.

Re: Í dag ætti að kjósa í Reykjavík

í Stjórnmál fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Flott ræða! Og Dagur var líka rosalegur í Kastljósinu í fyrradag. Annars finnst mér ömurlegt hvernig sjálfstæðismenn og aðrir reyna að tala þetta niður með því að segja “það vita nú allir hvernig þetta er skipulagt”, þarna var mikið af háskólanemum og fullorðnu fólki og sjálfur er ég ekki tengdur einum einasta flokki. Miðum var dreyft í skólann minn um mótmælin þetta og þetta auglýst í blaðinu. Ég fór því mér var nóg boðið og það gerðu allir sem fóru með mér, engin okkar eru skráð í neinn...

Re: Ólafur F er gersamlega ruglaður.

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Verst bara hvað það sem þeir byggja í staðinn er forljótt líka. Bætt við 24. janúar 2008 - 19:46 Annars er ég sammála þér, þetta eru óttalega ómerkilegt kofaræskni margt af þessu.

Re: Ekki málmur...!?!

í Metall fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Þetta eru nú 40 ár af tónlistarsögunni, svo varla geturðu kallast alæta.

Re: Slagsmál

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Það er næstum ekkert rétt og rangt við orðaröð í Íslensku…

Re: Nýr meirihluti!

í Deiglan fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ólafur F. er maníódepressífur, sem þýðir að það er bara tímaspursmál hvenær hann fer frá næst.

Re: Hvað vilt þú?

í Heimspeki fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Þar sem ég þekki ekki alheiminn í þaula og alla hans möguleika veit ég ekkert um það. Ég reyni þó að fara í rétta átt með því að vita hvað ég vil ekki.

Re: Tímaflakks pæling

í Heimspeki fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Í t.d. kvikmyndinni 12 monkeys er sett fram sú kenning að tímaflakk geri þig ruglaðan í hausnum, þannig ruglaðan að þú getir í raun ekki breytt neinu. Hins vegar er aðalgallinn við tímaflakk að það brýtur í bága við allar vísindakenningar með þeim hætti að það fjölfaldar efni, býr til efni, eða orku, úr engu. Þú gætir sent aleigu þína til þín í fortíðinni, síðan vinnurðu fyrir þessari aleigu í millitíðinni og hittir þig síðan í framtíðinni, nema, með 2 aleigur! Í raun tvöfallt ríkari, og svo...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok