Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Khan
Khan Notandi frá fornöld 628 stig
Áhugamál: Bardagaíþróttir, Heilsa

Re: www. fastmuscles.com

í Heilsa fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hehe, nei það var þannig að ég í mínu flippi ætlaði að fara inn á síðu sem héti fatmuscles.com en hún var ekki til og var þá spurður hvort ég meinti ekki fastmuscles.com. Það er margt sniðugt að finna á þessari heimasíðu og gaurinn sem er með þetta veit alveg slatta mikið. Vann t.d. í Afríku við það að massa upp afríska íþrótta menn í 8 ár. Þetta eru svona principin sem hann hefur þróað.

Re: k0nnunin!

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hehe, það sáu bara allir eitthvað japanskt nafn og ákváðu að hann myndi vinna. Það er óbærilega erfitt að segja til um það hvort eigi eftir að vinna þ.e. Chuck, Quinton eða Silva. Þeir eru allir það fáránlega góðir að ég held að sá vinni sem verður heppnastur.

Re: Box í Garðinum

í Box fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Jæja, hvernig var svo keppnin?

Re: Martial Arts tímarit.

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég er áskrifandi að blaði sem heitir Grappling og eins og nafnið gefur til kynna um helstu grappling íþróttirnar en einnig er það kryddað með mma og öðru þess konar bardagadóti. Mjög fínt blað, er ekki viss hvort það sé selt hérna í bókabúðum.

Re: Lyftingar og svona :)

í Heilsa fyrir 21 árum, 6 mánuðum
1 ár myndi ég segja með góðum árangri þ.e. um 800 g/mánuð. Þá erum við að tala um hreinan vöðvamassa.

Re: Er einhver með Pay Per View? (fyrir Pride)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég er ekki viss, en ég fór á einhverja stórfenglega kynningu í listasafni Reykjavíkur og þar var greint frá mjög mörgu sem átti að vera innifalið í hverri íbúð og þar sýndist mér ég örugglega sjá að InDemand myndi vera installað þar. En ef þú átt 15 millj.-50 millj. aflögu þá getum við athugað þetta nánar ;)

Re: Er einhver með Pay Per View? (fyrir Pride)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það er verið að installa inDemand dæmið inn í 101 Skuggahverfi. Hefði ekkert á móti því að eiga eina íbúð þar…

Re: Judo

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Já, það er bara að vera duglegur að æfa og trúa á sjálfan sig.

Re: Hvar er hægt að æfa kick box?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Pumping Iron í Dugguvogi, Pumpingiron.is

Re: Chushin ryu bujutsu

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hehe, listin að drekka súpu með tánum… LOL

Re: Pete Spratt og Chris Brennan á klakann?

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég hefði ekkert á móti því að fara ó gólfglímu við Chris Brennan.

Re: Bjarni Skúlason í 9.-13. sæti á HM í júdó

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Já, þetta er nokkuð góður árangur hjá honum Bjarna. Er hann að fá einhverja styrki? Hvernig gekk Gígju?

Re: Fæðubótarefni - Já/Nei

í Heilsa fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Já, sama hér. Ég er með mjög hátt BMR(basal metabolic rate) eða svo kallað “hard-gainer”. Ég hef verið að leita að betri leiðum til að þyngja mig því mér finnst ég ekki vera að þyngjast nóg, og þá hvaða fæðubótarefni virka best til þess að byggja upp góðan vöðvamassa, en ekki vatnsvöðva.

Re: ókeypis jógatímar

í Heilsa fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Og þú segir að það kosti ekki neitt?

Re: Könnunin

í Heilsa fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þú getur miðað við þetta: Ef þú ert kk dregur þú hæð þína frá 100, ef kvk þá dreguru hæð frá 105. Þetta er gróflega sú þyngd sem hver og einn ætti að vera.

Re: Lyftingar og svona :)

í Heilsa fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ok, ég skal segja þér nákvæmlega í stuttum orðum hvernig þú átt að gera þetta. Fer ekkert í nein smáatriði nema það sé eitthvað sem þú vilt sérstaklega vita. Þú átt að stefna á að verða 75 kg. Bæta 10 kg af vöðvamassa á þig, hljómar vel ekki satt? Undir venjulegum kringumstæðum ættiru að vera borða 1950 kkal á dag en fyrst þú vilt fá massa plúsum við 750 kkal við, sem gefur 2700 kkal á dag. Prótein grömm á dag ættu að vera 162,5 g, sem sagt 27 g af prótein skipt niður í 6 máltiðir sem...

Re: Lyftingar og svona :)

í Heilsa fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ef þú vilt verða massaður

Re: Mikilvægi fisks og Omega 3 í fæðu

í Heilsa fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það er alveg rétt að fiskur er mjög mikilvægur. En ef maður er einungis að pæla í fitunni þá mæli ég með hörfræolíu, olivuolíu, avókadó, EFA(essential fatty acids, EAS er með svoleiðis..), hempolía(sem er unnin úr kannabis plöntunni!). Þetta er það helsta sem ég man eftir en svo er auðvitað einnig gott að borða fiskinn.

Re: Judomenn sem stefna á Ólympíuleikana.

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég leyfi mér að efast um það að þú sért of gamall til að byrja að æfa Judo. Bjarni Friðriksson, bronzhafi á ólympíuleikum, var t.a.m. í kringum 20 þegar hann byrjaði feril sinn.

Re: Miklu verr en martradir

í Heilsa fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Gæti verið að þú sért með ásettan anda. Prófaðu að fara með bænir áður en þú ferð að sofa og sjáðu hvað gerist… sakar ekki að prófa.

Re: Pride Grand Prix 2003:Total Elimination umfjöllun

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það er hægt að horfa á Pay-per-view og InDemand í gegnum gervihnattamóttakara að ég best veit. Þannig ef þið þekkið einhvern sem er með svoleiðis ættu þið kannski að líta betur inn í málið…

Re: lesið þetta

í Box fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Máni Andersen sem er núna í Judo? (stór náungi sem manni myndi ekki langa til að slást við í dimmu skuggasundi)

Re: !!!!FYRSTA ÍSLENSKA MUAYTHAI MÓTIÐ 26.JÚLÍ!!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Gott, ég mæti að sjálfsögðu með gengið.

Re: Shootfighting

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Takk fyrir að leiðrétta þennan misskilning minn :/

Re: Shootfighting

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Reyndar er hann að bullshita í þér, Shootfighting miðast við það að skjóta þér í lappirnar á andstæðingum og ná honum niður og klára þar hence the word: “SHOOTfighting”
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok