Nei, kannski ekki. Ég var samt alveg viss um það þegar heyrði og sá þetta lag fyrst á netinu að þetta væri framlagið sem myndi sigra. Persónulega hefði ég viljað sjá Olsen bróðurinn ofar og eins lagið Copenhagen Airport. Danir voru þó engan veginn sammála mér, enda fékk hvorugt lagið stig ef ég man rétt. Noregur var líka með sýna keppni í gær, en ég bara nennti ekki að horfa á hana líka. Það er spurning hvort maður kynnir sér ekki hvaða lög hin Norðurlöndin ætla að senda í ár.